Viðskipti erlent

Vilja hefja flug milli Bandaríkjanna og Evrópu á ný

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Stjórnendur British Airways og Lufthansa eru á meðal þeirra sem rita bréfið.
Stjórnendur British Airways og Lufthansa eru á meðal þeirra sem rita bréfið. Vísir/Getty

Stjórnendur stærstu flugfélaga heimsins hafa tekið sig saman og ritað bréf til stjórnvalda í Bandaríkjunum og Evrópu þar sem þau eru hvött til að finna leiðir til að koma farþegaflugi á milli Bandaríkjanna og Evrópu á réttan kjöl á ný.

Kórónuveirufaraldurinn hefur að mestu lamað ferðalög á milli álfana og stjórnendurnir hvetja nú ríkisstjórnir til að koma sér saman um kerfi skimana fyrir kórónuveirunni svo unnt verði að ferðast á ný. 

Flugfélögin sem um ræðir eru meðal annarra British Airways, United Airlines og Lufthansa.

Bréfið var sent á Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna og Ylvu Johannson, innanríkismálastjóra Evrópusambandsins. Bandaríkjamenn komast ekki til Evrópu eins og stendur og sömu sögu er mestmegnis að segja af Evrópumönnum sem komast vilja til Bandaríkjanna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
1,01
8
214.138
SIMINN
0,84
6
241.648
SYN
0,41
1
97
REITIR
0,2
1
509
ARION
0,14
12
114.562

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-1,82
5
22.388
KVIKA
-1,35
6
122.400
SKEL
-1,17
8
93.642
ICEAIR
-1,1
16
2.659
FESTI
-0,87
4
69.564
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.