Viðskipti erlent

Norwegian vill ógilda risasamning við Boeing

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Boeing 737 Max-þotur Norwegian hafa varla verið hreyfðar frá því í mars árið 2019.
Boeing 737 Max-þotur Norwegian hafa varla verið hreyfðar frá því í mars árið 2019. EPA/JOHAN NILSSON

Flugfélagið Norwegian hyggst hætta við kaup á tæplega 100 Boeingþotum. Í tilkynningu til norsku kauphallarinnar segir jafnframt að flugfélagið ætli sér að sækja þá fjármuni sem Norwegian hefur þegar greitt Boeing í viðskiptunum.

Í samtali við norska viðskiptamiðiðilinn E24 segir Geir Karlsen, fjármálastjóri flugfélagsins, að Norwegian hafi ekki fengið svar frá flugvélaframleiðandanum. „Við erum ekki búin að ná samkomulagi við Boeing. Það er áfram ætlun okkar að landa samningi en takist það ekki verður niðurstaðan sú sem við tilkynntum í dag,“ segir Geir. 

Tilkynningin til kauphallarinnar sé niðurstaða samningaviðræðna við flugvélaframleiðandann sem staðið hafi yfir undanfarna mánuði. Í svari við fyrirspurn E24 segist Boeing ekki vilja tjá sig um viðræður við viðskiptavini sína.

Um er að ræða 97 þotur: Fimm af gerðinni Boeing 787 Dreamliner og 92 af tegundinni 737 Max. Þær síðarnefndu hafa verið kyrrsettar í rúmt ár eftir tvö flugslys með skömmu millibilli. Tilraunaflug Boeing og Flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum vegna MAX-vélanna hófst vestanhafs í gær, sem sagt er stórt skref í átt að því að fá flugbanninu aflétt.

Tilkynning Norwegian til kauphallarinnar kemur í kjölfar mikilla rekstrarörðugleika flugfélagsins í kórónuveirufaraldrinum. Eftir snarpa fækkun farþega og taprekstur sem hljóp á milljörðum króna á mánuði var flugfélagið á barmi gjaldþrots, en rær nú lífróður með aðstoð norskra stjórnvalda.

Flugfélagið samdi við kröfuhafa, breytti skuldum í eigið fé og réðst í hlutafjárútboð gegn ríkisábyrgð á lánum. Stærstu hluthafar Norwegian í dag eru flugvélaleigur, en eftir björgunarðagerðirnir sitja fyrri hluthafar eftir með um 5 prósent hlut í flugfélaginu.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
2,77
5
408.061
KVIKA
1,39
8
279.026
LEQ
1,33
2
518
SJOVA
1,25
5
63.600
ICEAIR
1,23
12
4.820

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-1,23
1
441
SIMINN
-0,74
2
65.812
HAGA
-0,17
1
203
FESTI
-0,13
1
58.125
SYN
-0,11
3
9.473
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.