Fleiri fréttir

Sóttu hart að forstjórum stórra tæknifyrirtækja

Þeir Jeff Bezos, forstjóri Amazon, Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, Tim Cook, forstjóri Apple, og Sundar Pichai, forstjóri Google, voru boðaðir á fundi samkeppniseftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær og beindust spjótin sérstaklega að forstjórum Facebook og Google þar sem þeir voru sakaðir um að grafa undan samkeppnisaðilum sínum.

Tap ferðamannaiðnaðarins þrefalt meira en í kreppunni

Ferðamannaiðnaðurinn í heiminum hefur orðið af tugum þúsunda milljarða króna vegna kórónuveiruheimsfaraldursins, um þrefalt meira en í efnahagskreppunni sem gekk yfir heiminn árið 2009, að mati ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO).

Í fínu lagi að halda Iittala-límmiðanum

Fólki er það í sjálfsvald sett hvort það tekur límmiðann af Iittala-vörum eða ekki, að sögn starfsmanna þriggja Iittala-verslana í Helsinki sem Vísir ræddi við.

British Airways leggur júmbó-þotunni

Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að leggja öllum Boeing 747 júmbó þotum sínum. Til þessa hefur ekkert annað flugfélag í heiminum notað jafnmargar júmbó þotur í flugáætlun sinni

Öflugur viðsnúningur í Kína

Hagvöxtur í Kína er að taka við sér á ný eftir djúpa 6,8 prósenta niðursveiflu fyrstu þrjá mánuði þessa árs.

Kínverjar gagnrýna Huawei-bann Breta harðlega

Ákvörðun breskra stjórnvalda um að banna 5G-tæknibúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei er rakalaus að mati kínversku ríkisstjórnarinnar. Hún hótar að grípa til aðgerða til þess að tryggja „lögmæta hagsmuni“ kínverskra fyrirtækja.

Apple þarf ekki að greiða milljarða í skatta á Írlandi

Almenni dómstóll Evrópusambandsins ógilti í dag ákvörðun framkvæmdastjórnar sambandsins sem skikkaði tæknifyrirtækið Apple til að greiða þrettán milljarða evra, jafnvirði um 2.080 milljarða íslenskra króna, í skattaskuld á Írlandi.

Bretar banna vörur Huawei frá áramótum

Farsímafyrirtækjum í Bretlandi verður bannað að kaupa 5G-fjarskiptabúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei frá áramótum og verður gert að losa sig við þann sem þau eiga fyrir árið 2027. Ákvörðunin gæti tafið 5G-væðingu Bretlands um allt að ár.

Deutsche Bank sektaður vegna tengsla við Ep­stein

Deutsche Bank, einn stærsti banki heims, hefur verið sektaður um 150 milljónir Bandaríkjadala, eða um 21 milljarð íslenskra króna fyrir að hafa ekki haft nægilegt eftirlit með viðskiptum barnaníðingsins Jeffrey Epstein sem fóru fram í gegn um bankann.

Air France fækkar störfum um 7.500

Talsverður samdráttur verður hjá franska flugfélaginu Air France en Air France-KLM hefur ákveðið að fækka starfsfólki í franska hluta félagsins um 7.500.

Tesla tekur fram úr Toyota

Bandaríski bílaframleiðandinn Tesla er orðinn verðmætasti bílaframleiðandi heims. Tesla tekur þar með fram úr Toyota, þrátt fyrir að japanski bílaframleiðandinn framleiði þrjátíu sínnum fleiri bíla og sé með tíu sinni hærri tekjur en Tesla.

Svíar og Danir setja um 180 milljarða í SAS

Stjórnvöld í Svíþjóð og Danmörku hafa aukið eignarhlut sinn í norræna flugfélaginu SAS eftir að þau settu samtals um 180 milljarða króna inn í félagið til að bjarga frá þroti.

Tilraunaflug 737 MAX hófst í dag

Boeing 737 MAX flugvél hóf sig að loft að nýju í Bandaríkjunum í dag eftir að tilraunaflug Boeing og Flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum vegna MAX-vélanna hófst í dag.

Vogue Scandinavia hefur göngu sína næsta vor

Ný útgáfa tískutímaritsins Vogue er væntanleg næsta vor en tímaritið sem mun bera titilinn Vogue Scandinavia mun vera gefið út á ensku og einblína á norræna hönnun.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.