Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Eto´o er til í að spila fyrir Liverpool

    Kamerúnmaðurinn Samuel Eto´o hjá Barcelona segist vel geta hugsað sér að spila með enska úrvalsdeildarliðinu Liverpool, því stuðningsmenn liðsins séu engum líkir. Eto´o hefur verið orðaður nokkuð við Liverpool á síðustu mánuðum og sumir segja hann vera óskaframherja Rafa Benitez knattspyrnustjóra.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    McClaren: Við þurfum á reynslu Beckham að halda

    Steve McClaren landsliðsþjálfari Englendinga, gaf þá skýringu að enska landsliðið þyrfti á reynsluboltum að halda þegar hann svaraði fyrir val sitt á David Beckham í landsliðið í gær. Hann segir Beckham hafi leikið einstaklega vel frá áramótum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Peter Shilton: Robinson er valtur í sessi

    Fyrrum markvörðurinn Peter Shilton á að baki fleiri landsleiki en nokkur annar fyrir Englands hönd. Hann telur að Paul Robinson hjá Tottenham verði að herða sig ef hann ætli ekki að missa stöðu sína sem markvörður Englendinga númer eitt og þykir hann alls ekki nógu traustur milli stanganna.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Reo-Coker fer fram á sölu frá West Ham

    Fyrirliðinn Nigel Reo-Coker hefur farið fram á að verða seldur frá West Ham að sögn talsmanns leikmannsins. Alan Curbishley knattspyrnustjóri er sagður hafa tilkynnt miðjumanninum að hann muni hlusta á kauptilboð yfir 8 milljónum punda. Coker gekk í raðir West Ham frá Wimbledon árið 2004 en átti mjög erfitt uppdráttar hjá Hömrunum í vetur. Talið er að Tottenham, Arsenal, Aston Villa og Newcastle séu öll tilbúin að bjóða í U-21 árs landsliðsmanninn.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Arsenal kaupir pólskan markvörð

    Arsenal gekk í dag frá kaupum á pólska markverðinum Lukasz Fabianski frá Legia Warsaw. Hann er aðeins 22 ára gamall og er talinn mikið efni. Fabanski hefur verið varamarkvörður Artur Boruc í pólska landsliðinu og hefur nú gert langtímasamning við Arsenal, þar sem hann verður væntanlega þriðji kostur á eftir þeim Jens Lehmann og Manuel Almunia.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Beckham kominn í enska landsliðshópinn á ný

    Steve McClaren landsliðsþjálfari tilkynnti í dag leikmannahópinn sem mætir Brasilíumönnum um næstu mánaðamót og spilar svo við Eista í undankeppni EM nokkrum dögum síðar. Mesta athygli vekur að hann kallaði David Beckham aftur inn í landsliðið eftir árs fjarveru.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Gareth Bale semur við Tottenham

    Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham gekk í gærkvöld frá kaupum á velska landsliðsmanninum Gareth Bale frá Southampton fyrir 5 milljónir punda, en upphæðin gæti farið upp í allt að 10 milljónir. Bale er aðeins 17 ára gamall vinstri bakvörður og hefur verið eftirsóttur af stóru liðunum á Englandi um nokkurt skeið.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Bíður eftir kalli frá Man. City

    Sven-Göran Eriksson bíður eftir símtali frá Manchester City og segist hafa mikinn hug á því að taka við stjórastöðunni hjá félaginu. City er í leit að nýjum stjóra eftir að hafa rekið Stuart Pearce og ku Eriksson vera ofarlega á óskalistanum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Verður Beckham valinn?

    Steve McClaren mun í dag kynna landsliðshópinn enska sem mætir brasilíska landsliðinu í æfingaleik á Wembley, sem og Eistlandi í undankeppni EM 2008.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Benayoun framlengir

    Ísraelinn Yossi Benayoun hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarliðið West Ham til ársins 2012. Félagið er í eigu Íslendinga sem kunnugt er.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Yrði draumur að spila með Bristol

    Kjartan Henry Finnbogason vonast til þess að ganga til liðs við nýliða Bristol City í Championship-deildinni í Englandi. „Bristol City er búið að hafa samband og vill sjá meira af mér. Mér líst rosalega vel á það. Championship-deildin heillar auðvitað mjög mikið, 20.000 manns á hverjum leik og það væri draumur að spila þar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Slúðrið í enska boltanum í dag

    Á hverjum degi segja ensku blöðin fjöldan allan af leikmönnum vera við það að skipta um lið. Breska ríkisútvarpið, BBC, safnar helstu sögunum saman á morgni hverjum og má sjá orðrómana hér. Þeirra á meðal er einn um að Eiður Smári Guðjohnsen sé á óskalista nýliða Sunderland.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Owen í byrjunarliði B-liðs Englendinga

    Michael Owen mun á morgun spila sinn fyrsta landsleik fyrir Englendinga síðan á HM í fyrrasumar þegar hann verður í byrjunarliði B-liðsins sem mætir Albönum. Owen verður í framlínunni ásamt Alan Smith frá Manchester United en auk þeirra eru í liðinu nokkrir leikmenn sem ekki hafa átt fast sæti í A-landsliðinu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Slúðrið í enska í dag

    Margt á sér stað í enska boltanum þó svo hann rúlli ekki um þessar mundir. Hérna má sjá það helsta sem er að gerast í dag og breska ríkisútvarpið, BBC, hefur tekið saman.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Eggert: Gerum allt til að halda Tevez

    Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, segir í samtali við Sky í dag að félagið muni gera allt sem í valdi þess stendur til að halda framherjanum Carlos Tevez í röðum liðsins áfram. Tevez hefur verið orðaður við fjölda stórliða í Evrópu eftir að hann náði loks að sanna sig hjá West Ham í vor.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Miðvikudagsslúðrið á Englandi

    Íslenskir landsliðsmenn eru á meðal þeirra sem mest er slúðrað um í ensku pressunni í dag og eru blöð á Englandi meðal annars að velta fyrir sér mögulegum kaupum West Ham á landsliðsfyrirliðanum Eiði Smára Guðjohnsen.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Yfirtökutilboð í Newcastle

    Milljarðamæringurinn Mike Ashley hefur gert 133 milljón punda yfirtökutilboð í enska knattspyrnufélagið Newcastle. Ashley hefur þegar keypt hlut fjölskyldu Sir John Hall í félaginu sem nemur um 41,6% og kostaði það viðskiptajöfurinn 55 milljónir punda.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Bale á leið til Tottenham

    Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham er sagt hafa náð samkomulagi við Southampton um kaup á efnilegasta bakverði Bretlandseyja, Gareth Bale. Breska sjónvarpið segir sig hafa heimildir fyrir því að leikmaðurinn fari í læknisskoðun á morgun, en kaupverðið hefur enn ekki verið staðfest. Southampton hafði áður neitað 10 milljón punda Tottenham í hinn 17 ára gamla Bale, sem er í landsliði Wales. Southampton hefur ekki fengist til að staðfesta þessar fréttir.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Distin semur við Portsmouth

    Franski varnarmaðurinn Sylvain Distin hefur skrifað undir þriggja ára samning við Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni en hann var samningslaus hjá Manchester City. Distin er 29 ára gamall og kom til City frá Paris St Germain fyrir 4 milljónir punda árið 2002.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Duff úr leik fram í nóvember

    Írski landsliðsmaðurinn Damien Duff hjá Newcastle getur ekki spilað með liði sínu á ný fyrr en eftir fimm eða sex mánuði eftir að hafa gengist undir aðgerð á ökkla. Þetta sagði Steve Staunton landsliðsþjálfari Íra í dag. Það er því ekki hægt að segja að Newcastle hafi verið með heilladísirnar á sínu bandi í fyrra þegar það keypti stjörnuleikmennina Duff og Michael Owen, sem báðir hafa verið oftar hjá sjúkraþjálfaranum en á leikvellinum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Seldi knattspyrnufélagið Wolves fyrir 1231 krónu

    Viðskiptajöfurinn Steve Morgan hefur gengið frá kaupum á fornfrægu knattspyrnufélagi Wolverhampton Wanderers fyrir 1231 krónu af fyrrum stjórnarformanni félagsins Sir Jack Hayward. Í staðinn hefur Morgan gefið loforð fyrir því að fjárfesta í félaginu fyrir 30 milljónir punda.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Sidwell fer til Chelsea

    Jose Mourinho knattspyrustjóri Chelsea hefur gengið frá fyrstu kaupum sumarsins hjá félaginu. Miðjumaðurinn Steve Sidwell hjá Reading hefur þannig samþykkt að ganga í raðir félagsins í sumar á frjálsri sölu. Hann er 24 ára gamall og kom mjög á óvart í öskubuskuliði Reading í úrvalsdeildinni í vetur. Samningur Sidwell rennur út í júlí og þá er honum frjálst að ganga í raðir Chelsea.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Henry: Beckham á skilið að komast í landsliðið

    Franski framherjinn Thierry Henry hjá Arsenal segir að frammistaða David Beckham með Real Madrid í vor sé að sínu mati nóg til að réttlæta að hann verði kallaður inn í enska landsliðið á ný. Beckham náði að vinna traust þjálfara síns Fabio Capello og komast aftur inn í byrjunarlið Real eftir að hafa verið settur út í kuldann á tímabili.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Distin farinn frá City

    Franski varnarmaðurinn Sylvain Distin hefur ákveðið að fara frá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester City eftir fimm ár í röðum þess. Distin er 29 ára gamall og missti aðeins úr einn leik á tímabilinu. Hann neitaði tilboði City um framlengingu á samningi sínum og talið er að hann muni ganga í raðir Portsmouth í sumar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Adebayor framlengir við Arsenal

    Framherjinn Emmanuel Adebayor hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Hann átti fast sæti í liðinu á nýafstaðinni leiktíð og skoraði 12 mörk í 44 leikjum. Adebayor er 23 ára gamall landsliðsmaður Tógó og var keyptur frá Mónakó í janúar í fyrra fyrir 3 milljónir punda.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Benitez boðar breytingar

    Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur boðað breytingar í herbúðum liðsins í sumar óháð því hvernig fer í úrslitaleik Meistaradeildarinnar annað kvöld. Ljóst þykir að nýju eigendur félagsins séu tilbúnir að útvega fjármagn í að styrkja liðið verulega.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Slúðrið í enska í dag

    Margt er að gerast í ensku knattspyrnunni þessa daganna þó svo að leiktímabilið sé búið. Mikið er spáð í hver verður hvar og hérna má sjá helstu orðrómana sem breska ríkisútvarpið, BBC, tók til í dag.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Robson tekur við Sheffield United

    Bryan Robson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands í knattspyrnu, hefur verið ráðinn nýr knattspyrnustjóri Sheffield United sem féll úr úrvalsdeildinni í vor. Hann tekur við af Neil Warnock sem hætti með liðið eftir að það féll.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    McLaren fagnar endurkomu Owen

    Steve McLaren, þjálfari enska landsliðsins, er alsæll með að sóknarmaðurinn Micheal Owen skuli loksins vera búinn að ná sér af meiðslunum sem hann varð fyrir á HM í Þýskalandi síðasta sumar. McLaren segir að öll lið sem ætli sér að verða sigursæl þurfi á markaskorara á borð við Owen að halda.

    Enski boltinn