Hrósar umgjörðinni hjá Stjörnunni en segir stuðninginn mega vera meiri Þróttarinn Álfhildur Rósa Kjartansdóttir og Stjörnukonan Heiða Ragney Viðarsdóttir voru gestir Helenu Ólafsdóttir í upphitunarþætti Bestu markanna fyrir 7. umferð Bestu deildar kvenna sem hefst á morgun. Íslenski boltinn 31. maí 2022 12:00
Man United ræður aðstoðarmann yfirmanns knattspyrnumála Andy Boyle hefur verið ráðinn sem aðstoðarmaður yfirmanns knattspyrnumála hjá enska knattspyrnufélaginu Manchester United. Hann var þjálfari í akademíu félagsins fyrir 16 árum en hefur komð víða við síðan. Enski boltinn 31. maí 2022 11:32
Ancelotti segir það hafa verið auðveldara að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Liverpool Carlo Ancelotti, þjálfari Evrópumeistara Real Madríd, segir það hafa verið auðveldara fyrir sig að undirbúa lið sitt fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Liverpool heldur en önnur lið. Fótbolti 31. maí 2022 10:30
Segir byrjun Breiðabliks vera framar öllum vonum „Nei, ég gerði það ekki. Ég skal vera fyrsti maður til að viðurkenna það. Þessi byrjun er stigalega og úrslitalega séð framar öllum vonum,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks í Bestu deild karla í fótbolta, um ótrúlega byrjun liðsins sem hefur unnið alla sína leiki í sumar. Íslenski boltinn 31. maí 2022 10:01
Segja Elanga líta út eins og nýjan Ronaldo Anthony Elanga og Cristiano Ronaldo voru að hluta til ljósið í myrkrinu á annars ömurlegu tímabili Manchester United. Það virðist sem Svíinn ungi hafi lært eitt og annað af hinum margreynda Portúgala. Enski boltinn 31. maí 2022 09:01
Uppgjör fyrstu átta umferða Bestu: Breiðablik best, Ísak Snær bestur og Valur valdið mestum vonbrigðum Áttunda umferð Bestu deildar karla í fótbolta fór fram á sunnudag. Að henni lokinni gerði Stúkan upp fyrstu átta umferðir mótsins. Eðlilega var Breiðablik mikið í umræðunni þar sem liðið er með fullt hús stiga. Íslenski boltinn 31. maí 2022 08:30
Patrik Sigurður ásakaður um svindl í Noregi: Gerir markið minna Patrik Sigurður Gunnarsson, einn af landsliðsmarkvörðum Íslands og aðalmarkvörður Viking í Noregi, hefur verið ásakaður um svindl með félagsliði sínu. Hann er talinn gera mark sitt vísvitandi minna er Viking leikur á heimavelli. Fótbolti 31. maí 2022 08:01
Fóru yfir agavandamál Eyjamanna: Lárus Orri telur að Guðjón Pétur spili ekki aftur fyrir ÍBV Nýliðar ÍBV hafa ekki átt sjö dagana sæla í Bestu deild karla í fótbolta til þessa. Liðið er með þrjú stig eftir átta umferðir og hefur ekki unnið leik. Það virðist lítill agi vera á liðinu sem hefur sankað að sér spjöldum og þá er Guðjón Pétur Lýðsson í vikustraffi. Íslenski boltinn 31. maí 2022 07:30
Kahn furðu lostinn yfir ummælum Lewandowski: „Þetta skilar engu“ Oliver Kahn, stjórnarformaður Bayern München, kveðst hvorki skilja upp né niður í Robert Lewandowski, framherja félagsins. Lewandowski úthúðaði félaginu í gær og kveðst vilja burt. Fótbolti 31. maí 2022 07:00
Svindlaði á stelpunum okkar en fær ekki að mæta þeim aftur vegna ósættis Þrátt fyrir að hafa spilað og skorað í sigri Lyon í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu fyrir rúmri viku er Amandine Henry ekki í franska landsliðshópnum sem mætir Íslandi á EM í Englandi í sumar. Fótbolti 30. maí 2022 23:01
City rétt að byrja á leikmannamarkaðnum Khaldoon Al-Mubarak, stjórnarformaður Manchester City, segir að félagið muni fá nokkra leikmenn til viðbótar í sumar. Þegar hefur City fest kaup á tveimur framherjum. Fótbolti 30. maí 2022 22:15
UEFA fyrirskipar rannsókn vegna atburðanna í París Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, tilkynnti í kvöld að sambandið myndi standa að sjálfstæðri og óháðri rannsókn á atburðum fyrir utan Stade de France-völlinn í París þegar Liverpool og Real Madríd áttust við úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardagskvöld. Fótbolti 30. maí 2022 21:31
Mark Hlínar dugði ekki til í dramatískum Íslendingaslag Tveir leikir fóru fram í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð í kvöld er 11. umferð deildarinnar kláraðist. Þrír Íslendingar komu við sögu og komst ein á blað. Fótbolti 30. maí 2022 19:16
Uppgjör Stúkunnar: Leikmaður umferðarinnar í Fram og mark umferðarinnar kom í Garðabæ Áttunda umferð Bestu deildar karla í fótbolta fór fram á sunnudag. Guðmundur Benediktsson gerði umferðina upp í Stúkunni að leikjum loknum. Farið var yfir lið umferðarinnar, leikmann og mark umferðarinnar. Íslenski boltinn 30. maí 2022 17:00
De Bruyne urðar yfir Þjóðadeildina Kevin De Bruyne, miðvallarleikmaður Englandsmeistara Manchester City, er ekki beint aðdáandi Þjóðadeildarinnar í fótbolta. Fótbolti 30. maí 2022 15:31
Hörður um stöðu mála hjá FH: „Í einhverskonar tilvistarkreppu“ Hörður Magnússon, starfsmaður Viaplay og fyrrum leikmaður FH um árabil, segist ekki átta sig á hver stefna félagsins. Hann telur að „menn séu ekki alveg að dansa sama dans í Hafnafirðinum.“ Íslenski boltinn 30. maí 2022 15:00
Lewandowski úthúðar Bayern: „Vil ekki spila þarna lengur“ Robert Lewandowski fór mikinn á blaðamannafundi pólska landsliðsins í dag og fór ófögrum orðum um félag sitt, Bayern München. Fótbolti 30. maí 2022 14:31
Hólmbert dettur út og Bjarki kemur í staðinn Framherjinn hávaxni Hólmbert Aron Friðjónsson hefur dregið sig úr landsliðshópnum í fótbolta fyrir leikina við Ísrael og Albaníu í Þjóðadeildinni. Fótbolti 30. maí 2022 14:23
Freyr þakklátur að fara upp með Lyngby-fjölskyldunni Freyr Alexandersson stýrði Lyngby upp úr dönsku B-deildinni á sínu fyrsta tímabilið með liðið. Lyngby endaði á endanum í öðru sæti deildarinnar, aðeins stigi á eftir toppliði Horsens. Fótbolti 30. maí 2022 14:00
Svona er nýi landsliðsbúningurinn Knattspyrnusamband Íslands kynnti í dag nýjan landsliðsbúning Íslands á samfélagsmiðlum sínum. Fótbolti 30. maí 2022 13:46
Ákvörðun KSÍ nær ekki til FH sem leyfir Eggerti að spila Eggert Gunnþór Jónsson var í byrjunarliði FH í Bestu deildinni í fótbolta í gær þrátt fyrir að niðurfelling máls hans og Arons Einars Gunnarssonar, vegna nauðgunarkæru, hafi verið kærð. Íslenski boltinn 30. maí 2022 13:00
Sömu lið og mættust í úrslitum í fyrra Liðin sem mættust í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna í fyrra eigast við í átta liða úrslitum keppninnar í ár. Dregið var í átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna og sextán liða úrslit Mjólkurbikars karla í dag. Íslenski boltinn 30. maí 2022 12:34
Gummi Ben skammaði Valsmenn: „Þetta er óvirðing“ Hinn 17 ára gamli Kristján Hjörvar Sigurkarlsson upplifði stóra stund í gær þegar hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Val í Bestu deildinni í fótbolta. Það gerði hann í treyju merktri allt öðrum leikmanni. Íslenski boltinn 30. maí 2022 12:00
Neitaði að svara því hvort Óli Jó yrði áfram þjálfari FH „Óli Jó er okkar maður og ekki mikið meira um það að segja,“ segir Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, um stöðu þjálfarans Ólafs Jóhannessonar nú þegar FH situr í 9. sæti Bestu deildar karla í fótbolta. Íslenski boltinn 30. maí 2022 11:31
Hörður Björgvin mögulega á leið aftur til Englands Landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon gæti verið á leiðinni aftur til Englands eftir að hafa leikið með CSKA Moskvu frá árinu 2018. Tvö ár þar á undan lék hann með Bristol City í ensku B-deildinni. Enski boltinn 30. maí 2022 11:00
Telur að Heimir verði rekinn Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, telur að Heimir Guðjónsson verði látinn taka pokann sinn sem þjálfari Vals. Íslenski boltinn 30. maí 2022 10:00
Áfram skorar Ísak Snær, óvæntar hetjur og markasúpur í Safamýri og Kaplakrika Það fór heil umferð fram í Bestu deild karla í fótbolta í gær, sunnudag. Hér að neðan má sjá öll mörk umferðarinnar en af nægu er að taka. Viktor Örlygur Andrason reyndist hetja Íslands- og bikarmeistara Víkings gegn KA á meðan Ísak Snær Þorvaldsson getur ekki hætt að skora. Íslenski boltinn 30. maí 2022 09:31
Horfa til Katalóníu í leit að arftaka Mané Jürgen Klopp horfir til Katalóníu í leit að arftaka Sadio Mané sem virðist vera á leið frá Liverpool í sumar. Enski boltinn 30. maí 2022 09:00
Tók við liðinu á botni B-deildar og skilaði því upp í deild þeirra bestu Nottingham Forest vann Huddersfield Town 1-0 í úrslitaleik umspils ensku B-deildarinnar og er þar með komið upp í ensku úrvalsdeildina eftir 23 ára bið. Það sem gerir afrek Forest enn merkilegra er að liðið var á botni B-deildarinnar þegar Steve Cooper tók við liðinu í september síðastliðnum. Enski boltinn 30. maí 2022 08:31
Thibaut Courtois, Edwin van der Sar og Oliver Kahn Thibaut Courtois reyndist hetja Real Madríd er liðið vann sinn fjórtánda Evróputitil um helgina. Courtois lék óaðfinnanlega og var í kjölfarið kosinn maður leiksins af UEFA sem þýðir að hann er nú kominn á einkar fámennan lista. Fótbolti 30. maí 2022 07:31