Tilraunaflug 737 MAX hófst í dag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. júní 2020 21:06 Boeing 737 MAX vél hefur sig til lofts. Getty/Stephen Brashear/ Boeing 737 MAX flugvél hóf sig að loft að nýju í Bandaríkjunum í dag eftir að tilraunaflug Boeing og Flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum vegna MAX-vélanna hófst í dag. Flugmaður á vegum FAA, flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum, var við stjórn er Boeing 737 MAX 7 flaug í um 90 mínútur eftir flugtak frá Boeing Field í grennd við Seattle í Bandaríkjunum í morgun að bandarískum tíma. Framundan er þriggja daga ferli þar sem MAX-vélum verður flogið í tilraunaskyni undir vökulum augum starfsmanna Boeing og FAA. Í frétt Seattle Times segir að þar með sé risaskref tekið á þeirri vegferð Boeing að fá flugbanni á vélarnar aflétt. Það hefur verið í gildi um allan heim frá því í mars á síðata ári eftir tvo mannskæð flugslys þar sem alls 346 létust um borð í MAX vélum sem meðal annars hafa verið rakin til hönnunar Boeing á MAX-vélunum. Í frétt Seattle Times segir að tilraunaflugin nú beinist einkum að því að meta hvernig verkfræðingum og hugbúnaðarsérfræðingum hafi tekist að breyta sjálfvirku kerfi sem nefnist MCAS og er talið eiga stóran þátt í slysunum mannskæðu. Hugbúnaðurinn sem um ræðir reiðir sig á gögn frá skynjurum sem mæla afstöðu flugvélarinnar. Hann á að koma í veg fyrir ofris ef skynjararnir benda til þess að flugvélin fljúgi og lágt eða bratt. Takist vel til og ekkert óvænt gerist í millitíðinni segir í frétt Seattle Times að flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum geti gefið grænt ljós á að MAX-vélarnar verði aftur teknar í notkun í haust. Flugbannið hefur haft áhrif á fjölmörg flugfélög víða um heim, þar á meðal Icelandair, sem hafði tekið nokkrar MAX-vélar í notkun er flugbannið var sett á, og lagt inn pantanir fyrir fleiri. Markaðir ytra tóku prófununum á Boeing Field vel en hlutabréf Boeing hækkuðu um fjórtan prósent í viðskiptum dagsins á Wall Street. Bandaríkin Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Boeing 737 MAX flugvél hóf sig að loft að nýju í Bandaríkjunum í dag eftir að tilraunaflug Boeing og Flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum vegna MAX-vélanna hófst í dag. Flugmaður á vegum FAA, flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum, var við stjórn er Boeing 737 MAX 7 flaug í um 90 mínútur eftir flugtak frá Boeing Field í grennd við Seattle í Bandaríkjunum í morgun að bandarískum tíma. Framundan er þriggja daga ferli þar sem MAX-vélum verður flogið í tilraunaskyni undir vökulum augum starfsmanna Boeing og FAA. Í frétt Seattle Times segir að þar með sé risaskref tekið á þeirri vegferð Boeing að fá flugbanni á vélarnar aflétt. Það hefur verið í gildi um allan heim frá því í mars á síðata ári eftir tvo mannskæð flugslys þar sem alls 346 létust um borð í MAX vélum sem meðal annars hafa verið rakin til hönnunar Boeing á MAX-vélunum. Í frétt Seattle Times segir að tilraunaflugin nú beinist einkum að því að meta hvernig verkfræðingum og hugbúnaðarsérfræðingum hafi tekist að breyta sjálfvirku kerfi sem nefnist MCAS og er talið eiga stóran þátt í slysunum mannskæðu. Hugbúnaðurinn sem um ræðir reiðir sig á gögn frá skynjurum sem mæla afstöðu flugvélarinnar. Hann á að koma í veg fyrir ofris ef skynjararnir benda til þess að flugvélin fljúgi og lágt eða bratt. Takist vel til og ekkert óvænt gerist í millitíðinni segir í frétt Seattle Times að flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum geti gefið grænt ljós á að MAX-vélarnar verði aftur teknar í notkun í haust. Flugbannið hefur haft áhrif á fjölmörg flugfélög víða um heim, þar á meðal Icelandair, sem hafði tekið nokkrar MAX-vélar í notkun er flugbannið var sett á, og lagt inn pantanir fyrir fleiri. Markaðir ytra tóku prófununum á Boeing Field vel en hlutabréf Boeing hækkuðu um fjórtan prósent í viðskiptum dagsins á Wall Street.
Bandaríkin Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira