Ronaldo sendur í tveggja vikna sóttkví Cristiano Ronaldo komst loksins til Ítalíu í gær eftir að hafa verið fastur í Portúgal um helgina þar sem flugvél hans fékk ekki að taka á loft frá Madríd þar sem hún var staðfest. Fótbolti 6. maí 2020 08:00
Fyrrum samherji Sterling hjá Liverpool segir að félagið hafi hent honum undir rútuna Ryan McLaughlin, sem var á mála hjá Liverpool frá árinu 2011 til 2016, segir að félagið hafi hent Raheem Sterling undir rútuna þegar hann va einungis sautján ára gamall. Fótbolti 6. maí 2020 07:31
Dagskráin í dag: Teitur gerir upp ferilinn og úrslitaleikur í Vodafone-deildinni Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Sport 6. maí 2020 06:00
Veðurbarinn Rúnar: „Æfingar eins og þegar ég var ungur“ Það blés verulega á Rúnar Kristinsson, þjálfara KR, er Rikki G kíkti á æfingu KR í gær en Íslandsmeistararnir voru þá að undirbúa sig undir sína fyrstu æfingu sem lið í tæpa tvo mánuði, eftir að aflétt hafði verið á samkomubanninu. Fótbolti 5. maí 2020 23:00
Brynjari þykir vænst um tímann hjá Stoke og Reading Fyrrum knattspyrnumaðurinn og nú þjálfarinn, Brynjar Björn Gunnarsson, segir að það sem standi upp úr á hans ferli í atvinnumennsku sé tíminn hjá ensku félögunum Stoke og Reading. Fótbolti 5. maí 2020 22:00
Anna Björk í viðræðum við KR: „Rómantík að fara í uppeldisfélagið“ Anna Björk Kristjánsdóttir, sem lék í vetur með PSV í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, mun að öllum líkindum leika í Pepsi Max-deild kvenna í sumar en þetta staðfesti hún í Sportinu í dag. Fótbolti 5. maí 2020 21:00
Segir HK með veikari hóp í ár: Var á leið til Englands að skoða leikmenn Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, segir að leikmannahópur liðsins sé veikari í ár en í fyrra. Liðið sé með svipað lið en ekki sé mikil breidd. Hann var á leið til Englands að skoða leikmenn er kórónuveiran skall á. Fótbolti 5. maí 2020 20:00
Krakkarnir eins og beljur á svelli | Sendur í sóttkví út af pabba Þórður Einarsson, knattspyrnuþjálfari í Þrótti, segir mikla gleði hjá iðkendum félagsins að geta loksins byrjað að æfa á nýjan leik eftir að höftum um samkomubann var létt í gær. Guðjón Guðmundsson leit við í Laugardalnum. Fótbolti 5. maí 2020 19:34
Tveir leikmenn Villa treysta sér mögulega ekki til þess að spila fari úrvalsdeildin aftur af stað Dean Smith, stjóri Aston Villa sem er í harðri fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni, segir að félagið gæti verið án tveggja leikmanna byrji enski boltinn á nýjan leik á tímum kórónuveirunnar og hræðist hann öryggi þeirra sem koma að félögunum byrji boltinn á Englandi að rúlla. Fótbolti 5. maí 2020 18:00
Mbappe sagður vilja skrifa Real Madrid inn í nýja PSG samninginn sinn Leiðir Kylian Mbappe og Real Madrid gætu legið samaní framtíðinni þökk sé forsjálni franska framherjans í samningagerð. Fótbolti 5. maí 2020 17:00
„Ef þú ert með Zlatan í liði viltu ekki bregðast honum“ Síðasta mánuðinn hefur Aron Jóhannsson æft með Zlatan Ibrahimovic hjá Hammarby. Fótbolti 5. maí 2020 16:04
FH og Þróttur R. fá styrk frá UEFA í gegnum KSÍ Valnefnd frá Knattspyrnusambandi Evrópu valdi tvö íslensk verkefni til að vera í hópi þeirra sex sem fengu styrk frá UEFA að þessu sinni. Íslenski boltinn 5. maí 2020 12:36
Evra: Ronaldo var á leiðinni aftur til United rétt áður en Ferguson hætti Patrice Evra, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Sir Alex Ferguson hafði hugsað sér að fá Cristiano Ronaldo aftur til félagsins skömmu áður en hann hætti sumarið 2013. Þetta sagði Evra í samtali við hlaðvarp United. Fótbolti 5. maí 2020 10:30
Gary Neville búinn að ákveða hvernig hann ætlar að stríða Liverpool mönnum Liverpool liðið verður væntanlega krýnt enskur meistari 2020 hvort sem tímabilið verður klárað eða ekki. Einn harður Manchester United maður er pottþéttur á því hvað það mun þýða fyrir sögubækurnar. Enski boltinn 5. maí 2020 09:00
Hálfleikarnir mögulega styttri en 45 mínútur fari boltinn aftur að rúlla á Englandi Gordon Taylor, framkvæmdarstjóri samtaka knattspyrnumanna á Englandi, segir að það verði mögulegar styttri hálfleikar á Englandi fari boltinn aftur að rúlla á næstu vikum. Fótbolti 5. maí 2020 08:48
Ætla að sýna leiki á Englandi í beinni á YouTube Fari enska úrvalsdeildin aftur að rúlla er ljóst að einhverjir leikir muni verða í beinni útsendingu á YouTube, að minnsta kosti á Englandi, en þetta segir í frétt Daily Mail í morgun. Fótbolti 5. maí 2020 08:30
Gengi Michael Owen í enska boltanum hvatti Aguero til dáða sem man enn eftir markinu magnaða á HM 1998 Sergio Aguero, framherji Englandsmeistara Manchester City, segir að hann hafi litið mikið upp til Michael Owen á sínum yngri árum og segist muna eftir mögnuðu marki sem Owen skoraði á HM 1998. Fótbolti 5. maí 2020 07:00
„Frábær tími hjá Barcelona en Arsenal á stað í hjarta mínu“ Það var alvöru spekingaspjall á Instagram í gær er þeir Thierry Henry og Sergio Aguero fóru yfir stöðuna. Þeir eru báðir samningsbundnir Puma og þetta var hluti af herferð fatamerkisins. Fótbolti 4. maí 2020 22:00
Jónatan framlengir við FH Jónatan Ingi Jónsson hefur skrifað undir eins árs framlengingu á samningi sínum við FH og gildir þar af leiðandi samningur hans út tímabilið 2021. Fótbolti 4. maí 2020 21:39
Lloris um að blása tímabilið af á Englandi: „Yrði grimmt gagnvart Liverpool“ Hugo Lloris, fyrirliði Tottenham, segir að það væri grimmt gagnvart Liverpool ef deildin yrði blásin af vegna kórónuveirufaraldursins sem nú ríður yfir heiminn og hefur sett flest allrar íþróttir í heiminum öllum á ís. Fótbolti 4. maí 2020 21:30
Verða af rúmlega hundrað milljónum króna ef flautað verður af í Danmörku Eins og Vísir greindi frá í dag þá á danska úrvalsdeildarfélagið í knattspyrnu, Hobro, á þeirri hættu að verða gjaldþrota ef ekki verður byrjað að spila í Danmörku fyrir sumarfrí. Að sögn stjórnarformanns félagsins verður liðið af fimm milljónum danskra króna verði allt blásið af. Fótbolti 4. maí 2020 21:02
Segir Kane mögulega ekki lengur með hugann við verkefnið hjá Tottenham Dimitar Berbatov, fyrrum framherji bæði Manchester United og Tottenham, segir að Harry Kane gæti fetað í sömu fótspor og Berbatov gerði á sínum tíma; að færa sig frá Tottenham yfir til Manchester United til þess að vinna bikara. Fótbolti 4. maí 2020 19:30
Hvetur United til að taka ákvörðun varðandi Pogba svo næsta tímabil verði ekki annar „sirkus“ Paul Ince, sem varð í tvígang enskur meistari, segir að Manchester United þurfi að gera upp við sig hvað þeir ætli að gera við Paul Pogba og segir mikinn mun á komu Pogba og Bruno Fernandes til félagsins. Fótbolti 4. maí 2020 18:04
KSÍ semur við þrjú erlend fyrirtæki Knattspyrnusamband Íslands tilkynnti um það í dag að sambandið hafi gert þriggja ára samning við þrjú erlend fyrirtæki. Fótbolti 4. maí 2020 17:00
Ferguson besti stjóri allra tíma að mati Four Four Two Í nýjasta tölublaði fótboltatímaritsins Four Four Two var Sir Alex Ferguson valinn besti knattspyrnustjóri allra tíma. Enski boltinn 4. maí 2020 16:30
Víkingar í algjörum sérflokki hvað varðar spilatíma ungra leikmanna Ungir leikmenn í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu fengu flest tækifæri hjá Víkingum í fyrrasumar. Íslenski boltinn 4. maí 2020 15:30
Tíu menn í þýsku deildunum komu jákvæðir út úr kórónuveiruprófi Þjóðverjar vinna nú markvisst af því að byrja aftur að spila í efstu tveimur deildunum sínum en það eru samt smit meðal leikmanna deildanna. Fótbolti 4. maí 2020 14:45
Karius riftir samningi sínum við Besiktas og fer aftur til Liverpool Þjóðverjinn snýr aftur til Liverpool sem hann hefur ekki leikið með frá því í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2018. Enski boltinn 4. maí 2020 13:17
Gjaldþrota ef ekki verður byrjað að spila í Danmörku fyrir sumarfrí Danska úrvalsdeildarfélagið Hobro verður gjaldþrota ef boltinn í dönsku úrvalsdeildinni byrjar ekki að rúlla fyrir sumarfrí. Þetta staðfseti Lars Kühnel, stjórnarformaður félagsins, í samtali við Nordjyske. Fótbolti 4. maí 2020 12:00
Endaði sem þjálfari Víkings eftir að hafa hitt formanninn á bar Knattspyrnuþjálfarinn Logi Ólafsson segir að hann hafi endað sem þjálfari Víkinga árið 1990 eftir að hafa hitt formann knattspyrnudeildar félagsins á bar. Hann greindi frá þessu í þættinum Sportinu í kvöld. Fótbolti 4. maí 2020 11:00