Enski boltinn

Bíður eftir kalli frá Man. City

Hefur verið að leita að „rétta klúbbnum,“ frá því hann hætti með enska landsliðið.
Hefur verið að leita að „rétta klúbbnum,“ frá því hann hætti með enska landsliðið. MYND/Getty

Sven-Göran Eriksson bíður eftir símtali frá Manchester City og segist hafa mikinn hug á því að taka við stjórastöðunni hjá félaginu. City er í leit að nýjum stjóra eftir að hafa rekið Stuart Pearce og ku Eriksson vera ofarlega á óskalistanum.

„Það yrði heiður fyrir mig að verða knattspyrnustjóri Manchester City. Ef þeir hafa áhuga hef ég vitaskuld hug á að tala við þá,“ sagði Eriksson sem hefur ekki stýrt neinu liði frá því hann hætti með landslið Englendinga eftir HM í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×