Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Bayern búið að selja Sanches

Þegar Renato Sanches var að koma fram á sjónvarsviðið voru margir sem spáðu honum glæstri framtíð í knattspyrnuheiminum. Það hefur ekki gengið eftir og nú er Bayern Munchen búið að losa sig við leikmanninn.

Fótbolti
Fréttamynd

Keflavík upp í 5.sætið

Keflavík vann góðan útisigur á Þrótturum í Inkasso-deildinni knattspyrnu í kvöld. Bæði lið sigla fremur lygnan sjó þó Þróttarar geti ekki kvatt falldrauginn alveg strax.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fjölnir missteig sig í Ólafsvík

Víkingur frá Ólafsvík vann góðan sigur á toppliði Fjölnis í 18.umferð Inkasso-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Þrátt fyrir tapið er Fjölnir enn efstir í deildinni þegar fjórar umferðir eru eftir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Markalaust hjá Darmstadt

Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn hjá Darmstadt sem gerði markalaust jafntefli gegn Dynamo Dresden í næst efstu deildinni í þýska boltanum í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Xabi Alonso elskar ennþá Liverpool

"Einu sinni Liverpool maður alltaf Liverpool maður,“ sagði Xabi Alonso í viðtali við breska ríkisútvarpið. Spánverjinn samgladdist sínu gamla félagi síðasta vor þegar Liverpool vann Meistaradeildina en því hafði Liverpool ekki náð síðan að Xabi Alonso lék lykilhlutverk á miðju liðsins.

Enski boltinn
Fréttamynd

Stór spurning og mörg svör

Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U-19 ára landsliðs Íslands, valdi í gær hóp til æfinga í september. Hann segir ekkert eitt rétt svar til við spurningunni hvort leikmenn fari of snemma í atvinnumennsku.

Fótbolti