Eurovision

Eurovision

Fréttir af framlagi Íslendinga og annarra þjóða í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Fréttamynd

Á­fram Bashar - á­fram Ís­land!

Nú þegar við fylgjumst agndofa með grimmdarlegu þjóðarmorði í Palestínu fyllumst við djúpum sársauka og vonleysi. Íslenska þjóðin stendur með Palestínumönnum þó einstaka rödd heyrist sem segi að við skulum ekki skipta okkur af því sem við getum ekki breytt og kemur okkur ekki við.

Skoðun
Fréttamynd

Hera og Bashar af­dráttar­laus og ætla í Euro­vision

Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir, sem er meðal þeirra fimm sem keppast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision, ætlar til Svíþjóðar í lokakeppnina standi hún uppi sem sigurvegari í Söngvakeppninni. Palestínumaðurinn Bashar er á sama máli.

Lífið
Fréttamynd

Ís­land í fimmta sæti í veð­bönkum

Ísland er nú í fimmta sæti í veðbanka Eurovisionworld um það framlag hvaða lands muni sigra Eurovision í ár. Ísland tók nokkuð stökk eftir að valin voru þrjú lög í seinni undankeppni Söngvakeppninnar í gær. Það voru lög Bashar Murad, Siggu Ózk og Heru.

Lífið
Fréttamynd

Ísrael muni frekar draga sig úr keppni

Svo gæti farið að Ísrael muni draga sig úr keppni í Eurovision fari svo að Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) meti sem svo að lag landsins í keppninni sé of pólitískt. Þetta hefur ísraelska dagblaðið ynet eftir stjórnendum ísraelska sjónvarpsins.

Lífið
Fréttamynd

Brókarlalli kenndur við Windows fær traust Finna

Finnski tónlistarmaðurinn Windows95man flytur framlag þjóðar sinnar í Eurovision í Malmö í ár. Hann byrjar atriðið inni í eggi og neitar að vera í buxum þar til undir lok atriðisins, enda engar reglur hjá honum. 

Lífið
Fréttamynd

Bashar er lifandi flagg í sjálfu sér

„Síðan að ég var krakki hefur mig langað að komast á stóra sviðið og deila því sem ég vil segja með heiminum í gegnum tónlist,“ segir tónlistarmaðurinn Bashar Murad.

Lífið
Fréttamynd

„Hér er maður ber­skjaldaðri og við­kvæmari“

„Það er þægilegt að geta klætt sig í búning, verið með ólar, klippt á sig mullet og þóst vera einhver klámstrákur því þá veit maður að maður er í raun í leikriti að einhverju leyti. Hér er maður berskjaldaðri og í raun viðkvæmari,“ segir listamaðurinn Klemens Hannigan sem er hvað þekktastur sem meðlimur Hatara. Hann var að gefa út sína fyrstu sólóplötu, Low Light, og frumsýnir sömuleiðis hér tónlistarmyndband við lagið Someone Else.

Tónlist
Fréttamynd

Í beinni: Dregið í undanriðla Euro­vision 2024

Dregið verður um það í dag í hvaða röð fulltrúar þátttökuþjóða í Eurovision stíga á svið í undankeppnunum tveimur, á þriðjudagskvöldinu og fimmtudagskvöldinu í Malmö í maí. Drátturinn hefst klukkan 18:00 á íslenskum tíma.

Lífið
Fréttamynd

Deilt um hvort Euro­vision sé utan­ríkis­mál: „Reiðin verði meiri ef Lilja og Bjarni skipa ríkis­út­varpinu fyrir“

Ummæli Lilju Alfreðsdóttur, menningar og viðskiptamálaráðherra, um að ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision sé í raun utanríkismál hafa vakið athygli. Stjórnarmaður í RÚV og stjórnarandstöðuþingmaður gagnrýna þau og telja sérstakt ef ákvörðunin sé tekin frá Útvarpsstjóra og færð til utanríkisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Nei Lilja, Bjarni á ekki að stýra RÚV!

Lilja Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, er á afar miklum villigötum þegar hún fullyrðir að utanríkisráðherra þurfi að vera með í ráðum ef RÚV ákveður að taka ekki þátt í Júróvisjón. Ráðherrar eiga að láta fjölmiðlum eftir að taka ákvarðanir um dagskrá og fréttir, líka þær vandasömu.

Skoðun
Fréttamynd

Bashar keppir með hjálp Hatarastrákanna

Palestínski söngvarinn Bashar Murad mun keppa í Söngvakeppninni með lagi sem var meðal annars samið af liðsmönnum úr hljómsveitinni Hatara sem keppti fyrir hönd Íslands í Eurovision árið 2019.

Lífið