
Sara orðin leikmaður Evrópumeistaranna
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur skrifað undir samning við franska stórveldið Lyon.
Evrópumót kvenna í fótbolta fór fram í Englandi dagana 6. til 31. júlí 2022. Englendingar stóðu uppi sem sigurvegarar mótsins.
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur skrifað undir samning við franska stórveldið Lyon.
Síðustu þrír leikir íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta í undankeppni EM 2021 verða á útivelli.
Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ, segir að Puma hafi komið KSÍ í opna skjöldu með því að birta nýja KSÍ merkið á vef sínum í dag.
Sara Björk Gunnarsdóttir ræddi við heimasíðu FIFA um bókina sína „Óstöðvandi“ frá því í fyrra og krossgöturnar sem hún stendur á nú þegar hún er að spila sitt síðasta tímabil með þýsku meisturunum í Wolfsburg.
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, segist óttast að efnahagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins muni hafa meiri og verri áhrif á íþróttir kvenna en karla.
Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir og leikmaður Vals segir að það sé skemmtilegra þegar fleiri góð lið bætist í baráttuna í Pepsi Max-deild kvenna.
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur nú staðfest að EM kvenna muni fara fram frá 6. til 21. júlí sumarið 2022. Þetta segir í yfirlýsingu frá UEFA.
Afleiðingar kórónuveirufaraldursins gætu orðið mun verri fyrir knattspyrnu kvenna en karla að mati alþjóðasamtaka leikmanna, Fifpro.
UEFA hefur nú frestað öllum landsleikjum í júní og öllum leikjum í Evrópukeppnum um óákveðinn tíma. Þetta kom fram í tilkynningu frá UEFA fyrir skömmu en leikur Íslands og Rúmeníu mun þá ekki fara fram í júní eins og vonir stóðu til.
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er á niðurleið á FIFA-listanum eftir þrjá leiki sína á æfingarmótinu á Spáni á dögunum.
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, virðist eiga í einhverjum erfiðleikum með að ákveða hvað kalla skuli næsta Evrópumót karla, nú þegar ákveðið hefur verið að flytja mótið um eitt ár.
Líklega verður leikur Íslands og Lettlands í undankeppni EM kvenna færður af 4. júní. Sama dag á karlalandsliðið leik gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli.
Terje Svendsen, formaður norska knattspyrnusambandsins, segir að það sé mikilvægt að EM kvenna fari fram sumarið 2021 en verði ekki fært til vegna EM karla.
Enginn íslenskur landsliðsmaður í knattspyrnu er með kórónuveiruna samkvæmt þeim upplýsingum sem Knattspyrnusamband Íslands er með hjá sér.
Apríl-leikjum íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta hefur verið frestað. Nýjar dagsetningar hafa ekki verið gefnar út.
EM kvenna í fótbolta verður að EM 2022 eftir tilfærsluna á EM karla í dag.
Ísland lagði Úkraínu að velli, 1-0, í síðasta leik sínum á Pinatar-mótinu á Spáni. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði eina mark leiksins.
Agla María Albertsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir koma inn í byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Úkraínu á Pinatar-mótinu.
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, vill sjá betri frammistöðu og sterkari karkater í sínum stelpum þegar íslenska liðið mætir Úkraínu í dag í lokaleiknum á æfingamótinu á Spáni.
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði í dag fyrir Skotlandi, 1-0, á Pinatar-mótinu á Spáni.
„Þetta var æðisleg tilfinning,“ segir Cecilía Rán Rúnarsdóttir sem 16 ára gömul lék sinn fyrsta A-landsleik í fótbolta í dag. Hún þarf hins vegar að kveðja liðsfélaga sína á morgun.
Þrátt fyrir 1-0 sigur gegn Norður-Írlandi á Spáni í dag segir Jón Þór Hauksson leikinn sennilega þann slakasta hjá kvennalandsliðinu í fótbolta frá því að hann tók við stjórn liðsins.
Íslenska kvennalandsliðið vann 1-0 sigur á Norður Írlandi í fyrsta leik sínum á Pinatar æfingamótinu á Spáni. Ísland á eftir að mæta Úkraínu og Skotlandi á árinu.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir verður í dag yngsti markvörður A-landsliðanna frá upphafi þegar hún byrjar leikinn á móti Norður Írum á æfingamótinu á Spáni.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir fær sitt fyrsta tækifæri með A-landsliði kvenna í dag en landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson hefur valið hana í byrjunarlið sitt á móti Norður Írlandi í opnunarleik Pinatar æfingamótsins á Spáni.
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilar í dag fyrsta leik sinn á Pinatar æfingamótinu á Spáni en mótið kom í staðinn fyrir Algarve mótið sem íslenska liðið fékk ekki að spila á í ár.
Landsliðskonan Sif Atladóttir er ólétt af sínu öðru barni.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar.
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á fína möguleika á að komast á Evrópumótið í Englandi sumarið 2021 eftir að hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína í undankeppninni. Komist Ísland í lokakeppnina gæti liðið spilað á sumum af frægustu leikvöngum heims.
Íslensku landsliðskonurnar geta tekið fyrstu stigin í þjálfaranámi KSÍ á Pinatar þangað sem liðið fer í æfingaferð í næsta mánuði.