

Flóttamenn
Fréttir af málefnum flóttamanna.

Hækkar hámark flóttamanna eftir gagnrýni
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að hækka hámark á fjölda flóttamanna sem Bandaríkin munu taka við á árinu. Það er í kjölfar þess að ríkisstjórn hans tilkynnti að hámarkið yrði það sama og það var í forsetatíð Donalds Trump, forvera hans.

Þrír fórust þegar smyglbát hvolfdi við strendur San Diego
Þrír fórust og tugir slösuðust þegar bátur hvolfdi og strandaði við strendur San Diego í Bandaríkjunum í morgun. Talið er að báturinn hafi verið notaður til að smygla farþegum til Bandaríkjanna.

Danir byrja að sparka sýrlenskum flóttamönnum úr landi
Ríkisstjórn sósíaldemókrata í Danmörku er byrjuð að svipta suma sýrlenska flóttamenn sem fengu hæli vegna borgarastríðsins í heimalandinu landsvistarleyfi með þeim rökum að öruggt sé fyrir þá að snúa heim. Sérfræðingar vísa því mati danskra stjórnvalda á bug.

Um sautján börn á flótta hverfa daglega í Evrópu
Að minnsta kosti 180 þúsund börn á flótta hafa horfið eftir að hafa komið til Evrópulanda á borð við Grikkland, Ítalíu og Þýskaland. Alls var 18.292 flóttabarna, sem voru ekki í fylgd með fullorðnum, saknað árin 2018 til 2020.

Ný stuttmynd frá Flóttamannastofnun um gildi íþrótta fyrir flóttafólk
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna frumsýnir nýja stuttmynd um sögu ungrar flóttakonu sem keppir á Ólympíuleikum.

Sakaðir um að myrða almenna borgara sem flýja átökin
Flóttamenn í Kólumbíu, sem flúið hafa stríðsátök í Venesúela, hafa sakað stríðandi fylkingar um að hafa misnotað og myrt almenna borgara. Um fjögur þúsund flóttamenn hafa farið yfir landamærin undanfarna viku en á sunnudaginn var hófust átök í La Victoria, stuttu frá landamærunum við Kólumbíu.

Sýrland: Stríðsátök í heilan áratug
Milljónir sýrlenskra barna hafi þurft að flýja heimili sín og að efnahagur og innviðir landsins eru í molum eftir stríðsátök undanfarinna ára.

39 látnir eftir að bátar sukku undan ströndum Túnis
Að minnsta kosti 39 eru látnir eftir að tveir bátar hlaðnir farandfólki sukku undan ströndum Túnis í gær. Fólkið var að freista þess að komast yfir Miðjarðarhafið til ítölsku eyjunnar Lampedusa, að sögn varnarmálaráðuneytis Túnis.

Flóttafólk snýr heim: Íslendingum þakkaður stuðningur
Utanríkisráðuneytið veitti Hjálparstarfi kirkjunnar tuttugu milljóna króna stuðning fyrir tveimur árum til mannúðaraðstoðar við íbúa Suður-Súdan.

Vill að borgin taki á móti fórnarlömbum mansals líkt og rithöfundum
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins telur að Reykjavíkurborg ætti að beita sér fyrir móttöku fórnarlamba mansals í leit að vernd hér á landi. Sérstök umræða um mansal fer fram í borgarstjórn í dag.

Íslandi þakkaður stuðningur við Flóttamannastofnun
Í október tilkynnti utanríkisráðuneytið um 80 milljóna króna framlag til Flóttamannastofnunar vegna ástandsins í Níger, Malí og Búrkina Fasó. Hvergi í heiminum flosnar fólk upp í jafn miklum mæli og í þessum heimshluta í Vestur-Afríku

Réttartannlæknar saka Rósu Björk um alvarlegar rangfærslur
Fjórir réttartannlæknar, sem hafa séð um aldursgreiningar flóttamanna hér á landi frá upphafi, hafa gert harðorðar athugasemdir við frumvarp Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur til breytinga á lögum um útlendinga. Telja þeir frumvarpið auðvelda fullorðnum að smeygja sér í raðir barna til að njóta réttarverndar sem ætluð er börnum.

Segir myndefni af lokun tjaldbúða í París vera sláandi og heitir rannsókn
Innanríkisráðherra Frakklands segir myndefni af lögregluþjónum loka tjaldbúðum í París í gær vera sláandi og heitir því að málið verði rannsakað. Búðirnar voru reistar af aðgerðasinnum og stjórnmálamönnum í mótmælaskyni við því að sambærilegum búðum annarsstaðar í borginni var lokað í síðustu viku.

Flýja Afríku og stefna til Kanarí
Rúmlega 1600 flóttamenn hafa komið til Kanaríeyja um helgina, eða verið bjargað úti fyrir ströndum eyjaklasans.

Börn meðal þeirra sem létust þegar bátur sökk á Ermarsundi
Fjórir flóttamenn, þar af tvö börn, átta og fimm ára, eru látnir eftir að bátur sem átti að fyltja þá til Bretlands sökk.

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna: Ísland sýnir mikilvæga samstöðu og stuðning
Fulltrúi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) fagnar ákvörðun Íslands um að taka á móti allt að fimmtán einstaklingum frá Lesbos í Grikklandi

Ólíklegt að það takist að taka á móti öllum þeim 85 kvótaflóttamönnum sem áttu að koma til landsins á þessu ári
Íslensk stjórnvöld hyggjast taka á móti hundrað kvótaflóttamönnum á næsta ári. Það eru öllu fleiri en komið hafa hingað til lands með þeim hætti undanfarin ár.

Vildi skoða hvort fýsilegt væri að senda hælisleitendur fimm þúsund kílómetra í burtu
Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, lét embættismenn sína skoða möguleikann á því að láta byggja móttökustöð fyrir hælisleitendur og farendur á tveimur eyjum í Suður-Atlantshafi, um fimm þúsund kílómetrum frá Bretlandi.

Séra Davíð Þór sakar ríkisstjórn Katrínar um hræsni og harðneskju
Sóknarprestur gagnrýnir stjórnvöld harðlega í predikun.

Dyflinnarreglugerðin verður afnumin
Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Dyflinnarreglugerðinni umdeildu verði skipt út fyrir nýtt evrópskt kerfi fyrir flóttamenn og hælisleitendur sem leita til Evrópu.

Ellefu þúsund flóttamenn bíða þess að komast í skjól á Lesbos
Talið er að ellefu þúsund hælisleitendur á grísku eyjunni Lesbos hafist við undir beru lofti eftir að Moria flóttamannabúðirnar brunnu til grunna í síðustu viku

Fimm handteknir vegna brunans í Moria
Lögregla í Grikklandi hefur handtekið fimm flóttamenn sem grunaðir eru um að hafa átt þátt í því að kveikja í flóttamannabúðunum Moria á eynni Lesbos.

Fjörutíu dagar á sjó og þrjár neitanir
Hópur flóttafólks er nú kominn í land á Ítalíu eftir að hafa varið yfir 40 dögum á sjó. Danska skipinu sem flutti hópinn var meinað að leggjast að landi í þremur ríkjum.

Lögreglan á Lesbos beitir farendur táragasi
Lögreglan á grísku eyjunni Lesbos beitti farendur úr Moria-flóttamannabúðunum sem voru við mótmæli táragasi í dag.

Evrópulönd taka við 400 börnum frá Moria
Um fjögur hundruð börnum sem bjuggu í Moria-flóttamannabúðunum á grísku eyjunni Lesbos verður fundið hæli annars staðar í Evrópu eftir að búðirnar brunnu því sem næst til grunna í tveimur eldsvoðum í vikunni.

Tíminn og börnin
Hver sem manneskjan er, hvaða reynslu sem hún ber, hvernig sem hún skilgreinir sig, hvort sem hún hefur verið atvinnulaus í mörg ár eða vinnur hjá Útlendingastofnun, hvort sem hún er hælisleitandi frá Egyptalandi eða stúdent frá Skagafirði; okkur ber að sjá og virða hið heilaga í manneskjunni.

UNICEF krefst mannúðlegra lausna fyrir börn á flótta í Grikklandi
Barnahjálp Sameinuðuþjónanna kallar eftir því að börn og aðrir viðkvæmir hópar fólks á flótta verði tafarlaust flutt í öruggt og viðeigandi húsaskjól á meginlandi Grikklands

Flóttamannabúðirnir á Lesbos brunnar til kaldra kola
Þúsundir flóttamanna til viðbótar eru án skjóls eftir að það litla sem stóð eftir af Moria-flóttamannabúðunum á Grikklandi eftir eldsvoða á aðfaranótt miðvikudags varð öðrum eldi að bráð í nótt. Margir þeirra þurftu að sofa á ökrum, í vegarköntum og í litlum kirkjugarði.

Eldsvoði í stærstu flóttamannabúðum Lesbos
Eldur kom upp í stærstu flóttamannabúðum grísku eyjunnar Lesbos í nótt.

Tvö hundruð þúsund fylgdarlaus flóttabörn í Evrópu
Um 200 þúsund börn eru fylgdarlaus á flótta í Evrópu. Þau koma flest frá Afganhistan, Sýrlandi og Erítreu og dvelja flest í Þýskalandi, Grikklandi, Ítalíu og Svíþjóð.