Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Þórður hættur með ÍA

Þórður Þórðarson er hættur sem þjálfari ÍA í Pepsi-deild karla. Hann ákvað að stíga sjálfur til hliðar, eftir því sem kemur fram í yfirlýsingu frá ÍA.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tók snúðinn úr hárinu

"Ég ákvað að taka þennan snúð úr hárinu og leyfði vindinum að leika um lokkana. Það skilaði sér heldur betur í dag,“ sagði Óskar Örn Hauksson, leikmaður KR, sem skoraði eitt mark og lagði upp tvö önnur fyrir sitt lið í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Allir sáu að markið átti ekki að standa

"Ég er að reyna að einblína á það jákvæða en það var mjög pirrandi að fá á okkur þetta fyrsta mark sem allir sáu, nema ákveðnir aðilar, að hafi verið ólöglegt," segir Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Lykilmenn meiddir hjá ÍA

Markvörðurinn Páll Gísli Jónsson og miðvörðurinn Ármann Smári Björnsson eru ekki í liði Skagamanna sem sækja topplið KR heim í Pepsi-deild karla í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tonny hetja Úganda

Tonny Mawejje reyndist hetja Úganda þegar liðið vann dramatískan sigur á Angóla í undankeppni HM 2014 á Mandela-vellinum í Kampala í dag.

Íslenski boltinn