Umfjöllun og viðtöl: Fram-Stjarnan | Annað fjögurra marka jafntefli Stjörnunnar í röð Fram og Stjarnan skildu jöfn í hörkuleik. Leikurinn byrjaði með látum og eftir fimmtán mínútur var staðan 2-1 fyrir heimamönnum.Allt stemmdi í Fram sigur en á 83. mínútu jafnaði Guðmundur Baldvin Nökkvason með skalla eftir hornspyrnu og annað 2-2 jafntefli Stjörnunnar í röð niðurstaðan. Íslenski boltinn 3. ágúst 2022 21:53
„Að spila gegn Stjörnunni er eins og að spila á móti sjálfum sér“ Jón Sveinsson, þjálfari Fram, var svekktur með að hafa ekki tekið þrjú stig gegn Stjörnunni eftir öfluga byrjun þar sem Fram skoraði tvö mörk á fyrstu fimmtán mínútunum. Fótbolti 3. ágúst 2022 21:40
Úrúgvæ vill halda HM hundrað árum seinna Argentína, Paragvæ, Síle og Úrúgvæ hafa sótt um að halda heimsmeistaramót karla í fótbolta árið 2030. Þá verða 100 ár frá fyrsta heimsmeistaramótinu í sögunni sem fór fram í Úrúgvæ 1930. Fótbolti 3. ágúst 2022 20:31
Berglind og Svava komu inná í stórsigri Brann vann afar sannfærandi 6-0 sigur þegar liðið sótti Arna-Bjørnar heim í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta kvenna í kvöld. Fótbolti 3. ágúst 2022 20:06
Mark Axels Óskars dugði skammt Axel Óskar Andrésson skoraði mark Örebro þegar liðið laut í lægra haldi, 2-1, fyrir Brommapojkarna í sænsku B-deildinni í fótbolta karla í kvöld. Fótbolti 3. ágúst 2022 19:51
Alfons og samherjar komnir langleiðina í umspil Bodø/Glimt vann afar öruggan 5-0 sigur þegar liðið fékk litáíska liðið Zalgiris í heimsókn í fyrri leik liðanna í þriðju umferð í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld. Fótbolti 3. ágúst 2022 18:21
„Elskaði að spila á móti Lech Poznan“ Pablo Punyed á góðar minningar frá leikjum gegn Lech Poznan en hann var í liði Stjörnunnar sem sló pólska stórliðið út í forkeppni Evrópudeildarinnar 2014. Fótbolti 3. ágúst 2022 17:00
Starfsmaður Barcelona sagður hafa reynt að múta fulltrúa UEFA Starfsmaður hjá Barcelona á Spáni er sagður hafa reynt að múta fulltrúa hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, til að reka á eftir rannsóknum á fjárhagsstarfsemi Manchester City og Paris Saint-Germain. Fótbolti 3. ágúst 2022 16:31
Grét þegar hún komst ekki í liðið á ÓL í fyrra en nú valin best Endurkomu ársins í fótboltaheiminum á mögulega einn leikmaður Evrópumeistaraliðs Englands. Beth Mead átti einstakt mót og yfirgaf það hlaðin verðlaunum. Fótbolti 3. ágúst 2022 15:31
Vann allt sem leikmaður norska landsliðsins og er nú tekin við sem þjálfari Hege Riise verður næsti þjálfari norska kvennalandsliðsins í fótbolta en þetta tilkynnti norska knattspyrnusambandið í dag. Fótbolti 3. ágúst 2022 15:00
„Erum fíflin sem borgum launin til að senda þá út um allar koppagrundir til að spila fyrir aðra“ Aurelio De Laurentiis, hinn umdeildi forseti Napoli, er hættur að kaupa afríska leikmenn nema þeir uppfylli eitt skilyrði. Fótbolti 3. ágúst 2022 14:30
Heimasíðan hrundi er Ljónynjurnar fylltu Wembley Miðar á fyrirhugaðan vináttuleik Evrópumeistara Englands og heimsmeistara Bandaríkjanna í nóvember seldust upp á innan við sólarhring. Miðar fóru í sölu í dag en heimasíða enska knattspyrnusambandsins höndlaði ekki álagið. Fótbolti 3. ágúst 2022 14:00
Beðið í fimmtán daga eftir að fá fyrsta markið sitt í Bestu deildinni skráð 19. júlí síðastliðinn gerðu KR og Fram 1-1 jafntefli í Bestu deild karla. Fram komst í 1-0 rétt fyrir hálfleik en KR-ingar jöfnuðu í byrjun seinni hálfleiks. Íslenski boltinn 3. ágúst 2022 13:00
Arnar sér bara rautt þegar hann mætir KR Arnar Grétarsson, þjálfari KA, fékk rauða spjaldið í leik liðsins á móti KR á Akureyri í gær. Þetta er í annað skiptið í sumar sem Arnar fær rautt í leik á móti Vesturbæjarliðinu. Íslenski boltinn 3. ágúst 2022 12:00
Ten Hag: Óásættanleg hegðun hjá Ronaldo Hollendingurinn Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, segir ekki ásættanlegt að Cristiano Ronaldo og fleiri leikmenn liðsins hafi farið snemma af æfingaleik liðsins við Rayo Vallecano um liðna helgi. Fótbolti 3. ágúst 2022 11:01
Sérfræðingar Stúkunnar skildu reiði KA-manna KA-menn voru vægast sagt ósáttir að fá ekki vítaspyrnu í uppbótartíma í leiknum gegn KR-ingum í Bestu deild karla í gær. Sérfræðingar Stúkunnar sögðu að Akureyringar hefðu ýmislegt til síns máls. Íslenski boltinn 3. ágúst 2022 10:00
Gefur allan HM-gróðann sinn til góðgerðamála Kanadíski landsliðsmaðurinn Alphonso Davies er mjög þakklátur fyrir hvað kanadíska þjóðin gaf honum og ætlar hann að borga til baka í vetur. Fótbolti 3. ágúst 2022 09:31
Sjáðu markið sem færði KR-ingum fyrsta sigurinn í tvo mánuði Eftir rúmlega tveggja mánaða bið þá tókst KR-ingum loksins að fagna sigri í Bestu deild karla í gærkvöldi. Íslenski boltinn 3. ágúst 2022 09:00
Banna börnum að sýna spjöld sem biðja um treyjur leikmanna Hollenska félagið Ajax er komið í herferð gegn spjöldum þar sem áhorfendur eru að biðja um keppnistreyjur leikmanna liðsins eftir leiki. Slíkt er hér eftir bannað á Johan Cruyff Arena í Amsterdam. Fótbolti 3. ágúst 2022 08:01
Diogo Jota skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Portúgalski framherjinn Diogo Jota hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool. Enski boltinn 3. ágúst 2022 07:45
HM von Paul Pogba lifir eftir góðar fréttir Franski miðjumaðurinn Paul Pogba slapp við aðgerð á hné og á því enn möguleika á að vera með titilvörn Frakka á HM í Katar í nóvember. Fótbolti 3. ágúst 2022 07:30
United íhugar Neves ef félaginu mistekst að krækja í De Jong Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United hefur verið á höttunum eftir hollenska miðjumanninum Frenki de Jong í allt sumar, en illa gengur að sannfæra leikmanninn um að yfirgefa Barcelona. Félagið skoðar nú Ruben Neves, miðjumann Wolves, ef De Jong kemur ekki. Enski boltinn 3. ágúst 2022 07:01
Henderson segir meðferð United á sér „glæpsamlega“ Markvörðurinn Dean Henderson fer ekki fögrum orðum um félag sitt, Manchester United. Hann gekk til liðs við nýliða Nottingham Forest á láni fyrr í sumar og segir meðferð United á sér glæpsamlega. Enski boltinn 2. ágúst 2022 23:15
Nýliðarnir kaupa markvörð Arsenal Nýliðar Fulham hafa fest kaup á þýska markverðinum Bernd Leno frá Arsenal. Leno skrifar undir þriggja ára samning við Fulham. Enski boltinn 2. ágúst 2022 22:31
Umfjöllun og viðtöl: KA-KR 0-1 | Fyrsti deildarsigur KR-inga í 66 daga KR vann loksins deildarleik í Bestu-deild karla er liðið heimsótti KA norður á Akureyri í kvöld. Leikurinn endaði 0-1 og var sigurinn kærkominn en KR vann síðast leik í deild 29. maí síðastliðinn. Íslenski boltinn 2. ágúst 2022 22:14
Afturelding sækir enn einn erlenda leikmanninn Afturelding hefur fengið bandaríska varnarmanninn Mackenzie Hope Cherry til liðs við sig og mun hún leika með liðinu út tímabilið í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu. Fótbolti 2. ágúst 2022 21:45
Ef ég fór yfir strikið þá bið ég bara dómarann afsökunar „Við erum ofboðslega ánægðir með sigurinn, þetta eru mjög dýrmæt stig fyrir okkur. Það að vinna 1-0 er alltaf gott,“ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir 1-0 sigur á KA á Akureyri en þetta var fyrsti sigur KR í 66 daga í deild. Sport 2. ágúst 2022 21:07
Elías Rafn og félagar í erfiðri stöðu eftir stórt tap Elías Rafn Ólafsson og félagar hans í danska liðinu Midtjylland máttu þola 4-1 tap er liðið heimsótti Benfica í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 2. ágúst 2022 20:51
Leicester hafnar betrumbættu boði Newcastle í Maddison Enska úrvalsdeildarfélagið Leicester hefur hafnað nýju og betrumbættu boði Newcastle í enska miðjumanninn James Maddison. Enski boltinn 2. ágúst 2022 18:31
Flest niðrandi ummæli um leikmenn Manchester United Einu sinni á hverjum fjórum mínútum eru niðrandi ummæli um leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu birt á Twitter, en það eru leikmenn Manchester United sem fá verstu útreiðina. Enski boltinn 2. ágúst 2022 17:46