Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Kennir „hræðilegri skammsýni“ bæjaryfirvalda um vanda Blika

„Því miður er það hræðileg skammsýni bæjarfulltrúa í bæjarráði Kópavogs sem veldur því að Kópavogsvöllur stenst ekki kröfur UEFA.“ Þetta segir Pétur Hrafn Sigurðsson í grein þar sem hann gagnrýnir bæjaryfirvöld í Kópavogi vegna aðstöðuleysis meistaraflokka Breiðabliks í Evrópukeppnum í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Elín Metta getur ekki mætt Hollandi

Svava Rós Guðmundsdóttir hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðshópinn í fótbolta sem hefur í vikunni undirbúning fyrir leikinn við Evrópumeistara Hollands.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þið takið þær hundrað prósent“

Ásta Eir Árnadóttir tók sér stutta pásu frá störfum sínum á markaðsdeild IKEA í hádeginu til að sjá hvaða stórliðum hún mætir í Meistaradeild Evrópu í vetur. Hún var nokkuð hress eftir að Blikar drógust gegn Paris Saint-Germain, Real Madrid og Kharkiv frá Úkraínu.

Fótbolti
Fréttamynd

Breiða­blik og heima­völlurinn

Kvennalið Breiðabliks hefur skrifað nafn sitt í knattspyrnusögu landsins með því að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu þar sem 16 bestu knattspyrnulið álfunnar leika.

Skoðun
Fréttamynd

Stefnan er að fara út

Þór/KA og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á Salt-Pay vellinum á Akureyri í dag. Lokaumferðin var kláruð í dag og höfðu norðankonur ekki upp á mikið að spila en gátu þó með hagstæðum úrslitum farið upp um eitt til tvö sæti. Keflavík var nánast sloppið við fall og tryggði það endanlega með stigi í dag.

Íslenski boltinn