Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Lærisveinar Steven Gerrard sóttu sín fyrstu stig

Alls fóru fram 14 leikir í Evrópudeild UEFA í dag og í kvöld. Steven Gerrard og lærisveinar hans í Rangers sóttu sín fyrstu stig með 2-0 sigri gegn Brøndby og Napoli hleypti spennu í C-riðil með 3-0 sigri gegn Legia Varsjá svo eitthvað sé nefnt.

Fótbolti
Fréttamynd

Fullkomin byrjun West Ham heldur áfram

West Ham vann í kvöld öruggan 3-0 sigur gegn belgíska liðinu Genk í þegar liðin mættust í Evrópudeildinni. West Ham hefur unnið alla þrjá leiki sína í H-riðli og á enn eftir að fá á sig mark.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þessar eldri eru með blóðið á tönnunum“

„Ég er ekki búin að vera nógu sátt við mig í síðustu leikjum en ég get vonandi sýnt í næstu leikjum hvað býr í mér,“ segir hin 21 árs gamla Alexandra Jóhannsdóttir sem ætlar að láta til sín taka í leiknum mikilvæga gegn Tékklandi annað kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Bulla náði að grípa í treyju Ronaldos

Öryggisverðir á Old Trafford tóku á mikinn sprett og rétt náðu að koma í veg fyrir að fótboltabulla stykki á Cristiano Ronaldo eftir 3-2 sigur Manchester United á Atalanta í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

„Var svolítið týnd í fyrri hálfleik“

Guðný Árnadóttir, leikmaður AC Milan, segist vera klár í að leysa stöðu hægri bakvarðar áfram með íslenska landsliðinu. Hún eigi enn eftir að fínpússa sóknarþáttinn þegar hún spilar þá stöðu.

Fótbolti
Fréttamynd

Chelsea rúllaði yfir Malmö

Chelsea átti ekki í teljandi vandræðum með Malmö er liðin mættust á Brúnni í H-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld, lokatölur 4-0 heimamönnum í vil.

Fótbolti
Fréttamynd

Piqu­e kom Börsungum til bjargar

Þegar neyðin er stærst er Gerard Pique næst. Spænski miðvörðurinn kom Barcelona til bjargar er liðið vann nauman 1-0 sigur á Dynamo Kiev er liðin mættust á Nývangi í Meistaradeild Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

„Stefni klárlega á EM næsta sumar“

Þrátt fyrir vera orðinn 36 ára og á heimleið eftir þrettán ár í atvinnumennsku ætlar Sif Atladóttir ekkert að gefa sæti sitt í landsliðinu eftir og ætlar að spila með því á EM næsta sumar.

Fótbolti