Málaskráin skemmdi fyrir: Vitni í sakamáli fékk neikvæða umsögn Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2015 07:00 Katrín Oddsdóttir Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt þá ákvörðun ríkislögreglustjóra að veita ungum manni neikvæða umsögn vegna umsóknar hans um aðgang að haftasvæði flugverndar. Maðurinn sótti um aðganginn í tengslum við starf sitt fyrir ISAVIA við flugstjórnar- og flugnám. Umsögn ríkislögreglustjóra var neikvæð með vísan til fyrirliggjandi upplýsinga um manninn úr málaskrá lögreglunnar. Maðurinn var með hreint sakavottorð, en hafði komið við sögu lögreglu, meðal annars sem vitni og við skýrslugjöf. „Þetta er fyrst og fremst staðfesting á því að notkun á málaskrá lögreglu er oft og tíðum því miður mjög vafasöm. Það verður að búa til skýrar reglur um hvað megi geyma þar, hvenær því ber að eyða og með hvaða hætti megi nota það sem þar stendur,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður mannsins. Í dóminum segir að ríkislögreglustjóri hafi á engan hátt rökstutt með hvaða hætti staða mannsins sem vitni í sakamáli gerði það að verkum að umsögnin ætti að vera neikvæð. Staðhæfing lögreglustjórans um að ítrekaðar skráningar í lögreglukerfinu séu almenns eðlis og sýni ekki fram á að tilgreindar skráningar eða upplýsingar um manninn séu til þess fallnar að draga megi í efa hæfi hans til að njóta aðgangs að haftasvæði flugverndar. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, spurði Ólöfu Nordal innanríkisráðherra í mars að því hvort gangskör hafi verið gerð að því að setja ákvæði um eyðingu gagna úr gagnagrunninum og lét þess getið að samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hefðu hvorki meira né minna en 19.621 fyrirtæki og 325.003 einstaklingar verið skráðir hjá lögreglu, þar af 19.754 látnir. „Gagnagrunnurinn þarf að vera settur þannig upp að ef einhver kemur að einhverju máli þá safnist ekki upp einhver slóð sem síðan er hægt að nota gegn viðkomandi án samhengis. Ég hef ekki fengið nægilega skýr svör um þetta en ég veit að þetta kerfi er bara ónothæft. Ég hef ítrekað rætt þetta niðri á þingi en svo gerist ekki neitt. Ég mun halda áfram að beita mér fyrir því að þessi mál verði sett í viðunandi horf,“ segir Birgitta. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt þá ákvörðun ríkislögreglustjóra að veita ungum manni neikvæða umsögn vegna umsóknar hans um aðgang að haftasvæði flugverndar. Maðurinn sótti um aðganginn í tengslum við starf sitt fyrir ISAVIA við flugstjórnar- og flugnám. Umsögn ríkislögreglustjóra var neikvæð með vísan til fyrirliggjandi upplýsinga um manninn úr málaskrá lögreglunnar. Maðurinn var með hreint sakavottorð, en hafði komið við sögu lögreglu, meðal annars sem vitni og við skýrslugjöf. „Þetta er fyrst og fremst staðfesting á því að notkun á málaskrá lögreglu er oft og tíðum því miður mjög vafasöm. Það verður að búa til skýrar reglur um hvað megi geyma þar, hvenær því ber að eyða og með hvaða hætti megi nota það sem þar stendur,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður mannsins. Í dóminum segir að ríkislögreglustjóri hafi á engan hátt rökstutt með hvaða hætti staða mannsins sem vitni í sakamáli gerði það að verkum að umsögnin ætti að vera neikvæð. Staðhæfing lögreglustjórans um að ítrekaðar skráningar í lögreglukerfinu séu almenns eðlis og sýni ekki fram á að tilgreindar skráningar eða upplýsingar um manninn séu til þess fallnar að draga megi í efa hæfi hans til að njóta aðgangs að haftasvæði flugverndar. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, spurði Ólöfu Nordal innanríkisráðherra í mars að því hvort gangskör hafi verið gerð að því að setja ákvæði um eyðingu gagna úr gagnagrunninum og lét þess getið að samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hefðu hvorki meira né minna en 19.621 fyrirtæki og 325.003 einstaklingar verið skráðir hjá lögreglu, þar af 19.754 látnir. „Gagnagrunnurinn þarf að vera settur þannig upp að ef einhver kemur að einhverju máli þá safnist ekki upp einhver slóð sem síðan er hægt að nota gegn viðkomandi án samhengis. Ég hef ekki fengið nægilega skýr svör um þetta en ég veit að þetta kerfi er bara ónothæft. Ég hef ítrekað rætt þetta niðri á þingi en svo gerist ekki neitt. Ég mun halda áfram að beita mér fyrir því að þessi mál verði sett í viðunandi horf,“ segir Birgitta.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira