Búrkína Fasó hleypti lífi í A-riðil Búrkína Fasó vann 1-0 sigur er liðið mætti Grænhöfðaeyjum í A-riðli Afríkukeppninnar í fótbolta í kvöld. Fótbolti 13. janúar 2022 21:02
Athletic Bilbao í úrslit eftir endurkomusigur gegn spænsku meisturunum Athletic Bilbao snéri taflinu við er liðið mætti Spánarmeisturum Atlético Madrid í undanúrslitum spænska Ofurbikarsins í kvöld. Liðið vann 2-1 sigur eftir að hafa lent undir og mætir því Real Madrid í úrslitum bikarsins. Fótbolti 13. janúar 2022 20:53
Sjö mörk, þrjú rauð og framlenging er Fiorentina sló Napoli úr leik Fiorentina vann 5-2 útisigur eftir framlengdan leik er liðið heimsótti Napoli í 16-liða úrslitum ítalska bikarsins Coppa Italia, í kvöld. Fótbolti 13. janúar 2022 19:49
Everton fær leikmann Aston Villa á láni Knattspyrnumaðurinn Anwar El Ghazi hefur haft vistaskipti frá Aston Villa til Everton, en Hollendingurinn verður á láni hjá þeim síðarnefndu út leiktíðina. Enski boltinn 13. janúar 2022 18:31
Heimamenn í 16-liða úrslit eftir fyrsta markaleik Afríkumótsins Kamerún vann öruggan 4-1 sigur gegn Eþíópíu er liðin mættust á Afríkumótinu í fótbolta í dag. Þetta var í fyrsta skipti á mótinu sem leikur vinnst með meira en eins marks mun. Fótbolti 13. janúar 2022 17:54
Keyptu þjálfara frá dönsku liði til að leysa af Milos Leikmenn ganga ekki aðeins kaupum og sölum heldur einnig þjálfarar. Þjálfarakapallinn í sænska boltanum er að ganga upp eftir að fyrrum þjálfari Víkings og Breiðabliks setti allt upp í háaloft. Fótbolti 13. janúar 2022 17:45
FH fær liðsstyrk úr Breiðholti Knattspyrnumaðurinn Máni Austmann Hilmarsson er genginn í raðir FH frá Leikni R. og hefur skrifað undir samning við Hafnarfjarðarfélagið sem gildir til næstu tveggja ára. Íslenski boltinn 13. janúar 2022 17:01
Dómarinn sem gerði allt vitlaust í Afríkukeppninni var settur í bann vegna gruns um spillingu Dómarinn sem flautaði leik Túnis og Malí í Afríkukeppninni tvisvar af áður en honum var lokið var settur í bann vegna gruns spillingu fyrir nokkrum árum. Fótbolti 13. janúar 2022 16:01
Aron og félagar bundu enda á taphrinuna Aron Einar Gunnarsson fagnaði kærkomnum sigri með Al Arabi í dag, 1-0 gegn botnliði Al Sailiya á útivelli í katörsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Fótbolti 13. janúar 2022 15:29
James Rodríguez átti stóran þátt í að bjarga lífi mótherja Kólumbíski fótboltamaðurinn James Rodríguez átti stóran þátt í að bjarga lífi mótherja sem fékk hjartaáfall í leik Al-Rayyan og Al-Wakrah í katörsku úrvalsdeildinni um helgina. Fótbolti 13. janúar 2022 13:30
Finnur Tómas hjá KR næstu árin Finnur Tómas Pálmason, sem þessa dagana er með íslenska landsliðinu í fótbolta í Tyrklandi, hefur skrifað undir samning til fjögurra ára við KR. Íslenski boltinn 13. janúar 2022 10:46
Rodman valin í æfingahóp bandaríska landsliðsins og gæti mætt Íslandi Trinity Rodman var í gær valin í æfingahóp bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta en fram undan eru æfingabúðir hjá bandaríska liðinu. Fótbolti 13. janúar 2022 10:30
Seldur eftir deilur við Benítez: „Stundum þarf bara einn utanaðkomandi til að skemma fallegt ástarsamband“ Aston Villa hefur keypt franska vinstri bakvörðinn Lucas Digne frá Everton. Talið er að kaupverðið nemi 25 milljónum punda. Enski boltinn 13. janúar 2022 09:40
Cantona ætlar ekki að horfa á HM: Þetta er hræðilegt Eric Cantona er harður gagnrýnandi þess að heimsmeistaramótið í knattspyrnu fari fram í Katar seinna á þessu ári. Hann gekk svo langt í nýju viðtali að segja hann geti ekki hugsað sér að horfa á mótið í nóvember og desember. Fótbolti 13. janúar 2022 09:30
Cristiano Ronaldo um Rangnick: Búinn að breyta miklu Cristiano Ronaldo segist hafa mikla trú á knattspyrnustjóranum Ralf Rangnick þrátt fyrir basl í byrjun. Hann er á því að Rangnick þurfi tíma til að breyta hlutunum á Old Trafford. Enski boltinn 13. janúar 2022 08:30
Gefur mér miklu meira en fólk heldur „Þetta var rosalega gott fyrir mig, gefur mér miklu meira en fólk heldur,“ sagði Jón Daði Böðvarsson, markaskorari Íslands í 1-1 jafnteflinu gegn Úganda í gær. Fótbolti 13. janúar 2022 07:00
Sanchez tryggði Inter Ofurbikarinn á síðustu mínútu framlengingar Það var heldur betur dramatík er Ítalíumeistarar Inter og Juventus mættust í leiknum um ítalska Ofurbikarinn í knattspyrnu í kvöld. Sigurmarkið kom á lokamínútu framlengingar eftir að staðan var jöfn 1-1 að loknum venjulegum leiktíma. Fótbolti 12. janúar 2022 23:00
Bowen skaut West Ham upp í fjórða sætið West Ham United vann 2-0 sigur á Norwich City í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sigurinn þýðir að West Ham lyfti sér upp fyrir Arsenal í 4. sæti deildarinnar. Enski boltinn 12. janúar 2022 22:46
Saman síðan á unglingsárum: „Ég tilkynnti honum að hann væri númer tvö, því fótboltinn væri númer eitt“ „Við hugsuðum bara: Prófum þetta bara! Ef þetta gengur ekki þá bara hættum við saman en ef þetta gengur þá kannski verðum við bara alltaf saman,“ segir landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir. Hún og eiginmaður hennar, Ómar Páll Sigurbjartsson hafa verið saman síðan þau voru unglingar en þau voru í fjarsambandi í sex og hálft ár vegna fótboltaferils Dagnýjar. Lífið 12. janúar 2022 22:15
Chelsea í úrslit deildarbikarsins Chelsea vann 1-0 sigur á Tottenham Hotspur í síðari leik liðanna í deildarbikarnum í kvöld. Lærisveinar Thomas Tuchel unnu einvígið þar af leiðandi sannfærandi 3-0. Enski boltinn 12. janúar 2022 21:45
Real í úrslit eftir dramatískan sigur á Barcelona Real Madríd vann Barcelona 3-2 eftir framlengdan leik í undanúrslitum spænska konungsbikarinn í kvöld. Leikurinn fór fram á King Fahd International-vellinum í Riyadh, Sádi-Arabíu. Fótbolti 12. janúar 2022 21:30
Fílabeinsströndin marði Miðbaugs-Gíneu Leikur Afríkukeppninnar í knattspyrnu halda áfram að enda með eins marks sigrum. Fílabeinsströndin vann 1-0 sigur á Miðbaugs-Gíneu í lokaleik dagsins. Fótbolti 12. janúar 2022 21:10
AGF vill yfir hundrað milljónir fyrir bráðum samningslausan Jón Dag Danska knattspyrnufélagið AGF hefur sett háan verðmiða á landsliðsmanninn Jón Dag Þorsteinsson en hann verður samningslaus næsta sumar. Fótbolti 12. janúar 2022 19:45
Aftur er Caroline fengin til að leysa Natöshu af hólmi Keflavík hefur samið við bandaríska miðvörðinn Caroline Van Slambrouck og mun hún standa vaktina í vörn liðsins í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu næsta sumar. Íslenski boltinn 12. janúar 2022 19:01
Fyrirliði Íslands: Ef ég get gefið af mér er ég meira en viljugur til að gera það „Hann var frekar kaflaskiptur. Við byrjuðum sterkt, náðum þessu marki en örum svo á hælana og gerum ekki það sem við ætluðum okkur að gera og lögðum upp með,“ sagði fyrirliði Íslands, Arnór Ingvi Traustason, eftir 1-1 jafnteflið liðsins við Úganda fyrr í dag. Fótbolti 12. janúar 2022 18:15
Sáttastur við að hafa fengið jákvæð svör frá leikmönnum „Leikurinn spilaðist eins og við bjuggumst við, mjög lokaður og ekki mikið af færum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 1-1 jafntefli við Úganda fyrr í dag. Fótbolti 12. janúar 2022 18:01
Umfjöllun og viðtöl: Úganda - Ísland 1-1 | Hófu árið á jafntefli í Tyrklandi Íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli Úganda í fyrsta leik sínum á árinu 2022. Þetta var í fyrsta sinn sem þessar þjóðir mætast. Fótbolti 12. janúar 2022 16:00
Kristianstad samdi við íslenskan táning Hin 15 ára gamla Emelía Óskarsdóttir, sem uppalin er hjá Gróttu, er gengin í raðir sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad. Fótbolti 12. janúar 2022 15:50
Flautaði leik á Afríkumótinu tvisvar af áður en níutíu mínútur höfðu verið spilaðar Einhver furðulegasta atburðarás síðari ára í alheimsfótboltanum átti sér stað undir lok leiks Túnis og Malí á Afríkumótinu í dag. Fótbolti 12. janúar 2022 15:31
Sara fékk hlýjar móttökur: „Súrrealískt að eiga núna barn“ Sara Björk Gunnarsdóttir hélt stutta tölu fyrir samherja sína í franska stórliðinu Lyon eftir að hún sneri aftur til félagsins úr barneignaleyfi. Hún er byrjuð að æfa að nýju og tilbúin að leggja hart að sér en þarf einnig að hlusta vandlega á líkamann. Fótbolti 12. janúar 2022 15:00