„Setjum þá kröfu á okkur sjálfar að taka þrjú stig“ Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, segir að búast megi við jöfnum og hörðum leik þegar Ísland tekur á móti Tékkum á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2023 á morgun. Fótbolti 21. október 2021 22:30
Lærisveinar Steven Gerrard sóttu sín fyrstu stig Alls fóru fram 14 leikir í Evrópudeild UEFA í dag og í kvöld. Steven Gerrard og lærisveinar hans í Rangers sóttu sín fyrstu stig með 2-0 sigri gegn Brøndby og Napoli hleypti spennu í C-riðil með 3-0 sigri gegn Legia Varsjá svo eitthvað sé nefnt. Fótbolti 21. október 2021 21:23
Albert hafði betur í Íslendingaslag Sambandsdeildarinnar Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar er liðið vann 1-0 sigur gegn Rúnari Má Sigurjónssyni og félögum hans í CFR Cluj í Sambandsdeild Evrópu. Fótbolti 21. október 2021 20:58
Fullkomin byrjun West Ham heldur áfram West Ham vann í kvöld öruggan 3-0 sigur gegn belgíska liðinu Genk í þegar liðin mættust í Evrópudeildinni. West Ham hefur unnið alla þrjá leiki sína í H-riðli og á enn eftir að fá á sig mark. Fótbolti 21. október 2021 20:52
Tottenham í slæmum málum í Sambandsdeildinni Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur heimsótti hollenska liðið Vitesse í þriðju umferð Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Tottenham situr nú í þriðja sæti G-riðils eftir 1-0 tap. Fótbolti 21. október 2021 18:45
Alfons lagði upp er Bodø/Glimt burstaði Roma | Elías Rafn og félagar björguðu stigi gegn toppliðinu Alfons Sampsted lagði upp þriðja mark Bodø/Glimt er liðið vann 6-1 sigur gegn Roma í Sambandsdeild Evrópu og Elías Rafn Ólafsson stóð vaktina í marki Midtjylland gerði 1-1 jafntefli við serbneska liðið Rauðu Stjörnuna í Evrópudeildinni. Fótbolti 21. október 2021 18:37
„Þessar eldri eru með blóðið á tönnunum“ „Ég er ekki búin að vera nógu sátt við mig í síðustu leikjum en ég get vonandi sýnt í næstu leikjum hvað býr í mér,“ segir hin 21 árs gamla Alexandra Jóhannsdóttir sem ætlar að láta til sín taka í leiknum mikilvæga gegn Tékklandi annað kvöld. Fótbolti 21. október 2021 16:46
Umræða um næsta stjóra Newcastle: Einn sagði Mourinho en annar Gerrard Knattspyrnustjórastaðan hjá Newcastle United er laus. Fyrir nokkrum vikum var þetta ekki mest spennandi starf í heimi en peningarnir frá Sádí Arabíu hafa breytt öllu þar. Enski boltinn 21. október 2021 15:30
Arsenal samdi við fjögurra ára leikskólabarn Arsenal hefur samið við undrabarnið Zayn Ali Salman. Hann var ekki nema fjögurra ára þegar hann gerði samninginn við Arsenal og er enn í leikskóla. Enski boltinn 21. október 2021 14:30
Nara búin að fyrirgefa Icardi og segir áhugasömum konum að halda sig fjarri Sápuóperan í kringum Mauro Icardi og Wöndu Nöru virðist hafa endað vel. Svo virðist sem þau séu tekin saman á ný og Nara ætlar að verja eiginmanninn fyrir ásælnum konum. Fótbolti 21. október 2021 14:01
Bulla náði að grípa í treyju Ronaldos Öryggisverðir á Old Trafford tóku á mikinn sprett og rétt náðu að koma í veg fyrir að fótboltabulla stykki á Cristiano Ronaldo eftir 3-2 sigur Manchester United á Atalanta í gær. Fótbolti 21. október 2021 13:30
„Var svolítið týnd í fyrri hálfleik“ Guðný Árnadóttir, leikmaður AC Milan, segist vera klár í að leysa stöðu hægri bakvarðar áfram með íslenska landsliðinu. Hún eigi enn eftir að fínpússa sóknarþáttinn þegar hún spilar þá stöðu. Fótbolti 21. október 2021 13:01
Svona var blaðamannafundurinn fyrir Tékkaleikinn Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari og Dagný Brynjarsdóttir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Laugardalsvelli klukkan 12:30 vegna leiks Íslands við Tékkland annað kvöld. Fótbolti 21. október 2021 12:50
„Fékk það í gjöf frá pabba að hugsa um yngri leikmenn“ Aldursforsetinn í íslenska kvennalandsliðinu segist hugsa vel um yngri leikmenn þess, eins og hún hafi alltaf gert. Fótbolti 21. október 2021 11:30
Chelsea skoraði fögur mörk en missti tvo framherja Framherjarnir Romelu Lukaku og Timo Werner fóru báðir meiddir af velli þegar Chelsea vann 4-0 sigur á sænska liðinu Malmö í Meistaradeildinni í gær. Enski boltinn 21. október 2021 11:01
Þjálfari Bayern með veiruna og fluttur heim til München í sjúkraflugi Julian Nagelsmann, þjálfari Bayern München, stýrði ekki liði sínu í Meistaradeildinni í Lissabon í gærkvöldi þrátt fyrir að vera kominn með liðinu til Portúgals. Fótbolti 21. október 2021 10:42
Ole: Þeir sem eru að gagnrýna Ronaldo ættu bara að horfa á þennan leik Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði eftir sigurinn í Meistaradeildinni í gær að Cristiano Ronaldo hafi þar sýnt og sannað að gagnrýnendur hans séu á villigötum. Enski boltinn 21. október 2021 10:30
Búrkína Fasó komið upp fyrir Ísland á FIFA-listanum Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fellur niður um tvö sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem var birtur í morgun. Fótbolti 21. október 2021 09:01
Gummi Tóta með frábært aukaspyrnumark í MLS í nótt: Sjáðu markið Íslenski landsliðsbakvörðurinn Guðmundur Þórarinsson var á skotskónum með New York City liðinu í bandarísku MLS-deildinni í nótt. Fótbolti 21. október 2021 08:00
Fór upp að Pálma og spurði hvort hann ætlaði að skjóta í sama horn og alltaf fyrir vítið mikilvæga Ingvar Jónsson varði vítaspyrnu Pálma Rafns Pálmasonar í 2-1 sigri Víkinga á KR í Frostaskjólinu í leik sem fór langleiðina með að tryggja Víking sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 30 ár. Íslenski boltinn 21. október 2021 07:00
Biðja stuðningsmenn um að látast ekki vera Arabar Eftir að Newcastle United var keypt af krónprins Sádi-Arabíu hefur borið á því að stuðningsmenn liðsins hafa mætt klæddir fatnaði sem sést einna helst í Miðausturlöndum ásamt því að bera höfuðföt sem tíðkast þar. Enski boltinn 20. október 2021 23:30
Reiknar með að Lukaku og Werner verði frá í allavega nokkra daga Romelu Lukaku og Timo Werner fóru báðir meiddir af velli í 4-0 sigri Chelsea á Malmö í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þjálfari Chelsea telur að framherjarnir verði báðir frá í nokkra daga hið minnsta. Fótbolti 20. október 2021 23:01
Talið að Haukur hafi tognað á ökkla Haukur Þrastarson fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks í leik Vive Kielce og Porto í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Handbolti 20. október 2021 22:30
Hrósaði söngfuglunum í stúkunni og sagði leikmenn sína þá heppnustu í heimi Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United var hátt uppi er hann mætti í viðtal eftir magnaðan endurkomu sigur Man United gegn Atalanta í Meistaradeild Evrópu á Old Trafford í kvöld. Fótbolti 20. október 2021 21:46
Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram | Villareal skoraði fjögur Bayern München vann 4-0 sigur á Benfica er liðin mættust í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Villareal skoraði einnig fjögur mörk í Sviss. Fótbolti 20. október 2021 21:15
Chelsea rúllaði yfir Malmö Chelsea átti ekki í teljandi vandræðum með Malmö er liðin mættust á Brúnni í H-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld, lokatölur 4-0 heimamönnum í vil. Fótbolti 20. október 2021 21:00
Meistaradeildar-Ronaldo kom Manchester United til bjargar Manchester United kom til baka og vann Atalanta 3-2 á Old Trafford í Meistaradeild Evrópu eftir að hafa verið 0-2 undir í hálfleik. Aftur tryggði Cristiano Ronaldo sigur Man Utd sem er óvænt komið á topp F-riðils Meistaradeildarinnar. Fótbolti 20. október 2021 20:55
Pique kom Börsungum til bjargar Þegar neyðin er stærst er Gerard Pique næst. Spænski miðvörðurinn kom Barcelona til bjargar er liðið vann nauman 1-0 sigur á Dynamo Kiev er liðin mættust á Nývangi í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 20. október 2021 18:45
Fylgdi markinu gegn United eftir með fernu í Rússlandi Eftir að hafa skorað í sigri Leicester gegn Manchester United um síðustu helgi bætti Patson Daka um betur í dag þegar hann skoraði fernu í 4-3 útisigri Leicester á Spartak Moskvu í Evrópudeildinni í fótbolta. Fótbolti 20. október 2021 16:36
„Stefni klárlega á EM næsta sumar“ Þrátt fyrir vera orðinn 36 ára og á heimleið eftir þrettán ár í atvinnumennsku ætlar Sif Atladóttir ekkert að gefa sæti sitt í landsliðinu eftir og ætlar að spila með því á EM næsta sumar. Fótbolti 20. október 2021 16:36