Túnis sendir Nígeríu heim Túnis er komið í 8-liða úrslit Afríkukeppninnar með 1-0 sigri á Nígeríu í kvöld. Fótbolti 23. janúar 2022 21:28
Þórir fékk hálftíma á meðan Davíð var ekki í hóp Þórir Jóhann Helgason lék rúman hálftíma í 2-1 sigri Lecce á Cremonese í ítölsku B deildinni í dag. Davíð Snær Jóhansson spilaði ekki. Fótbolti 23. janúar 2022 20:21
Búrkína Fasó áfram í 8-liða úrslit eftir maraþon vítaspyrnukeppni Búrkína Fasó er fyrsta liðið til að fara áfram í 8-lið úrslit Afríkukeppninnar eftir að liðið sigraði Gabon í 9 umferða vítaspyrnukeppni í kvöld. Sport 23. janúar 2022 19:14
Titilvonir Chelsea lifa áfram eftir sigur á Tottenham Chelsea vann sanngjarnan 2-0 sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sport 23. janúar 2022 18:50
Bayern Munich styrkir stöðu sína í efsta sætinu Bayern Munich heldur áfram að hala inn stigum í þýsku Bundesliga en liðið sigraði Hertha Berlin með fjórum mörkum gegn einu í dag. Sport 23. janúar 2022 18:28
Real Madrid misstígur sig í toppbaráttunni á Spáni Real Madrid gerði 2-2 jafntefli við Elche í spænsku La Liga í dag. Elche var fyrir leikinn í 15. sæti spænsku deildarinnar. Sport 23. janúar 2022 17:56
Dagný skoraði í sigri West Ham Dagný Brynjarsdóttir skoraði annað mark West Ham í 2-0 sigri liðsins gegn Everton er liðin mættust í ensku Ofurdeildinn í fótbolta í dag. Fótbolti 23. janúar 2022 16:56
Arteta: Okkur skorti gæði Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var svekktur með markalaust jafntefli sinna manna gegn Burnley í dag. Hann segir að leikmenn liðsins hafa virkað þreyttir og að liðinu hafi skort gæði á seinasta þriðjungi vallarins. Enski boltinn 23. janúar 2022 16:32
Burnley sótti stig gegn Arsenal Arsenal og Burnley gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust á Emirates vellinum í London í dag. Enski boltinn 23. janúar 2022 16:03
Welbeck bjargaði stigi fyrir Brighton Danny Welbeck sá til þess að Leicester og Brighton skiptu stigunum á milli sín þegar hann jafnaði metin í 1-1 á lokamínútum leiksins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Enski boltinn 23. janúar 2022 15:54
Liverpool nálgast toppliðið Liverpool vann mikilvægan 3-1 sigur er liðið heimsótti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Sigurinn var ekki síst mikilvægur þar sem topplið Manchester City tapaði stigum í gær. Enski boltinn 23. janúar 2022 15:54
María lék allan leikinn í öruggum sigri United María Þórisdóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar er Manchester United vann öruggan 3-0 heimasigur gegn Tottenham Hotspur í ensku Ofurdeildinni í dag. Fótbolti 23. janúar 2022 13:54
Segja að Eriksen verði orðinn leikmaður Brentford á næstu dögum Danski knattspyrnumaðurinn gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina, sjö mánuðum eftir að leikmaðurinn fór í hjartastopp á Evrópumótinu í sumar. Enski boltinn 23. janúar 2022 13:00
„Hann er einn besti þjálfari í heimi“ Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur, segir að liðið verði að notfæra sér það að einn besti knattspyrnustjóri heims sé við stjórnvölin hjá félaginu. Enski boltinn 23. janúar 2022 11:01
Tólf smit og allir markmenn liðsins úr leik Kómoreyjar eru að taka þátt í Afríkumótinu í fótbolta í fyrsta sinn í sögu landsins. Ekki nóg með það heldur gerði liðið sér lítið fyrir og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum mótsins. Nú hefur kórónuveiran hins vegar sett strik í reikninginn hjá liðinu þar sem tólf smit greindust í gær. Fótbolti 23. janúar 2022 10:01
Ótrúleg endurkoma Atletico Madrid Atletico Madrid mætti Valencia í kvöld í spænsku úrvalsdeildinni, La Liga. Spænsku meistararnir hafa ekki verið að ná góðum úrslitum undanfarið en unnu ótrúlegan sigur í kvöld, 3-2, eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. Fótbolti 22. janúar 2022 23:00
Guardiola: Besta frammistaða okkar á leiktíðinni Manchester City hefur unnið Arsenal, Leicester, Manchester United, Chelsea og West Ham á leiktíðinni. Þrátt fyrir það telur Guardiola að frammistaða liðsins í 1-1 jafntefli gegn Southampton í kvöld hafi verið besta frammistaða liðsins á leiktíðinni. Sport 22. janúar 2022 22:00
Manchester City missteig sig í toppbaráttunni Topplið Manchester City missteig sig í dag þegar að liðið gerði jafntefli við Southampton á útivelli, 1-1. City hefur verið á miklu skriði undanfarið og geta nagað sig í handarbökin að hafa ekki klárað þennan leik. Enski boltinn 22. janúar 2022 21:15
Rangnick: Rashford hefur allt Ralf Rangnick, knattspyrnustjóri Manchester United, var að vonum kampakátur eftir sigur liðsins á West Ham í baráttunni um meistaradeildarsæti. Fótbolti 22. janúar 2022 18:00
Jón Daði kom inná í fyrsta leik sínum með Bolton Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson, sem gekk nýverið til liðs við Bolton Wanderers frá Milwall, kom inná sem varamaður í sínum fyrsta leik fyrir liðið í ensku annarri deildinni, League One, í dag. Bolton sigraði Shrewsbury 0-1 á útivelli. Fótbolti 22. janúar 2022 17:45
Rashford tryggði Manchester United sigur á síðasta andartaki leiksins Marcus Rashford skoraði eina mark leiksins þegar að Manchester United bar sigurorð af West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í dag, 1-0. Markið kom á síðustu andartökum leiksins og skaut Rauðu Djöflunum upp í fjórða sæti deildarinnar. Enski boltinn 22. janúar 2022 17:00
Þriðji sigur Dortmund í röð Borussia Dortmund vann sinn þriðja deildarleik í röð er liðið heimsótti Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur urðu 3-2 og Dortmund er nú aðeins þremur stigum á eftir toppliði Bayern München. Fótbolti 22. janúar 2022 16:27
Blikar höfðu betur í Kópavogsslagnum | Leiknir sótti sín fyrstu stig Tveir leikir fóru fram í riðli 1 í A-deild Fótbolti.net mótsins í fótbolta í dag. Breiðablik vann 2-0 sigur gegn nágrönnum sínum í HK og Leiknir vann 2-1 sigur gegn Keflvíkingum. Fótbolti 22. janúar 2022 15:41
Birkir kom inn á sem varamaður í stórsigri Birkir Bjarnason og félagar hans í Adana Demirspor unnu 5-0 stórsigur er liðið tók á móti Karagumruk í tyrknesku deildinni í fótbolta í dag. Birkir byrjaði á varamannabekk heimamanna en koma inn á þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Fótbolti 22. janúar 2022 14:58
Digne lagði upp gegn sínum gömlu félögum og Everton nálgast fallsvæðið Þrátt fyrir að Rafael Benítez hafi verið látinn fara frá Everton á dögunum kom það ekki í veg fyrir að liðið tapaði enn einum leiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið tók á móti Aston Villa og þurfti að sætta sig við 1-0 tap á heimavelli. Enski boltinn 22. janúar 2022 14:30
Fjölskylda Lindelöf faldi sig inni í herbergi á meðan brotist var inn til þeirra Maja Nilsson Lindelöf, eiginkona knattspyrnumannsins Victors Lindelöf, neyddist til að læsa sig og börn þeirra hjóna inni í herbergi á meðan brotist var inn á heimili þeirra síðastliðinn miðvikudag er Manchester United lék útileik gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 22. janúar 2022 11:01
„Þeir sem trúa ekki geta farið heim“ Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Watford, segir að þeir leikmenn sem trúa ekki að liðið geti bjargað sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni geti allt eins farið heim til sín. Enski boltinn 22. janúar 2022 10:30
Guardiola segir Southampton vera með besta aukaspyrnumann í heimi Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að Southampton sé með besta aukaspyrnumann í heimi í herbúðum sínum, en liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 22. janúar 2022 09:00
Fyrrum leikmaður Newcastle sagður ljúga til um aldur Chancel Mbemba, fyrrum leikmaður Newcastle og núverandi leikmaður Porto, er sagður hafa logið til um aldur. Mbemba hafði farið í aldursgreiningu til að sanna að hann sé fæddur árið 1994, en hefur nú sagt vinum sínum frá því að hann sé fæddur árið 1990. Fótbolti 22. janúar 2022 08:00
Leiknir fær tvo Dani | Brynjar Hlöðversson framlengir Leiknir R. samdi í dag við þrjá leikmenn fyrir komandi átök í efstu deild karla í fótbolta næsta sumar. Fótbolti 21. janúar 2022 23:30