Ferguson ætlar ekki að versla Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist sáttur við leikmannahóp sinn og ætlar engu við hann að bæta í janúar. Enski boltinn 24. desember 2008 17:16
Owen skuldar Newcastle eitt tímabil Freddy Shepherd, fyrrum stjórnarformaður Newcastle, telur að Michael Owen skuldi félaginu allavega eitt tímabil í viðbót. Óvissa ríkir um framtíð Owen og ætlar leikmaðurinn að taka ákvörðun í lok tímabilsins. Enski boltinn 24. desember 2008 14:00
Snýr Torres aftur um hátíðarnar? Fernando Torres, sóknarmaður Liverpool, gæti snúið aftur á völlinn yfir hátíðarnar. Hann hefur misst af síðustu fimm leikjum liðsins vegna meiðsla sem hann hlaut í sigurleik gegn Marseille í Meistaradeildinni. Enski boltinn 24. desember 2008 12:47
Real Madrid vill Pennant Samkvæmt heimildum Sky fréttastofunnar hefur spænska stórliðið Real Madrid komið með tilboð í Jermaine Pennant, leikmann Liverpool. Þjálfarinn Juande Ramos vill bæta við vængmanni í janúar. Enski boltinn 24. desember 2008 12:07
Fljótur að hlaupa af mér jólasteikina Hinum nítján ára Aroni Einari Gunnarssyni hefur skotið upp á stjörnuhimininn á þessu ári þar sem hann hefur unnið sér fast sæti í A-landsliðshópi Íslands og vakið mikla athygli með Coca-Cola Championship félaginu Coventry. Enski boltinn 24. desember 2008 11:00
Guðjón næsti stjóri Crewe Guðjón Þórðarson hefur gengið frá samningi við enska 2. deildarliðið Crewe Alexandra. Samningur hans er út þetta tímabil til að byrja með og verður staða mála skoðuð eftir það. Enski boltinn 24. desember 2008 10:38
Evra stefnir á þriðja bikarinn í röð Patrice Evra hefur sett sér það markmið að vinna ensku úrvalsdeildina þriðja árið í röð með Manchester United. Rauðu djöflarnir kveðja árið 2008 sem Englandsmeistarar, Evrópumeistarar og heimsmeistarar félagsliða. Enski boltinn 23. desember 2008 21:45
Simpson lánaður til WBA Arsenal ætlar að lána sóknarmanninn Jay Simpson til West Bromwich Albion. Simpson er tvítugur að aldri og er í framtíðaráætlunum Arsene Wenger. Enski boltinn 23. desember 2008 19:50
Bjartsýnn á að halda Santa Cruz Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Blackburn, er bjartsýnn á að halda sóknarmanninum Roque Santa Cruz. Paragvæski landsliðsmaðurinn hefur stöðugt verið orðaður við brotthvarf frá Ewood Park síðustu vikur. Enski boltinn 23. desember 2008 18:45
Figueroa skrifar undir hjá Wigan Vinstri bakvörðurinn Maynor Figueroa hefur skrifað undir þriggja og hálfs árs samning við Wigan. Hann hefur verið á lánssamningi hjá Wigan síðasta árið frá Deportivo Olimpia í heimalandi sínu, Hondúras. Enski boltinn 23. desember 2008 18:35
Diouf á förum í janúar? Ricky Sbragia, bráðabirgðastjóri Sunderland, viðurkennir að El-Hadji Diouf gæti yfirgefið liðið í janúar. Diouf kom til Sunderland í sumar en hefur alls ekki náð sér á strik. Enski boltinn 23. desember 2008 18:00
Guðjón talinn aðeins líklegri Guðjón Þórðarson er talinn vera líklegastur til að verða næsti knattspyrnustjóri Crewe Alexandra samkvæmt staðarblaðinu í Crewe. Enski boltinn 23. desember 2008 17:15
Mikið fjör í enska boltanum um jólin Jafnasti titilslagurinn í áraraðir í ensku úrvalsdeildinni verður nákvæmlega hálfnaður á annan dag jóla. Fimm lið gera sig líkleg til að vinna titilinn og þau verða öll í eldlínunni í jólatörninni árlegu. Enski boltinn 23. desember 2008 15:31
Fabregas úr leik í fjóra mánuði Arsenal hefur orðið fyrir gríðarlegu áfalli eftir að ljóst varð að miðjumaðurinn Cesc Fabregas geti ekki leikið með liðinu næstu fjóra mánuðina eða svo vegna hnémeiðsla. Enski boltinn 23. desember 2008 13:32
Simon Grayson tekur við Leeds Leeds United hefur gengið frá ráðningu Simon Grayson í stöðu knattspyrnustjóra félagsins. Hann tekur við af Gary McAllister sem rekinn var á sunnudaginn eftir 11 mánuði í starfi. Enski boltinn 23. desember 2008 12:47
City reyndi að fá Diarra Lassana Diarra segir að Manchester City hafi sett sig í samband skömmu áður en hann samdi að ganga í raðir Real Madrid frá Portsmouth á dögunum. Enski boltinn 23. desember 2008 12:27
Arshavin orðaður við Arsenal Rússneski miðjumaðurinn Andrei Arshavin hjá Zenit í Pétursborg er nú enn og aftur orðaður við ensku úrvalsdeildina. Enski boltinn 23. desember 2008 10:26
Upson segir óvissu ríkja hjá West Ham Varnarmaðurinn Matthew Upson hjá West Ham hefur látið í veðri vaka að hann gæti farið frá félaginu í janúar. Hann segir nokkra óvissu ríkja í herbúðum liðsins. Enski boltinn 23. desember 2008 10:16
Campbell fær að spila í enska bikarnum Framherjinn ungi Frazier Campbell hefur fengið leyfi frá Manchester United til að spila með Tottenham í enska bikarnum ef marka má frétt Daily Mail. Enski boltinn 23. desember 2008 10:08
Scolari mætti ekki á blaðamannafund Luiz Felipe Scolari, stjóri Chelsea, sleppti því viljandi að mæta á blaðamannafund í gær eftir 0-0 jafntefli hans manna við Everton. Það gerði hann til að koma sér ekki í vandræði með óheppilegum ummælum um frammistöðu dómarans. Enski boltinn 23. desember 2008 09:55
Hughes nýtur stuðnings hjá City Mark Hughes knattspyrnustjóri Manchester City nýtur stuðnings stjórnar félagsins þrátt fyrir afleitt gengi liðsins í síðustu leikjum. Þetta segir Paul Aldridge framkvæmdastjóri City. Enski boltinn 23. desember 2008 09:50
Moyes: Rétt að reka Terry af velli David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, segir að það hafi verið rétt hjá Phil Dowd að reka John Terry af velli. Everton og Chelsea gerðu markalaust jafntefli en Terry fékk beint rautt í fyrri hálfleik. Enski boltinn 22. desember 2008 23:45
Chelsea mistókst að komast á toppinn Markalaust jafntefli varð niðurstaðan í leik Everton og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Chelsea er því enn einu stigi á eftir Liverpool eins og liðið var fyrir helgina. Enski boltinn 22. desember 2008 21:50
Milner í skýjunum vegna gengis Aston Villa James Milner segir að ákveðin sigurhefð sé að skapast hjá Aston Villa. Naumur sigur á West Ham sé dæmi um leiki þar sem Villa hefur ekki verið að spila vel en nær samt þremur stigum. Enski boltinn 22. desember 2008 21:30
John Terry sendur í bað Nú er hálfleikur í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Ekkert mark hefur verið skorað í viðureign Everton og Chelsea. Enski boltinn 22. desember 2008 20:54
Viduka ætlar ekki að gefast upp Mark Viduka, sóknarmaður Newcastle segist ekkert vera farinn að íhuga það að hætta knattspynuiðkun. Viduka hefur verið að kljást við erfið meiðsli og fóru sögur í gang um að hann ætlaði að leggja skóna á hilluna næsta sumar. Enski boltinn 22. desember 2008 20:00
Helgin á Englandi - Myndir Chelsea og Manchester United léku ekki þessa helgina í ensku úrvalsdeildinni. Stórleikur helgarinnar var viðureign Arsenal og Liverpool. Enski boltinn 22. desember 2008 19:07
Diego Lopez í mark City? Njósnarar frá Manchester City voru staddir á Spáni um helgina til að fylgjast með Diego Lopez, markverði Villareal. Enski boltinn 22. desember 2008 19:00
Owen ætlar að taka ákvörðun næsta sumar Michael Owen segist verða í herbúðum Newcastle út tímabilið en vill ekki tjá sig um hvað gerist eftir það. Þessi 29 ára leikmaður verður samningslaus í sumar og hefur verið orðaður við Chelsea, Tottenham og fleiri félög. Enski boltinn 22. desember 2008 18:20
Nicky Butt ætlar í þjálfun Nicky Butt ætlar að gerast knattspyrnustjóri þegar hann leggur skó sína á hilluna. Þessi 33 ára miðjumaður er í viðræðum við Newcastle um nýjan samning. Enski boltinn 22. desember 2008 18:15