Málaskráin skemmdi fyrir: Vitni í sakamáli fékk neikvæða umsögn Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2015 07:00 Katrín Oddsdóttir Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt þá ákvörðun ríkislögreglustjóra að veita ungum manni neikvæða umsögn vegna umsóknar hans um aðgang að haftasvæði flugverndar. Maðurinn sótti um aðganginn í tengslum við starf sitt fyrir ISAVIA við flugstjórnar- og flugnám. Umsögn ríkislögreglustjóra var neikvæð með vísan til fyrirliggjandi upplýsinga um manninn úr málaskrá lögreglunnar. Maðurinn var með hreint sakavottorð, en hafði komið við sögu lögreglu, meðal annars sem vitni og við skýrslugjöf. „Þetta er fyrst og fremst staðfesting á því að notkun á málaskrá lögreglu er oft og tíðum því miður mjög vafasöm. Það verður að búa til skýrar reglur um hvað megi geyma þar, hvenær því ber að eyða og með hvaða hætti megi nota það sem þar stendur,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður mannsins. Í dóminum segir að ríkislögreglustjóri hafi á engan hátt rökstutt með hvaða hætti staða mannsins sem vitni í sakamáli gerði það að verkum að umsögnin ætti að vera neikvæð. Staðhæfing lögreglustjórans um að ítrekaðar skráningar í lögreglukerfinu séu almenns eðlis og sýni ekki fram á að tilgreindar skráningar eða upplýsingar um manninn séu til þess fallnar að draga megi í efa hæfi hans til að njóta aðgangs að haftasvæði flugverndar. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, spurði Ólöfu Nordal innanríkisráðherra í mars að því hvort gangskör hafi verið gerð að því að setja ákvæði um eyðingu gagna úr gagnagrunninum og lét þess getið að samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hefðu hvorki meira né minna en 19.621 fyrirtæki og 325.003 einstaklingar verið skráðir hjá lögreglu, þar af 19.754 látnir. „Gagnagrunnurinn þarf að vera settur þannig upp að ef einhver kemur að einhverju máli þá safnist ekki upp einhver slóð sem síðan er hægt að nota gegn viðkomandi án samhengis. Ég hef ekki fengið nægilega skýr svör um þetta en ég veit að þetta kerfi er bara ónothæft. Ég hef ítrekað rætt þetta niðri á þingi en svo gerist ekki neitt. Ég mun halda áfram að beita mér fyrir því að þessi mál verði sett í viðunandi horf,“ segir Birgitta. Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt þá ákvörðun ríkislögreglustjóra að veita ungum manni neikvæða umsögn vegna umsóknar hans um aðgang að haftasvæði flugverndar. Maðurinn sótti um aðganginn í tengslum við starf sitt fyrir ISAVIA við flugstjórnar- og flugnám. Umsögn ríkislögreglustjóra var neikvæð með vísan til fyrirliggjandi upplýsinga um manninn úr málaskrá lögreglunnar. Maðurinn var með hreint sakavottorð, en hafði komið við sögu lögreglu, meðal annars sem vitni og við skýrslugjöf. „Þetta er fyrst og fremst staðfesting á því að notkun á málaskrá lögreglu er oft og tíðum því miður mjög vafasöm. Það verður að búa til skýrar reglur um hvað megi geyma þar, hvenær því ber að eyða og með hvaða hætti megi nota það sem þar stendur,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður mannsins. Í dóminum segir að ríkislögreglustjóri hafi á engan hátt rökstutt með hvaða hætti staða mannsins sem vitni í sakamáli gerði það að verkum að umsögnin ætti að vera neikvæð. Staðhæfing lögreglustjórans um að ítrekaðar skráningar í lögreglukerfinu séu almenns eðlis og sýni ekki fram á að tilgreindar skráningar eða upplýsingar um manninn séu til þess fallnar að draga megi í efa hæfi hans til að njóta aðgangs að haftasvæði flugverndar. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, spurði Ólöfu Nordal innanríkisráðherra í mars að því hvort gangskör hafi verið gerð að því að setja ákvæði um eyðingu gagna úr gagnagrunninum og lét þess getið að samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hefðu hvorki meira né minna en 19.621 fyrirtæki og 325.003 einstaklingar verið skráðir hjá lögreglu, þar af 19.754 látnir. „Gagnagrunnurinn þarf að vera settur þannig upp að ef einhver kemur að einhverju máli þá safnist ekki upp einhver slóð sem síðan er hægt að nota gegn viðkomandi án samhengis. Ég hef ekki fengið nægilega skýr svör um þetta en ég veit að þetta kerfi er bara ónothæft. Ég hef ítrekað rætt þetta niðri á þingi en svo gerist ekki neitt. Ég mun halda áfram að beita mér fyrir því að þessi mál verði sett í viðunandi horf,“ segir Birgitta.
Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Sjá meira