Settur til hliðar vegna ummæla um drottninguna Fyrrum knattspyrnumaðurinn Trevor Sinclair hefur verið sendur í leyfi vegna ummæla sinna á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar sagði hann að fólk dökkt að hörund ætti ekki að syrgja drottninguna. Enski boltinn 9. september 2022 16:30
Bestu mörkin: Stórleikurinn, umspilið og Meistaradeild Evrópu Í nýjasta upphitunarþætti Bestu markanna fór Helena Ólafsdóttir yfir víðan völl með Mist Edvardsdóttur og Örnu Sif Ásgrímsdóttur sem farið hafa á kostum með Val í Bestu deildinni í fótbolta í sumar. Fótbolti 9. september 2022 15:54
„Held að það sé mjög mikill séns þarna“ Valsvarnarmúrinn, sem þær Mist Edvardsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir hafa mótað svo myndarlega í sumar, telur líklegast að Ísland muni mæta Belgíu frekar en Portúgal í umspilsleiknum um sæti á HM kvenna í fótbolta. Fótbolti 9. september 2022 15:33
„Svo halda allir of fljótt að það verði bara hægt að vinna Ísland“ Þjálfari Belgíu segir að liðsins bíði erfitt verkefni við að komast á HM kvenna í fótbolta. Liðið þarf að slá út Portúgal og Ísland til að ná því. Fótbolti 9. september 2022 15:02
Segir að Liverpool hefði frekar átt að kaupa Toney Liverpool hefði frekar átt að kaupa Ivan Toney en Darwin Nunez. Þetta segir stjórnarformaður Peterborough United, Darragh MacAnthony. Enski boltinn 9. september 2022 13:31
Er Mourinho loks að renna á afturendann? Chelsea, Barcelona og Udinese. Þessi áhugaverða þrenning inniheldur þau félög sem José Mourinho hefur þurft að þola stærstu töpin gegn á þjálfaraferli sínum. Er komið að því sem allir knattspyrnuáhugamenn hafa beðið eftir í eitt og hálft ár? Er José Mourinho að renna á afturendann með enn eitt liðið? Chelsea árið 2015. Manchester United árið 2018. Tottenham Hotspur árið 2021 og nú Roma árið 2022? Fótbolti 9. september 2022 12:30
Stelpurnar okkar þurfa að fara til Portúgals eða Belgíu Nú er orðið ljóst hver andstæðingur Íslands verður í seinni hluta umspilsins í Evrópu um sæti á HM kvenna í fótbolta, sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Fótbolti 9. september 2022 11:40
Heimir í viðræður við HB Knattspyrnuþjálfarinn Heimir Guðjónsson gæti mögulega verið á leið aftur til starfa í Færeyjum þar sem hann starfaði við afar góðan orðstír. Fótbolti 9. september 2022 11:31
Hætt við mínútu þögn í Skotlandi vegna óláta áhorfenda Áhorfendur sem gerðu sér ferð á Tynecastle-völlinn í Edinborg að sjá leik Hearts og Istanbul Basaksehir í gærkvöld höfðu lítinn áhuga á að virða minningu Elísabetar II Bretadrottningar. Fyrirhuguð mínútu þögn varð kaótísk. Fótbolti 9. september 2022 11:00
Ekkert spilað á Englandi um helgina Öllum fyrirhuguðum íþróttaviðburðum á Englandi um helgina hefur verið frestað. Því verða engir leikir í enska boltanum. Enski boltinn 9. september 2022 10:43
Utan vallar: Ógeðslega ósanngjarnt Ég botna ekki í því hvert alþjóðafótboltinn er að stefna með því að láta heppni ráða svona miklu um það hvaða þjóðir komast á stórmót, eins og raunin er farin að vera varðandi umspil í Evrópu. Ætli Ísland verði aftur eins óheppið í dag og árið 2020? Fótbolti 9. september 2022 09:32
Bróðir Pogbas segist vera saklaus og ætlar ekki að afhjúpa neitt Lögmaður Mathias Pogba hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem skjólstæðingur hans hafi ekki verið viðriðinn fjárkúgun á hendur Paul Pogba og hann vilji lægja öldurnar milli þeirra bræðra. Fótbolti 9. september 2022 09:00
Úkraínski Neymar mígur utan í Arsenal Úkraínski kantmaðurinn Mykhaylo Mudryk, sem sló í gegn í sigri Shakhtar Donetsk á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn, hefur gefið Arsenal hressilega undir fótinn. Enski boltinn 9. september 2022 08:30
Veit ekki hvaða stöðu eigin leikmaður spilar Lucien Favre, knattspyrnustjóri Nice, virtist ekki vita hvaða stöðu Ross Barkley, nýjasti leikmaður franska liðsins, spilar er hann var spurður út í það á blaðamannafundi. Fótbolti 9. september 2022 08:01
Gerði allt vitlaust með að segja að svart fólk ætti ekki að syrgja drottninguna Trevor Sinclair, fyrrverandi landsliðsmaður Englands í fótbolta, var harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um að fólk sem er dökkt á hörund ætti ekki að syrgja Elísabetu II Bretadrottningu sem féll frá í gær, 96 ára að aldri. Enski boltinn 9. september 2022 07:30
Umboðsmenn þénuðu tæpa 70 milljarða í sumarglugganum Umboðsmenn knattspyrnumanna þurfa margir hverjir ekki að hafa áhyggjur af því að eiga ekki fyrir salti í grautinn á næstunni. Samkvæmt alþjóðaknattspyrnusambandinu FIFA þénuðu þeir tæplega 431 milljón punda í félagsskiptaglugga sumarsins sem lokaði í seinustu viku. Enski boltinn 9. september 2022 07:00
West Ham snéri taflinu við | Coquelin hetja Villarreal í sjö marka leik Sambandsdeild Evrópu hófst með pompi og prakt í kvöld þegar alls 16 leikir fóru fram í öllum riðlum keppninnar. Fótbolti 8. september 2022 21:47
Þýska toppliðið marði sigur og lærisveinar Mourinho töpuðu Evrópudeild UEFA í knattspyrnu hófst í kvöld með heilli umferð, en alls fóru 16 leikir fram. Þýska toppliðið Freiburg vann nauman 2-1 sigur gegn Qarabag frá Aserbaídsjan á meðan lærisveinar Jose Mourinho í Roma töpuðu 2-1 gegn Ludogorets Razgrad. Fótbolti 8. september 2022 21:19
Umdeild vítaspyrna batt enda á sigurgöngu United Eftir fjóra sigurleiki í röð mátti enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United þola 0-1 tap er liðið tók á móti Real Sociedad í fyrstu umferð E-riðils Evrópudeildarinnar í fótbolta í kvöld. Fótbolti 8. september 2022 20:56
Ólíklegt að leikið verði á Englandi um helgina Eftir andlát Elísabetar II Bretlandsdrottningar í dag þykir afar ólíklegt að leikir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, sem og neðri deildum landsins, muni fara fram. Enski boltinn 8. september 2022 20:31
Nketiah tryggði Skyttunum sigurinn Arsenal er talið líklegasta liðið til að vinna Evrópudeildina í fótbolta á þessari leiktíð og Skytturnar hófu tímabilið á 1-2 sigri gegn FC Zurich í kvöld. Fótbolti 8. september 2022 18:50
Alfons og félagar misstu niður sigur í Evrópudeildinni Alfons Sampsted og félagar hans í norska meistaraliðinu Bodö/Glimt þurftu að sætta sig við 1-1 jafntefli er liðið heimsótti PSV Eindhoven í fyrstu umferð riðlakeppninnar í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. Fótbolti 8. september 2022 18:42
Stefán Teitur og félagar hófu Sambandsdeildina á tapi Stefán Teitur Þórðarson og félagar hans í danska liðinu Silkeborg þurftu að sætta sig við 1-0 tap er liðið heimsótti Anderlect til Belgíu í fyrstu umferð riðlakeppninnar í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 8. september 2022 18:36
Starfslið Brighton rúið inn að skinni | Leikmaður tekur við Brighton Hove & Albion missti ekki ekki aðeins aðalþjálfara sinn Graham Potter til Chelsea í dag, heldur lungann úr starfsliði aðalliðs félagsins. Leikmaður félagsins er í tveggja manna teymi sem mun stýra liðinu um helgina. Enski boltinn 8. september 2022 16:46
Brynjar Björn valinn þjálfari mánaðarins í Svíþjóð Brynjar Björn Gunnarsson var valinn þjálfari mánaðarins í sænsku B-deildinni en lærisveinar hans í Örgryte hafa fjarlægst fallsvæðið með góðum árangri í ágúst-mánuði. Fótbolti 8. september 2022 16:31
Bendtner stofnar rafíþróttalið: Counter-Strike hjálpaði honum í Covid Nicklas Bendtner, fyrrum danskur landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður Arsenal, hefur stofnað rafíþróttafélag og ætlar sér að keppa við þá bestu í Danmörku og jafnvel víðar. Hann segist hafa komist inn í rafíþróttaheiminn á meðan kórónuveiran hélt honum innandyra. Fótbolti 8. september 2022 16:02
Kaupin á Walsh gætu markað vatnaskil í kvennafótboltans Keira Walsh varð í gær dýrasti leikmaður í sögu kvennafótboltans í gær. Vissulega er um að ræða dropa í hafið er kemur að kaupum og sölum á leikmönnum karla megin en þó er talið að kaup Barcelona á miðjumanni Manchester City geti markað tímamót. Fótbolti 8. september 2022 15:16
Chelsea staðfestir fimm ára samning við Potter Graham Potter hefur skrifað undir fimm ára samning sem nýr þjálfari Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Skiptin hafa legið í loftinu frá því að Thomas Tuchel var sagt upp störfum í gærmorgun. Enski boltinn 8. september 2022 15:00
„Munum aldrei hætta að syrgja brottför Messi“ Xavi Hernández, þjálfari karlaliðs Barcelona í fótbolta, segir að félagið jafni sig seint á brottför Lionels Messi til Parísar. Þörf sé þó á því að líta til framtíðar. Fótbolti 8. september 2022 14:00
Hefur fengið fleiri gul en hann hefur skorað af mörkum síðan hann yfirgaf England Enska úrvalsdeildarfélagið Wolverhampton Wanderers hefur samið við Diego Costa um að leika með liðinu út leiktíðina. Það vekur sérstaka athygli þar sem framherjinn geðþekki hefur nælt í fleiri gul spjöld en hann hefur skorað af mörkum síðan hann fór frá Chelsea árið 2017. Enski boltinn 8. september 2022 13:31
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti