Walcott frá í þrjá mánuði Theo Walcott, leikmaður Arsenal, gekkst í dag undir aðgerð á öxl en hann fór úr axlarlið á æfingu með enska landsliðinu í vikunni. Enski boltinn 20. nóvember 2008 14:08
Friedel getur jafnað met James Brad Friedel getur um helgina jafnað met David James sem er sá leikmaður sem hefur leikið flesta úrvalsdeildarleiki í röð eða 166 talsins. Enski boltinn 20. nóvember 2008 13:38
Vandræðagemlingur til reynslu hjá Crystal Palace Neil Warnock, stjóri Crystal Palace, hefur ákveðið að fá Ishmel Demontagnac til reynslu hjá félaginu. Enski boltinn 20. nóvember 2008 12:10
Heiðar: Félagið ætlar sér stóra hluti Heiðar Helguson mun í dag ganga til liðs við enska B-deildarliðið QPR á lánssamningi frá úrvalsdeildarfélaginu Bolton þar sem hann hefur fá tækifæri fengið að undanförnu. Enski boltinn 20. nóvember 2008 11:00
Heiðar sagður fara til QPR í dag Heiðar Helguson er í breskum fjölmiðlum í dag skrifa undir lánssamning við enska B-deildarliðið QPR. Enski boltinn 20. nóvember 2008 10:51
Capello ánægður með fyrsta árið Fabio Capello segist vera afar ánægður með þær framfarir sem enska landsliðið hefur tekið undir hans stjórn á undanförnu ári. Enski boltinn 20. nóvember 2008 09:46
Markmannsþjálfari Tottenham rekinn Tottenham hefur sagt upp samningi við markvarðaþjálfara sinn Hans Leitert. Þetta var tilkynnt á heimasíðu félagsins í dag. Enski boltinn 19. nóvember 2008 23:15
Walcott missir úr margar vikur Vængmaðurinn Theo Walcott hjá Arsenal og enska landsliðinu verður frá keppni næstu vikurnar eftir að hafa farið úr axlarlið á æfingu hjá enska landsliðinu. Enski boltinn 19. nóvember 2008 21:30
Verðlaunapeningur Mourinho seldist á 4,5 milljónir Verðalunapeningurinn sem Jose Mourinho fékk þegar hann gerði Chelsea að Englandsmeistara annað árið í röð hefur verið seldur á uppboði. Enski boltinn 19. nóvember 2008 20:05
Sousa tekur við QPR Paulo Sousa, fyrrum landsliðsmaður Portúgal í knattspyrnu, hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri b-deildarliðsins QPR. Hann tekur við starfinu af Ian Dowie sem látinn var fara fyrir nokkru. Enski boltinn 19. nóvember 2008 17:37
Brown sektaður Phil Brown, stjóri Hull City í ensku úrvalsdeildinni, var í dag sektaður um þúsund punda og fékk aðvörun frá enska knattspyrnusambandinu vegna hegðunar sinnar þegar hans menn töpuðu 5-0 fyrir Wigan í lok ágúst. Enski boltinn 19. nóvember 2008 17:31
Benayoun hótar að yfirgefa Liverpool Yossi Benayoun, leikmaður Liverpool, segist ósáttur við hversu fá tækifæri hann hefur fengið í byrjunarliði Liverpool á leiktíðinni. Enski boltinn 19. nóvember 2008 15:57
Skrtel ætlar sér að spila um jólin Martin Skrtel, varnarmaður Liverpool, ætlar sér að spila með liðinu á nýjan leik um jólin en hann meiddist illa í leik með liðinu í síðasta mánuði. Enski boltinn 19. nóvember 2008 13:30
Modric frá í tvær vikur Króatíski landsliðsmaðurinn Luka Modric, sem leikur með Tottenham, verður frá næstu tvær vikurnar að minnsta kosti vegna meiðsla. Enski boltinn 19. nóvember 2008 12:31
Megson hissa á Capello Gary Megson, stjóri Bolton, segist afar hissa á því að Fabio Capello landsliðsþjálfari Englands hafi ekki valið Gary Cahill í enska landsliðið. Enski boltinn 19. nóvember 2008 11:51
Pique: Leikmenn borðuðu hamborgara og drukku bjór Gerard Pique segir að leikmönnum Manchester United hafi verið leyft að borða það sem þeir vildu en hann fór frá United til Barcelona í sumar. Enski boltinn 19. nóvember 2008 11:21
Diarra meiddur á ökkla Franski miðjumaðurinn Lassana Diarra hjá Portsmouth gæti verið frá næstu þrjár vikurnar. Hann sneri sig á ökkla í markalausa leiknum gegn West Ham síðasta laugardag. Enski boltinn 18. nóvember 2008 23:15
Walcott ekki með gegn Þýskalandi Theo Walcott, leikmaður Arsenal, fór úr axlarlið á æfingu enska landsliðsins í kvöld. Hann getur því ekki leikið með í vináttulandsleiknum gegn Þýskalandi í Berlín á miðvikudagskvöld. Enski boltinn 18. nóvember 2008 21:10
Hinn umdeildi Attwell dæmir á Fratton Park Dómarinn Stuart Attwell mun um næstu helgi dæma leik Portsmouth og Hull. Þetta er hans fyrsti leikur í ensku úrvalsdeildinni síðan hann dæmdi frægt draugamark í leik Reading og Watford. Enski boltinn 18. nóvember 2008 19:45
Framtíðarmenn enska landsliðsins Theo Walcott og Wayne Rooney eiga það sameiginlegt að hafa orðið enskir landsliðsmenn áður en þeir urðu 18 ára. The Sun hefur skoðað framtíðina fyrir enska landsliðið. Enski boltinn 18. nóvember 2008 18:30
Sir Alex í tveggja leikja bann Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann og sektaður um 10 þúsund pund. Ferguson óð inn á völlinn til að ræða við Mike Dean dómara eftir að United vann Hull þann 1. nóvember. Enski boltinn 18. nóvember 2008 17:38
Drogba í þriggja leikja bann fyrir peningakastið Sóknarmaðurinn Didier Drogba hjá Chelsea hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann fyrir peningakastið í leiknum gegn Burnley í deildabikarnum. Drogba missti stjórn á skapi sínu og kastaði smápeningi í átt að stuðningsmönnum Burnley. Enski boltinn 18. nóvember 2008 17:02
David Moyes sektaður David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, hefur verið sektaður um fimm þúsund pund vegna framkomu sinnar á leik Stoke og Everton í september síðastliðnum. Enski boltinn 18. nóvember 2008 14:44
Duff vill að Kinnear verði fastráðinn Damien Duff, leikmaður Newcastle, vill að Joe Kinnear verði fastráðinn knattspyrnustjóri liðsins en undir stjórn hans hefur það unnið tvo af síðustu sjö leikjum sínum. Enski boltinn 18. nóvember 2008 11:30
Ívar: Of snemmt að afskrifa hin liðin Ívar Ingimarsson segir að það sé of snemmt að fullyrða að aðeins þrjú lið eru í baráttunni um efstu sætin í ensku B-deildinni í knattspyrnu. Enski boltinn 18. nóvember 2008 10:17
Ronaldo áhugasamur um Manchester City Brasilíumaðurinn Ronaldo segist vita vel af áhuga Manchester City á sér og að hann sé nú að einbeita sér að endurhæfingu sinni til að skoða þann möguleika betur. Enski boltinn 18. nóvember 2008 09:52
Beckford með þrennu fyrir Leeds Jermaine Beckford skoraði þrennu fyrir Leeds í kvöld þegar liðið vann 5-2 útisigur á Northampton á útivelli og komst þar með í aðra umferð FA bikarsins. Enski boltinn 17. nóvember 2008 22:55
Helgin á Englandi - Myndir Chelsea, Liverpool og Manchester United unnu andstæðinga sína örugglega um helgina í enska boltanum. Arsenal tapaði hinsvegar á heimavelli gegn Aston Villa. Enski boltinn 17. nóvember 2008 20:49
Fletcher: Scholes sá besti Miðjumaðurinn Paul Scholes hjá Manchester United er á góðum batavegi en hann hefur verið frá síðan í september. Talið er að hann snúi aftur í lið United í leik gegn Álaborg í Meistaradeildinni 10. desember. Enski boltinn 17. nóvember 2008 19:37
Dramani færist nær Stoke Samkvæmt fréttum frá Gana þá hefur Stoke City loksins náð samkomulagi um kaup á Haminu Dramani, landsliðsmanni frá Gana. Gengið verður frá kaupunum þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. Enski boltinn 17. nóvember 2008 18:30