Fótbolti

Búrkína Fasó hleypti lífi í A-riðil

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Búrkína Fasó vann góðan sigur í kvöld.
Búrkína Fasó vann góðan sigur í kvöld. Ulrik Pedersen/NurPhoto via Getty Images

Búrkína Fasó vann 1-0 sigur er liðið mætti Grænhöfðaeyjum í A-riðli Afríkukeppninnar í fótbolta í kvöld.

Eina mark leiksins var skorað á 39. mínútu, en þar var á ferðinni Boureima Bande eftir stoðsendingu frá Issa Kabore.

Búrkína Fasó og Grænhöfðaeyjar eru nú bæði með þrjú stig í öðru og þriðja sæti A-riðils þegar aðeins ein umferð er eftir. Búrkína Fasó mætir Eþíópíu sem er án stiga og á ekki möguleika á að komast áfram, á meðan að Grænhöfðaeyjar mæta heimamönnum í Kamerún sem hefur nú þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum.

Þó gæti það farið þannig að bæði lið fari áfram, en besti árangur í þriðja sæti gefur laust sæti í 16-liða úrslitum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.