Lars Lagerbäck hættur með landsliðinu Sænski þjálfarinn Lars Lagerbäck er ekki lengur hluti af þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Fótbolti 25. ágúst 2021 13:41
Biðu fram á síðustu stundu en töldu Aron ekki leikhæfan „Því miður er Aron bara ekki leikhæfur,“ segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari um fjarveru Arons Einars Gunnarssonar fyrirliða í komandi landsleikjum. Fótbolti 25. ágúst 2021 13:28
Landsliðshópurinn klár: Andri Lucas, Patrik og Mikael Egill með en ekki Aron Einar Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta hefur tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í byrjun september í undankeppni HM í Katar. Fótbolti 25. ágúst 2021 13:09
Svona var blaðamannafundur KSÍ Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Laugardal í dag þar sem þeir tilkynntu hópinn fyrir næstu leiki í undankeppni HM karla í fótbolta. Fótbolti 25. ágúst 2021 12:32
Kane áfram hjá Tottenham Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur og enska landsliðsins í knattspyrnu, verður áfram í herbúðum félagsins. Hann greinir sjálfur frá þessu á samfélagsmiðlum sínum. Enski boltinn 25. ágúst 2021 11:54
Hyypia lét kveikja í sér á hátíð Hvað ætli Liverpool-goðsögnin Sami Hyypiä sé að gera þessa dagana? Kappinn gekk alla vega um í ljósum logum á tónlistarhátíð í Finnlandi um helgina. Fótbolti 25. ágúst 2021 11:30
Valskonur geta orðið meistarar í tólfta sinn í kvöld Valskonur eiga góða möguleika á að fagna Íslandsmeistaratitli í kvöld þegar þær mæta botnliði Tindastóls á Hlíðarenda í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. Íslenski boltinn 25. ágúst 2021 10:31
Forseti Nice sakar leikmenn Marseille um lygar Jean-Pierre Rivere, forseti franska knattspyrnu liðsins Nice, hefur sakað leikmenn Marseille um lygar í kjölfar látanna sem urðu í leik liðanna um liðna helgi Hann telur leikmenn liðsins ekki hafa verið með nein för á hálsi eftir stuðningsfólk Nice. Fótbolti 25. ágúst 2021 10:00
Real tilbúið að bjóða 200 milljónir evra í Mbappé Það virðist sem Real Madrid sé tilbúið að henda öllu sem það á til þess að fá hinn 22 ára gamla Kylian Mbappé, leikmann París Saint-Germain og franska landsliðsins, í sínar raðir. Fótbolti 25. ágúst 2021 09:01
Stuðningssveit Blika biður Þórsara um hjálp Kópacabana, stuðningsmannasveit Breiðabliks, hefur beðið um aðstoð fyrir leikinn mikilvæga gegn KA í kvöld. Sveitin hefur beðið gallharða Þórsara um að mæta með sér í stúkuna og styðja við bakið á Blikum er liðið mætir á Greifavöll í dag. Íslenski boltinn 25. ágúst 2021 08:01
Ensku úrvalsdeildarfélögin munu ekki leyfa leikmönnum sínum að fara í landsliðsverkefni til rauðra landa Forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar segja að félögin innan deildarinnar hafi tekið einhliða ákvörðun um að hleypa leikmönnum ekki í landsliðsverkefni til landa sem eru rauð á ferðalista Bretlands. Enski boltinn 25. ágúst 2021 07:30
Real Madrid með risatilboð í Mbappé Samkvæmt hinum ýmsu fjölmiðlum hefur spænska stórveldið Real Madrid boðið 137 milljónir punda í franska framherjann Kylian Mbappé. Fótbolti 24. ágúst 2021 23:00
Afganska kvennalandsliðið flutt frá Kabúl með hjálp ástralskra yfirvalda Í dag voru leikmenn afganska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fluttir með flugi frá Kabúl, höfuðborg Afanistan. Alþjóðlegu leikmannasamtökin FIFPRO, þökkuðu áströlsku yfirvöldum fyrir að gera flutninginn mögulegan. Fótbolti 24. ágúst 2021 22:31
Hádramatískar lokamínútur í Lengjudeild karla Öllum fimm leikjum dagsins í Lengjudeild karla er nú lokið eftir að flautað var til leiksloka í leikjum Gróttu og Grindavíkur annars vegar, og Þróttar og Fram hinsvegar. Grótta vann 2-1 með sigurmarki á sjöttu mínútu uppbótartíma og Þróttur tryggði sér 2-2 jafntefli með marki á fjórðu mínútu uppbótartíma. Fótbolti 24. ágúst 2021 21:26
Átta af níu úrvalsdeildarliðum áfram í næstu umferð enska deildarbikarsins eftir leiki kvöldsins Það voru 22 leikir á dagskrá í 2. umferð enska deildarbikarsins í kvöld. Níu úrvalsdeildarlið voru í eldlínunni og komust þau öll áfram, nema Crystal Palace, sem féll úr leik gegn Watford. Jón Daði Böðvarsson og félagar hans í Millwall eru einnig komnir áfram í næstu umferð. Enski boltinn 24. ágúst 2021 21:05
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 1-0 | Hildigunnur þrumaði yfir Fylki Fylkir er áfram í fallsæti eftir 1-0 tap gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í Garðabæ í kvöld, þegar liðin eiga aðeins þrjá leiki eftir á tímabilinu. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði sigurmark leiksins. Íslenski boltinn 24. ágúst 2021 20:50
Tíu leikmenn Everton björguðu sér fyrir horn gegn B-deildarliði Huddersfield Huddersfield og Everton mættust í 2. umferð ensku deildabikarkeppninnar í fótbolta klukkan í kvöld. Andros Townsend var hetja Everton manna eftir að liðið hafði þurft að spila manni færri seinasta hálftímann. Enski boltinn 24. ágúst 2021 20:41
„Ákveðið að djamma svolítið í kvöld og það tókst“ Kristján Guðmundsson var í ákveðnum „djammgír“ eftir 1-0 sigur Stjörnunnar gegn Fylki í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Sigurinn var afar verðskuldaður en Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði sigurmarkið þegar korter var til leiksloka með föstu skoti utan teigs. Íslenski boltinn 24. ágúst 2021 20:38
Kórdrengir, Selfyssingar og Vestri með heimasigra í Lengjudeildinni Fimm leikir fara fram í Lengjudeild karla í dag og nú er þrem þeirra lokið. Tíu leikmenn Kórdrengja héldu út gegn Þór frá Akureyri og unnu 2-0. Selfyssingar eru að hrista af sér falldrauginn eftir 3-0 sigur gegn Aftureldingu og Vestri vann góðan 2-0 sigur gegn botnliði Víkinga frá Ólafsvík. Fótbolti 24. ágúst 2021 20:14
Kristinn framlengir til ársins 2023 Kristinn Steindórsson hefur framlengt samning sinn við Breiðablik til ársins 2023. Þetta kemur fram á samfélagsmiðlum félagsins í dag. Íslenski boltinn 24. ágúst 2021 19:30
Simon Kjær og dönsku læknarnir verðlaunaðir fyrir að bjarga lífi Eriksen Danski landsliðsfyrirliðinn Simon Kjær, og læknateymið sem bjargaði lífi Christian Erikesen þegar hann fór í hjartastopp í leik danska landsliðsins gegn Finnum á Evrópumótinu í sumar, hljóta Forsetaverðlaun UEFA í vikunni. Fótbolti 24. ágúst 2021 19:01
Rúnar Alex sagður vilja komast burt frá Arsenal Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Arsenal og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er sagður vilja komast burt frá félagsliði sínu. Enski boltinn 24. ágúst 2021 18:00
Miðjumaður Spánarmeistara Atlético orðaður við Man Utd og Chelsea Það virðist nær öruggt að Saúl Ñíguez, miðjumaður Spánarmeistara Atlético Madríd, yfirgefi félagið áður en félagaskiptiglugginn lokar í Evrópu þann 2. september. Saúl er sterklega orðaður við bæði Manchester United og Chelsea. Enski boltinn 24. ágúst 2021 16:31
Dyche hnýtir í Klopp: „Óþarfi að nefna leikmennina“ Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, er afar ósáttur við ummæli Jürgens Klopp, stjóra Liverpool, um grófan leik sinna manna. Enski boltinn 24. ágúst 2021 16:00
Magni orðaður við starf íþróttastjóra Start Magni Fannberg er meðal þeirra sem er orðaður við stöðu íþróttastjóra hjá norska B-deildarliðinu Start. Fótbolti 24. ágúst 2021 15:30
Róbert Orri fór meiddur til Montreal og verkirnir hættu ekki Það verður bið á því að knattspyrnumaðurinn Róbert Orri Þorkelsson leiki sína fyrstu leiki fyrir kanadíska félagið Montreal í MLS-deildinni. Hann verður frá keppni næstu 2-3 mánuðina. Fótbolti 24. ágúst 2021 15:18
Enginn skorað fleiri úrvalsdeildarmörk fyrir West Ham en fyrrum hægri bakvörðurinn Antonio Michael Antonio skoraði tvívegis í 4-1 sigri West Ham United á Leicester City í gærkvöld. Hann hefur nú skorað 49 mörk fyrir West Ham United í ensku úrvalsdeildinni og er þar af leiðandi markahæsti leikmaður Hamranna í deild þeirra bestu á Englandi. Það er síðan hún var sett á laggirnar árið 1992. Enski boltinn 24. ágúst 2021 15:01
Fyrsti landsliðshópurinn frá handtöku Gylfa tilkynntur á morgun Arnar Þór Viðarsson hefur eflaust þurft að brjóta heilann um ýmislegt fyrir val sitt á landsliðshópi karla í fótbolta. Hann verður tilkynnur á morgun en Ísland mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM í byrjun september. Fótbolti 24. ágúst 2021 13:33
Eldskírn í bakverði í sex stiga fallslag: „Var bara frábær í þessum leik“ Hinn ungi og efnilegi Óli Valur Ómarsson lék í stöðu hægri bakvarðar í fallslag Stjörnunnar og Fylkis í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Óli Valur, sem leikur vanalega mun framar á vellinum, stóð sig með sóma en farið var yfir frammistöðu hans í Stúkunni að leik loknum. Íslenski boltinn 24. ágúst 2021 13:00
Enskt lið á að hafa boðið í Mbappé Samkvæmt fréttamiðlinum Football Daily, sem flytur fréttir úr heimi fótboltans allan liðlangan daginn, ku enskt úrvalsdeildarfélag hafa boðið í franska sóknarmanninn Kylian Mbappé. Enski boltinn 24. ágúst 2021 12:30