Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Arnar: Mjög stutt í eitthvað spennandi

Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var ánægður eftir að lið hans tryggði sig inn í 8-liða úrslit Mjólkubikarsins með 4-1 sigri á Fram fyrir norðan. Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði þrennu í leiknum, þar af tvö mörk af vítapunktinum.

Fótbolti
Fréttamynd

West Ham kaupir Areola frá París

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham United hefur fest kaup á franska markverðinum Alphonse Areola. Hann kemur frá París Saint-Germain en markvörðurinn var á láni hjá West Ham á síðustu leiktíð.

Enski boltinn
Fréttamynd

Þor­leifur á skotskónum og valinn maður leiksins

Tveir Íslendingar léku í MLS-deildinni í fótbolta í nótt. Þorleifur Úlfarsson skoraði fyrra mark Houston Dynamo í 2-0 sigri og Róbert Orri Þorkelsson kom af bekknum í 2-1 sigri CF Montréal. Þá skoraði Óttar Magnús Karlsson í sigri Oakland Roots.

Fótbolti
Fréttamynd

Elías Rafn kominn til baka eftir handleggsbrot

Elías Rafn Ólafsson, markvörður danska úrvalsdeildarliðsins Midtjylland, lék í dag sinn fyrsta leik í um það bil þrjá mánuði þega hann spilaði fyrri hálfleikinn í 3-2 sigri í æfingaleik liðsins gegn OB.

Fótbolti
Fréttamynd

Pogmentary fær verstu mögulegu einkunn á IMDB

The Pogmentary, ný heimildarmynd um lífshlaup franska fótboltamannsins Paul Pogba er með verstu mögulegu einkunn á kvikmyndavefnum IMDb þar sem mögulegt er að afla upplýsinga um kvikmyndir og gefa þeim einkunn.

Fótbolti
Fréttamynd

Rússar saka FIFA um mismunun

Rússneska knattspyrnusambandið RFS og rússneska úrvalsdeildin í fótbolta hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA er sakað um mismunun eftir að FIFA gaf leikmönnum og þjálfurum leyfi til að segja samningum sínum við rússnesk félög lausum.

Fótbolti