Viðskipti erlent

Vogue Scandinavia hefur göngu sína næsta vor

Andri Eysteinsson skrifar
Anna Wintour ritstjóri Vogue og Martina Bonnier ritstjóri Vogue Scandinavia
Anna Wintour ritstjóri Vogue og Martina Bonnier ritstjóri Vogue Scandinavia Getty/ Mikael Jansson

Ný útgáfa tískutímaritsins Vogue er væntanleg næsta vor en tímaritið sem mun bera titilinn Vogue Scandinavia mun vera gefið út á ensku og einblína á norræna hönnun.

Höfuðstöðvar Vogue Scandinavia verða í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi en í blaðinu verður fjallað um Norðurlöndin öll þar á meðal Ísland.

„Síðustu ár hefur skandinavísk hönnun og einstök menning svæðisins orðið fjölda fólks um heim allan innblástur,“ segir Wolfgang Blau forseti Condé Nast sem á Vogue.

Blaðinu verður ritstýrt af Martinu Bonnier sem starfaði sem ritstýra Damernas Värld eins stærsta lífsstílstímarits Norðurlandanna. Hún hefur einnig komið fram í sjónvarpi í Danmörku og Svíþjóð ásamt því að hafa gefið út bækur um tísku og stíl.

„Ég er spennt fyrir því að koma Vogue Scandinavia á tímum þar sem tíska er að breytast gríðarlega. Norðurlöndin eru frábær í því að aðlagast að breytingum og tískustraumum með hraði. Ég er himinlifandi yfir því að loksins verði til Vogue fyrir norðurlöndin og er spennt að deila með fleirum norrænum lífstíl og þeirri miklu sköpunargáfu sem hér finnst,“ sagði Bonnier í tilkynningu frá Condé Nast.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
1,72
2
26.205
REITIR
1,35
3
23.415
EIK
0,87
2
17.405
ICEAIR
0,54
3
1.018
MAREL
0,43
3
126.200

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICESEA
-1,5
1
4.702
ORIGO
-0,65
2
1.399
KVIKA
-0,3
2
1.860
EIM
0
2
409
REGINN
0
3
27.359
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.