Bandaríkin íhuga að banna TikTok Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júlí 2020 09:04 TikTok hefur á skömmum tíma orðið eitt vinsælasta smáforrit heims. Vísir/getty Stjórnvöld í Bandaríkjunum íhuga nú að banna smáforritið TikTok í landinu, auk annarra kínverskra smáforrita. Þetta staðfesti utanríkisráðherrann Mike Pompeo í viðtali á sjónvarpsstöðinni Fox News í gærkvöldi. „Varðandi kínversk smáforrit í símum fólks, ég get fullvissað þig um það að Bandaríkin munu einnig fara rétt með þetta, Laura,“ sagði Pompeo og ávarpaði þar stjórnanda þáttarins, Lauru Ingraham. „Ég vil ekki taka fram fyrir hendurnar á forsetanum [Donald Trump] en þetta er eitthvað sem við erum að skoða.“ Mike Pompeo er utanríkisráðherra Bandaríkjanna.vísir/getty Þá kvað hann stjórnvöld taka málið „mjög alvarlega“ og varaði Bandaríkjamenn við því að hala appinu niður í síma sína. Það ætti fólk aðeins að gera „ef þið viljið að persónuuupplýsingar um ykkur rati í hendur kínverska kommúnistaflokksins.“ TikTok hefur orðið einn vinsælasti samfélagsmiðill heims á skömmum tíma og státar af tæpum milljarði notenda, þar af er stór hluti Bandaríkjamenn. Móðurfyrirtæki TikTok er hið kínverska ByteDance og þykir ekki til fyrirmyndar í persónuverndar- og netöryggismálum. ByteDance hefur hins vegar neitað því staðfastlega að fyrirtækið deili persónuupplýsingum notenda með kínverskum stjórnvöldum. Þá mun TikTok fljótlega þurfa frá að hverfa í öðrum heimshornum. Forritið hættir innan skamms að vera aðgengilegt í kínverska sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong, sökum hertra öryggislaga sem þar var komið á að tilstuðlan kínverskra stjórnvalda. Indversk stjórnvöld tilkynntu jafnframt í síðustu viku að banna ætti TikTok og önnur kínversk smáforrit þar sem þau væru „ógn við fullveldi og heilindi“ Indlands. Samfélagsmiðlar Tækni Bandaríkin Kína Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Stjórnvöld í Bandaríkjunum íhuga nú að banna smáforritið TikTok í landinu, auk annarra kínverskra smáforrita. Þetta staðfesti utanríkisráðherrann Mike Pompeo í viðtali á sjónvarpsstöðinni Fox News í gærkvöldi. „Varðandi kínversk smáforrit í símum fólks, ég get fullvissað þig um það að Bandaríkin munu einnig fara rétt með þetta, Laura,“ sagði Pompeo og ávarpaði þar stjórnanda þáttarins, Lauru Ingraham. „Ég vil ekki taka fram fyrir hendurnar á forsetanum [Donald Trump] en þetta er eitthvað sem við erum að skoða.“ Mike Pompeo er utanríkisráðherra Bandaríkjanna.vísir/getty Þá kvað hann stjórnvöld taka málið „mjög alvarlega“ og varaði Bandaríkjamenn við því að hala appinu niður í síma sína. Það ætti fólk aðeins að gera „ef þið viljið að persónuuupplýsingar um ykkur rati í hendur kínverska kommúnistaflokksins.“ TikTok hefur orðið einn vinsælasti samfélagsmiðill heims á skömmum tíma og státar af tæpum milljarði notenda, þar af er stór hluti Bandaríkjamenn. Móðurfyrirtæki TikTok er hið kínverska ByteDance og þykir ekki til fyrirmyndar í persónuverndar- og netöryggismálum. ByteDance hefur hins vegar neitað því staðfastlega að fyrirtækið deili persónuupplýsingum notenda með kínverskum stjórnvöldum. Þá mun TikTok fljótlega þurfa frá að hverfa í öðrum heimshornum. Forritið hættir innan skamms að vera aðgengilegt í kínverska sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong, sökum hertra öryggislaga sem þar var komið á að tilstuðlan kínverskra stjórnvalda. Indversk stjórnvöld tilkynntu jafnframt í síðustu viku að banna ætti TikTok og önnur kínversk smáforrit þar sem þau væru „ógn við fullveldi og heilindi“ Indlands.
Samfélagsmiðlar Tækni Bandaríkin Kína Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira