Viðskipti erlent

Innleysa útistandandi hluti í Heimavöllum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Heimavellir sérhæfir sig í útleigu íbúða.
Heimavellir sérhæfir sig í útleigu íbúða. Vísir/VIlhelm

Hið norska félag Fredensborg ICE ehf hefur eignast 99,45 prósent hlutafjár í Heimavöllum eftir uppgjör á yfirtökutilboði félagsins til hluthafa félagsins fór fram. 242 hluthafar tóku tilboðinu og mun Fredensborg nýta heimild til þess að innleysa útistandandi hluti í Heimavöllum.

Greint var frá því í mars síðastliðnum að Fredensborg ICE ehf, dótturfélag hins norska Fredensborg AS, hafi keypt næstum tvo þriðju hluta í Heimavöllum, sem sérhæfir sig í útleigu íbúða. Í framhaldi af kaupunum gerði félagið öðrum hluthöfum yfirtökutilboð á genginu 1,5 á hlut.

Í tilkynningu til kauphallar segir að alls hafi 242 hluthafar sem áttu samtals 2.735.828.198 hluti í Heimavöllum, eða sem nemur 24,32 prósent hlutafjár í félaginu, tekið tilboðinu.

Eignarhlutur Fredensborg ICE ehf. nam 73,93 prósent fyrir tilboðið en mun nema 98,25% af heildarhlutafé við uppgjör viðskipta eða 99,45% þegar leiðrétt hefur verið fyrir eigin hlutum, að því er fram kemur í tilkynningunnni. Hluthafar sem tóku tilboðinu fá greitt með reiðufé og fer greiðsla fram eigi síðar en þann 22. júní næstkomandi í samræmi við skilmála tilboðsins.

Eftir uppgjörið hefur Fredensborg ICe eignast meira en 9/10 hlutafjár og atkvæðisréttar í Heimavöllum. Í tilkynningunni segir að félagið hafi, ásamt stjórn Heimavalla, ákveðið að beita innlausnarrétti samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti. Mun hluthöfum Heimavalla hf., sem innlausnin tekur til, verða send tilkynning um innlausnina á næstu dögum.

Innlausnarverðið er 1,5 kr. fyrir hvern hlut í Heimavöllum hf. og greitt verður fyrir hlutina með reiðufé. Er um að ræða sama verð og Fredensborg ICE ehf. bauð hluthöfum Heimavalla hf. í yfirtökutilboði sem lauk 15. júní, að því er segir í tilkynningunni. Fredensborg ICE hefur í hyggju að afskrá Heimavelli af aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
1,69
11
246.884
ICESEA
1,02
2
276
MAREL
1
3
656
EIM
0,71
3
3.331
ICEAIR
0,57
17
2.247

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-0,81
3
2.424
TM
-0,75
2
1.743
ARION
-0,45
12
178.970
EIK
-0,28
1
760
SJOVA
-0,25
2
3.253
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.