Albert tryggði AZ Alkmaar sigur í Sambandsdeildinni Albert Guðmundsson og félagar hans eru á toppi D-riðils í Sambandsdeild Evrópu eftir 1-0 sigur gegn Jablonec. Albert skoraði eina mark leiksins. Fótbolti 30. september 2021 18:36
Þvertekur fyrir ofbeldi og óskar eftir skýrslutöku um kvöld í Kaupmannahöfn Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, fordæmir þá ákvörðun að hann verði ekki í leikmannahópi fyrir komandi landsleiki. Hann telur að KSÍ hafi sett hann til hliðar vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi“ og þvertekur fyrir að beitt ofbeldi. Innlent 30. september 2021 17:52
Maður dæmdur í fangelsi fyrir kynþáttaníð gagnvart leikmanni Dómstóll í Birmingham dæmdi fimmtugan mann í fangelsi fyrir framkomu sína á fótboltaleik. Enski boltinn 30. september 2021 15:31
Koeman: Ekki hægt að bera þetta lið við Barcelona lið fyrri tíma Ronald Koeman, þjálfari Barcelona, situr líklegast í heitasta þjálfarastólnum í evrópska fótboltanum í dag en liðið hans steinlá 3-0 á móti Benfica í Meistaradeildinni í gær og er bæði stigalaust og markalaust efir tvo leiki í keppninni. Fótbolti 30. september 2021 14:31
Arnar: Kári hefði verið í hópnum ef að Víkingarnir væru ekki svona góðir Kári Árnason var ekki valinn í landsliðshópinn í dag fyrir leiki á móti Armeníu og Liechtenstein. Hann spilaði einn af þremur leikjum í síðasta verkefni en framundan eru bikarleikir með Víkingum, undanúrslit á laugardag og svo bikarúrslit eftir landsleikjagluggann. Fótbolti 30. september 2021 13:56
Tveir synir Eiðs Smára í hópnum: Þurfa ekki að klæðast landsliðstreyju til að gera mig stoltan af þeim Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er með tvo syni sína í landsliðshópnum fyrir leikina á móti Armeníu og Liectenstein í undankeppni HM. Hann var spurður út í strákana sína á blaðamannafundi í dag. Fótbolti 30. september 2021 13:42
Arnar valdi Aron ekki vegna „utanaðkomandi“ ástæðna Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson segir að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum sem hann tilkynnti í dag, fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta. Fótbolti 30. september 2021 13:36
Aron Einar ekki í hópnum en Guðjohnsen-bræður með Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa tilkynnt hvaða leikmenn verða í landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM karla í fótbolta í október. Fótbolti 30. september 2021 13:10
Svona var blaðamannafundur KSÍ Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem hópur íslenska karlalandsliðsins fyrir næstu leiki þess í undankeppni HM 2022 var kynntur. Fótbolti 30. september 2021 12:46
Langt ferðalag rétt fyrir úrslitaleik ef Pablo fagnar á laugardag Eftir að hafa afþakkað það síðustu misseri hefur Pablo Punyed, einn albesti leikmaður Íslandsmeistara Víkings í sumar, ákveðið að þiggja sæti í landsliðshópi El Salador. Liðið spilar þrjá leiki í undankeppni HM í fótbolta dagana 7.-13. október. Fótbolti 30. september 2021 12:30
Enn óvissa um framtíð Hannesar og Heimir vildi ekki tjá sig ummæli hans Enn virðist ríkja fullkomin óvissa um það hvort Hannes Þór Halldórsson komi til með að verja mark Vals á næsta keppnistímabili, þó að samningur hans við félagið gildi fram í október á næsta ári. Íslenski boltinn 30. september 2021 12:01
Var vallarstarfsmaður fyrir ári síðan en afgreiddi Real Madrid í vikunni Ævintýrabragur er yfir óvæntustu stjörnu Meistaradeildarinnar í vikunni. Sebastien Thill tryggði sér fyrirsagnirnar út um allan heim eftir frábært sigurmark sitt á Santiago Bernabeu leikvanginum á þriðjudagskvöldið. Fótbolti 30. september 2021 11:00
Usain Bolt þakkaði Ferguson fyrir að fá Ronaldo aftur til United Fljótasti maður allra tíma, Usain Bolt, var í stúkunni á Old Trafford í gær og sá sína menn í Manchester United vinna dramatískan sigur á Villarreal, 2-1, í Meistaradeild Evrópu. Eftir leikinn þakkaði hann Sir Alex Ferguson fyrir að fá manninn sem skoraði sigurmarkið, Cristiano Ronaldo, aftur til félagsins. Fótbolti 30. september 2021 10:31
Ronaldo tók í gærkvöldi metið af frægasta marki Solskjær Cristiano Ronaldo minnti á sig með dramatískum hætti í gær þegar hann tryggði Manchester United gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Villarreal í Meistaradeildinni. Enski boltinn 30. september 2021 09:31
Hleyptu Leicester City manninum ekki inn í landið Kelechi Iheanacho missir af Evrópudeildarleik Leicester City í dag eftir að hafa verið stöðvaður af landamæravörðum við komuna til Póllands. Enski boltinn 30. september 2021 08:01
Launaþak Barcelona nú aðeins einn sjöundi af launaþaki Real Madrid Lengi getur vont versnað. Leikur Barcelona er hruninn og fjárhagsvandræðin virðast ætla að þrengja enn frekar að liðinu. Nú verður líklegast enn erfiðara fyrir félagið að vera samkeppnishæft við þau bestu í Evrópu eins og krafan er í Barcelona. Fótbolti 30. september 2021 07:30
Aðeins Breiðablik hélt boltanum betur innan liðs en FH Þegar tölfræði Pepsi Max deildar karla skoðuð er margt sem kemur á óvart. Það sem kemur ef til vill hvað mest á óvart er að FH-ingar – sem enduðu í 6. sæti deildarinnar – héldu næstmest í boltann af öllum liðum deildarinnar. Íslenski boltinn 30. september 2021 07:01
Orðinn leikjahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu Cristiano Ronaldo varð í kvöld leikahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu. Hann hefur nú leikið 178 leiki í keppninni. Hélt hann upp á áfangann með því að skora sigurmark Manchester United í dramatískum 2-1 sigri á Villareal. Fótbolti 29. september 2021 23:16
Derby komið á blað og Mitrovic skoraði þrennu Fjöldi leikja fór fram í ensku B-deildinni í kvöld. Derby County vann sigur sem þýðir að liðið er komið með eitt stig en tólf stig voru dregin af félaginu nýverið vegna skuldastöðu þess. Þá skoraði Aleksandar Mitrović þrennu í sigri Fulham og Peterborough United hélt hreinu. Enski boltinn 29. september 2021 23:01
Skilur ekkert í frammistöðu sinna manna „Við vorum ekki nógu beittir í upphafi leiks að mínu mati. Fyrstu 12-15 mínúturnar hefum við getað refsað þeim,“ sagði Thomas Tuchel, hinn þýski þjálfari Chelsea, eftir 1-0 tap liðsins gegn Juventus á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 29. september 2021 22:30
Man City, Arsenal og Chelsea komin í undanúrslit FA bikarsins Ensku stórliðin Manchester City, Arsenal og Chelsea unnu stórsigra í FA-bikar kvenna í fótbolta í kvöld. Enski boltinn 29. september 2021 22:16
Segir sína menn hafa verið heppna en þetta sé einfaldlega það sem gerist á Old Trafford „Þetta er það sem gerist hérna á Old Trafford. Þetta hefur gerst svo oft áður,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, eftir að Cristiano Ronaldo tryggði liðinu 2-1 sigur á Villareal með marki í uppbótartíma er liðin mættust í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 29. september 2021 21:51
Bayern skoraði fimm | Salzburg vann Lille Bayern München vann auðveldan 5-0 sigur á Dynamo Kyiv í Meistaradeild Evrópu i kvöld. Þá vann Salzburg góðan 2-1 sigur á Lille. Fótbolti 29. september 2021 21:30
Upplegg Allegri virkaði og Juventus vann Evrópumeistarana Juventus vann 1-0 sigur á Evrópumeisturum Chelsea er liðin mættust á Allianz-vellinum í kvöld. Sigurmarkið skoraði Federico Chiesa í upphafi síðari hálfleiks. Fótbolti 29. september 2021 21:10
Framtíð Koeman hangir á bláþræði eftir afhroð Börsunga gegn Benfica Eftir tapið fyrir Bayern München í 1. umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þarf Barcelona á sigri að halda gegn Benfica í kvöld. Fótbolti 29. september 2021 21:00
Ronaldo hetja Manchester United gegn Villarreal Cristiano Ronaldo reyndist hetja Manchester United þegar liðinu tókst loksins að vinna Villarreal er þau mættust í F-riðli Meistaradeildar Evrópu. Lokatölur 2-1 heimamönnum í vil þar sem sigurmarkið kom undir lok uppbótartíma. Fótbolti 29. september 2021 21:00
Sigvaldi Björn og Haukur skoruðu í naumum sigri Kielce Sigvaldi Björn Guðjónsson og Haukur Þrastarson léku báðir með Póllandsmeisturum Kielce er liðið lagði HC Motor með einu marki í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta, lokatölur 26-25. Handbolti 29. september 2021 19:16
Atalanta og Zenit á sigurbraut Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. Atalanta vann Young Boys 1-0 á Ítalíu og Zenit St. Pétursborg vann 3-0 sigur á Malmö í Rússlandi. Fótbolti 29. september 2021 18:45
Barbára Sól spilaði allan leikinn er Bröndby sló HB Köge úr bikarnum Barbára Sól Gísladóttir var á sínum stað í byrjunarliði Bröndby er liðið lagði HB Köge í danska bikarnum í fótbolta í kvöld, lokatölur 2-0 Bröndby í vil. Fótbolti 29. september 2021 17:59
Hetjan úr hverfinu framlengir við Fram Jón Þórir Sveinsson, þjálfari karlaliðs Fram í fótbolta, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2024. Frá þessu er greint á vefsíðu félagsins. Íslenski boltinn 29. september 2021 17:31