Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Walcott missir úr margar vikur

    Vængmaðurinn Theo Walcott hjá Arsenal og enska landsliðinu verður frá keppni næstu vikurnar eftir að hafa farið úr axlarlið á æfingu hjá enska landsliðinu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Sousa tekur við QPR

    Paulo Sousa, fyrrum landsliðsmaður Portúgal í knattspyrnu, hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri b-deildarliðsins QPR. Hann tekur við starfinu af Ian Dowie sem látinn var fara fyrir nokkru.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Brown sektaður

    Phil Brown, stjóri Hull City í ensku úrvalsdeildinni, var í dag sektaður um þúsund punda og fékk aðvörun frá enska knattspyrnusambandinu vegna hegðunar sinnar þegar hans menn töpuðu 5-0 fyrir Wigan í lok ágúst.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Megson hissa á Capello

    Gary Megson, stjóri Bolton, segist afar hissa á því að Fabio Capello landsliðsþjálfari Englands hafi ekki valið Gary Cahill í enska landsliðið.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Diarra meiddur á ökkla

    Franski miðjumaðurinn Lassana Diarra hjá Portsmouth gæti verið frá næstu þrjár vikurnar. Hann sneri sig á ökkla í markalausa leiknum gegn West Ham síðasta laugardag.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Walcott ekki með gegn Þýskalandi

    Theo Walcott, leikmaður Arsenal, fór úr axlarlið á æfingu enska landsliðsins í kvöld. Hann getur því ekki leikið með í vináttulandsleiknum gegn Þýskalandi í Berlín á miðvikudagskvöld.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Framtíðarmenn enska landsliðsins

    Theo Walcott og Wayne Rooney eiga það sameiginlegt að hafa orðið enskir landsliðsmenn áður en þeir urðu 18 ára. The Sun hefur skoðað framtíðina fyrir enska landsliðið.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Sir Alex í tveggja leikja bann

    Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann og sektaður um 10 þúsund pund. Ferguson óð inn á völlinn til að ræða við Mike Dean dómara eftir að United vann Hull þann 1. nóvember.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Drogba í þriggja leikja bann fyrir peningakastið

    Sóknarmaðurinn Didier Drogba hjá Chelsea hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann fyrir peningakastið í leiknum gegn Burnley í deildabikarnum. Drogba missti stjórn á skapi sínu og kastaði smápeningi í átt að stuðningsmönnum Burnley.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    David Moyes sektaður

    David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, hefur verið sektaður um fimm þúsund pund vegna framkomu sinnar á leik Stoke og Everton í september síðastliðnum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Helgin á Englandi - Myndir

    Chelsea, Liverpool og Manchester United unnu andstæðinga sína örugglega um helgina í enska boltanum. Arsenal tapaði hinsvegar á heimavelli gegn Aston Villa.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Fletcher: Scholes sá besti

    Miðjumaðurinn Paul Scholes hjá Manchester United er á góðum batavegi en hann hefur verið frá síðan í september. Talið er að hann snúi aftur í lið United í leik gegn Álaborg í Meistaradeildinni 10. desember.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Dramani færist nær Stoke

    Samkvæmt fréttum frá Gana þá hefur Stoke City loksins náð samkomulagi um kaup á Haminu Dramani, landsliðsmanni frá Gana. Gengið verður frá kaupunum þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

    Enski boltinn