Besta-spáin 2022: Lífið eftir Sævar og Smit Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Leikni 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íslenski boltinn 7. apríl 2022 10:01
Líkir Benzema við gott rauðvín: „Verður bara betri með aldrinum“ Hinn 34 ára gamli Karim Benzema skoraði öll þrjú mörk Real Madríd er liðið lagði Chelsea 3-1 á Brúnni í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hann skoraði einnig þrennu gegn París Saint-Germain í 16-liða úrslitum og má með sanni segja að hann verði betri eftir því sem hann verður eldri. Fótbolti 7. apríl 2022 09:32
„Þegar það er tekið frá þeim er ekkert annað í stöðunni en að taka þátt í baráttunni“ Landsliðskonunni Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur rann blóðið til skyldunnar að taka þátt í baráttunni gegn nýsamþykktri lagasetningu í Flórída sem gagnrýnendur hafa kallað „Don‘t say gay“. Fótbolti 7. apríl 2022 08:31
Styttist í að Ten Hag verði tilkynntur sem nýr þjálfari Man United Allt bendir til þess að Erik ten Hag, þjálfari Ajax, verði næsti þjálfari Manchester United. Hann hefur verið í umræðunni allt frá því Ole Gunnar Solskjær var látinn taka poka sinn og stefnir í að hann taki við fyrr heldur en síðar. Enski boltinn 7. apríl 2022 08:00
Klopp: Engar líkur á því að Haaland komi til Liverpool Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur neitað þeim sögusögnum að norski framherjinn Erling Braut Haaland sé á leiðinni til í Liverpool í sumar. Haaland verður að öllum líkindum á faraldsfæti frá Dortmund í sumar en hann hefur verið orðaður við öll helstu stórlið Evrópu undanfarið. Enski boltinn 7. apríl 2022 07:00
Guli kafbáturinn í góðri stöðu eftir sigur á Bayern Spænska liðið Villareal vann óvætan 1-0 sigur á Þýskalandsmeisturum Bayern München í fyrri viðureign 8-liða úrslita Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 6. apríl 2022 21:13
Sjóðheitur Benzema gerði aðra þrennu Hinn 34 ára gamli Benzema heldur áfram að sýna allar sínar bestu hliðar en hann skoraði öll þrjú mörk Real Madrid í 1-3 sigri á Chelsea á Brúnni í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 6. apríl 2022 20:52
Tap í fyrsta leik U-19 í milliriðli Íslenska U-19 landslið kvenna tapaði 2-1 gegn því belgíska í milliriðli undankeppni EM 2022. Leikið var á St. George's Park á Englandi í A-riðli. Fótbolti 6. apríl 2022 20:22
Burnley enn þá á lífi í ensku úrvalsdeildinni en Everton komið í alvöru vandræði Áfram tapar Everton á útivelli en í þetta skipti í 6 stiga fallbaráttuslag gegn Burnley, lokatölur 3-2 fyrir heimamenn á Turf Moor. Enski boltinn 6. apríl 2022 19:47
Hjörtur og Alfreð límdir við bekkinn í kvöld Hjörtur Hermannsson og Alferð Finnbogason voru báðir ónotaðir varamenn í leikjum sinna liða í kvöld. Fótbolti 6. apríl 2022 18:17
Ari Leifsson skoraði sjálfsmark og Molde fer í úrslit Ari Leifsson, leikmaður Strømsgodset, kom inn á sem varamaður og spilaði í 14 mínútur í undanúrslitaleik Molde og Strømsgodset í norska bikarnum í dag. Ari skoraði þriðja og síðasta mark Molde í 3-0 tapi. Fótbolti 6. apríl 2022 17:38
Segja að FIFA íhugi að lengja leikina á HM um tíu mínútur Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, veltir því fyrir sér að lengja leiki á HM um allavega tíu mínútur. Fótbolti 6. apríl 2022 17:00
Fimm skiptingar í íslenskum fótbolta í sumar Í íslenskum fótbolta verður heimilt að gera fimm skiptingar í stað þriggja á keppnistímabilinu í ár, líkt og í fyrra og árið 2020. Íslenski boltinn 6. apríl 2022 16:31
Gagnrýnir varnarsinnaðan leikstíl Atlético: „Í fyrsta sinn sem ég hef séð lið spila 5-5-0“ Spánarmeistarar Atlético Madrid eignuðust ekki marga aðdáendur með spilamennsku sinni gegn Manchester City í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Fótbolti 6. apríl 2022 15:31
„Í þessum hópi gæti hver sem er verið með bandið“ Ekki var að heyra á Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur að nein togstreita hefði myndast varðandi fyrirliðahlutverkið í íslenska landsliðinu í fótbolta við endurkomu Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í hópinn. Fótbolti 6. apríl 2022 14:31
Sara gæti „léttilega“ spilað en takkaskór Dagnýjar týndust Staðan á leikmannahópi íslenska landsliðsins er nokkuð góð fyrir leikinn mikilvæga við Hvíta-Rússland í Belgrad á morgun, í undankeppni HM kvenna í fótbolta. Fótbolti 6. apríl 2022 12:36
Besta-spáin 2022: Hemmi stígur enn einn dans við falldrauginn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 10. sæti sæti Bestu deildar karla í sumar. Íslenski boltinn 6. apríl 2022 10:00
Danska landsliðskonan harðlega gagnrýnd fyrir að gerast sendiherra HM í Katar Danska knattspyrnukonan Nadia Nadim er nýr sendiherra fyrir heimsmeistaramót karla í Katar og það hefur ekki farið vel í marga. Fótbolti 6. apríl 2022 09:31
Sonurinn í góðum höndum hjá Árna meðan Sara spilar með landsliðinu Sara Björk Gunnarsdóttir segist hafa átt kost á því að taka son sinn með í verkefnið með íslenska landsliðinu. Hann verði hins vegar hjá föður sínum í Frakklandi á meðan því stendur. Fótbolti 6. apríl 2022 09:00
Hefði getað stórslasað nýstirni Liverpool ef hann hefði hitt Luis Diaz átti enn á ný góðan leik í gær þegar Liverpool vann 3-1 sigur í fyrri leik sínum á móti Benfica í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Kvöldið hefði þó getað endað mjög illa fyrir Kólumbíumanninn. Enski boltinn 6. apríl 2022 08:31
Jón Páll krafði Víkinga um 26 milljónir en þarf sjálfur að borga Knattspyrnudeild Víkings Ólafsvík hefur verið sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu þjálfarans Jóns Páls Pálmasonar sem krafði félagið um 26 milljónir króna auk dráttarvaxta. Íslenski boltinn 6. apríl 2022 08:00
Koeman tekur hollenska landsliðinu eftir HM í Katar Hollenska knattspyrnusambandið hefur nú staðfest það að Ronald Koeman tekur aftur við hollenska landsliðinu eftir heimsmeistaramótið í Katar. Fótbolti 6. apríl 2022 07:47
Sveindís leikur fyrir fullum Nývangi | Seldist upp á sólarhring Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, mun leika fyrir framan rúmlega níutíu þúsund áhorfendur þegar Wolfsburg heimsækir Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta síðar í mánuðinum. Fótbolti 6. apríl 2022 07:00
„Stórt að ná þriðja markinu inn“ Andy Robertson, bakvörður Liverpool, var hæstánægður með 3-1 sigur sinna manna gegn Benfica í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hann segir það hafa verið gríðarlega mikilvægt að skora þriðja markið. Fótbolti 5. apríl 2022 21:48
De Bruyne skaut Englandsmeisturunum í forystu Kevin De Bruyne skoraði eina mark leiksins er Englandsmeistarar Manchester City unnu 1-0 sigur gegn Spánarmeisturum Atlético Madrid í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 5. apríl 2022 21:02
Liverpool með tveggja marka forystu fyrir seinni leikinn Liverpool vann góðan 3-1 sigur er liðið heimsótti Benfica í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 5. apríl 2022 20:56
AC Milan hafði áhuga á Svövu en hún gæti ekki verið ánægðari með að hafa valið Brann Eftir erfiða tíma í Frakklandi þar sem hún fékk nánast ekkert að spila nýtur Svava Rós Guðmundsdóttir, landsliðskona í fótbolta, lífsins hjá Brann í Noregi. Fótbolti 5. apríl 2022 16:30
Micah Richards: Hræðilegur leikur fyrir Man. City til að byrja risastóra viku Það er nóg af stórleikjum hjá Englandsmeisturum Manchester City þessa dagana og fjörið byrjar strax í kvöld með fyrri leik liðsins í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Enski boltinn 5. apríl 2022 14:30
„Ekki í mínu besta standi en held, vona og líður eins og ég sé ekki langt frá því“ Sara Björk Gunnarsdóttir segist ekki enn vera komin í sitt besta form en það styttist í það. Hún hefði viljað fá fleiri tækifæri með Lyon eftir að hún sneri aftur eftir barnsburð. Fótbolti 5. apríl 2022 14:01
Mike Dean: Hótuðu að henda bensínsprengju á húsið hans Mike Dean hefur gengið í gegnum ýmislegt á 22 ára dómaraferli sínum í ensku úrvalsdeildinni en í viðtali við breska ríkisútvarpið þá sagði hann eina svakalega sögu af eftirmálum leiks sem hann dæmdi. Enski boltinn 5. apríl 2022 13:30