Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Afríkumeistararnir töpuðu fyrir Miðbaugs-Gíneu

Afríkumeistarar Alsír töpuðu gegn Miðbaugs-Gíneu, 1-0, í lokaleik dagsins í Afríkukeppninni. Tap meistarana verður að teljast afar óvænt í ljósi þess að liðið hafði ekki tapað í síðustu 25 leikjum í röð.

Fótbolti
Fréttamynd

Dansandi 16 ára snillingur í Þorlákshöfn

Dugnaður og þrautsegja einkennir Auði Helgu Halldórsdóttur í Þorlákshöfn, sem er ekki nema 16 ára gömul en samt búin að afreka svo margt í lífinu. Hún er margfaldur Íslandsmeistari í frjálsíþróttum og fimleikum, spilar fótbolta, leikur á þverflautu og dansar ballett og samkvæmisdansa svo eitthvað sé nefnt.

Innlent
Fréttamynd

Þessir eru taldir líklegastir til að taka við Everton

Rafael Benitez var í dag rekin úr starfi sem knattspyrnustjóri Everton. Talið er að Duncan Ferguson muni taka við liðinu sem bráðabirgðastjóri en Ferguson gerði slíkt hið sama þegar Marco Silva var rekinn frá Everton í desember 2019.

Sport
Fréttamynd

Rafael Benitez rekinn

Rafael Benitez hefur verið rekinn frá Everton en félagið staðfesti það fyrr í dag. Árangur liðsins undir stjórn Benitez hefur alls ekki verið nógu góður en félagið er aðeins 6 stigum frá fallsvæðinu með 19 stig í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Everton hefur aðeins unnið 5 deildarleiki á tímabilinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Finnst ó­þægi­legt að spila við Brent­ford

„Það er mjög óþægilegt að spila á móti Brentford ef ég er hreinskilinn. Þeir spila oftast öðruvísi en hvernig þeir spiluðu gegn okkur í dag gerði okkur erfitt fyrir,“ sagði Jürgen Klopp eftir 3-0 sigur sinna manna á Brentford í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Marti­al segir Ralf ljúga

Lífið virðist ekki leika við Manchester United þessa dagana. Liðið henti frá sér 2-0 forystu gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni og nú hefur Anthony Martial, franski framherji liðsins, ásakað þjálfara þess um lygar.

Fótbolti
Fréttamynd

PSG ekki í vandræðum án Messi

Lionel Messi var ekki með PSG í kvöld þar sem hann er enn þá að jafna sig eftir Covid-19 smit. París fór þó auðveldelga í gegnum Brest í 2-0 sigri í frönsku Ligue 1 deildinni í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Sverrir Ingi í sigurliði og Hjörtur fékk klukkutíma

Sverrir Ingi Ingason spilaði allan leikinn og hélt hreinu í 3-0 sigri PAOK á OFI í grísku ofurdeildinni í dag. Hjörtur Hermannsson átti einnig leik fyrr í dag en hann spilaði þó bara rúman klukkutíma í tapleik í ítölsku Seríu B.

Fótbolti