Viðskipti erlent

Lufthansa flýgur til Íslands á ný

Sylvía Hall skrifar
Lufthansa mun bjóða upp á flug þrisvar í viku.
Lufthansa mun bjóða upp á flug þrisvar í viku. Vísir/Getty

Þýska flugfélagið Lufthansa mun hefja flug hingað til lands þrisvar í viku í byrjun júní. Þetta kemur fram í svari svæðisstjóra félagsins við fyrirspurn Túrista sem greinir frá.

Félagið mun fljúga til Íslands frá Frankfurt tvisvar í viku og þá verður eitt flug í hverri viku frá Munchen. Ekki liggur fyrir hvaða daga verði flogið en í fyrstu verður flug frá Keflavíkurflugvelli til Frankfurt á fimmtudögum og laugardögum.

Lufthansa tilkynnti nýlega áfangastaði sem yrðu settir í forgang en Ísland var ekki á meðal þeirra. Þó flaug félagið til Íslands fyrir kórónuveirufaraldurinn frá Frankfurt og bauð upp á flug frá Munchen yfir sumarið.

Faraldur kórónuveirunnar hefur haft gífurleg áhrif á rekstur félagsins. Í lok aprílmánaðar gaf  félagið út viðvörun þess efnis að lausafé félagsins myndi klárast innan fáeinna vikna ef ekkert yrði að gert.

Áður en kórónuveiran breiddist út um heiminn, með tilheyrandi ferðatakmörkunum, var Lufthansa í heilbrigðum rekstri og framtíð fyrirtækisins tiltölulega björt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
4,76
1
154
BRIM
1,82
7
315.738
REITIR
0,56
2
17.880
SJOVA
0,25
3
4.814
ORIGO
0,16
1
23

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-7,61
7
473
LEQ
-1,51
1
2.387
MAREL
-1,27
5
168.910
SYN
-0,41
1
244
ICESEA
0
1
18
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.