Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Rangnick-á­hrifin ekki lengi að láta á sér kræla

Ralf Rangnick var ekki lengi að setja mark sitt á Manchester United. Liðið lagði Crystal Palace 1-0 á Old Trafford í gær í fyrsta leik Þjóðverjans með liðið. Þar gerðist nokkuð sem hefur ekki gerst síðan Sir Alex Ferguson var þjálfari liðsins.

Enski boltinn
Fréttamynd

Rekinn eftir fjóra mánuði í starfi

Þýska knattspyrnuliðið RB Leipzig hefur sagt Jesse Marsch upp störfum eftir einungis fjóra mánuði í starfi. Marsch, sem er Bandaríkjamaður, kom til liðsins í sumar eftir að hafa samið um kaup og kjör í apríl.

Fótbolti
Fréttamynd

Bellingham kærður til lögreglu fyrir ummæli sín

Englendingurinn Jude Bellingham gæti verið kominn í enn frekari vandræði eftir að hafa gagnrýnt dómarann í leik Bayern Munchen og Borussia Dortmund heldur harðlega eftir leik. Bellingham gaf það í skyn að dómarinn væri með óhreint mjöl í pokahorninu.

Fótbolti
Fréttamynd

Klopp: „Origi er goðsögn“

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega í skýjunum eftir 1-0 sigur sinna manna gegn Wolves í gær þar sem Divock Origi skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Hann segist vona að leikmaðurinn finni þjálfara sem gefur honum fleiri mínútur í framtíðinni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Wijnaldum bjargaði stigi fyrir PSG

Georginio Wijnaldum var hetja Paris Saint-Germain er hann bjargaði stigi fyrir liðið með marki í uppbótartíma gegn Lens í frönsku úrvalsdeidlinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur 1-1, en þetta var annað jafntefli Parísarliðsins í röð í deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjötti sigur Madrídinga í röð

Real Madrid vann sinn sjötta leik í röð í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta er liðið heimsótti Real Sociedasd í kvöld. lokatölur urðu 0-2, en Madrídingar hafa ekki tapað í deildinni síðan í byrjun október.

Fótbolti
Fréttamynd

Börsungar misstigu sig gegn Real Betis

Real Betis tók stigin þrjú er liðið vann virkilega góðan 0-1 útisigur gegn Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Betis er nú sjö stigum fyror ofan Barcelona sem situr í sjöunda sæti deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Við gerðum of mörg mis­tök

Thomas Tuchel var sár og svekktur er hann ræddi við fjölmiðla eftir 3-2 tap sinna manna gegn West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Honum fannst frammistaðan þó ekki alslæm.

Enski boltinn