Hrun á Wall Steet eftir svartar kórónuveirutölur Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2020 22:45 Kórónuveiran heldur áfram að hafa mikil áhrif á efnahag heimsins. Svartsýnari tölur um þróun faraldursins í Bandaríkjunum virðast hafa skekið fjárfesta á Wall Street. AP/Mark Lennihan Verð á hlutabréfum á Wall Street hrundi meira en það hefur gert frá upphafsdögum kórónuveirufaraldursins um miðjan mars eftir að nýjum smitum fjölgaði á nýjan leik vestanhafs í dag. Seðlabanki Bandaríkjanna varaði við því í gær að efnahagsbati eftir dýpstu niðursveiflu í áratugi yrði hægur. Dow Jones-vísitalan lækkaði um meira en 1.800 stig í dag og S&P500-vísitalan um 5,9%. Slíkt verðhrun hefur ekki átt sér stað frá um miðjan mars þegar viðskipti voru ítrekað stöðvuð í kauphöllinni. Þrátt fyrir tugi þúsunda dauðsfalla og mestu efnahagsþrengingar í áratugi höfðu hlutabréfamarkaðir náð sér nær algerlega undanfarnar vikur. AP-fréttastofan segir að sérfræðingar hafi talið að viðsnúningurinn frá því í mars hafi verið ýktur og endurspeglaði ekki alvarlegt efnahagsástandið. Nýjum kórónuveirusmitum fjölgar nú í tæpum helmingi ríkja Bandaríkjanna. Sú þróun er að hluta til rakin til þess að ríki eru byrjuð að slaka á takmörkunum sem var komið á vegna faraldursins. Steve Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, varaði við því í dag að Bandaríkin gætu ekki látið faraldurinn stöðva hjól efnahagslífsins aftur. Hann sé tilbúinn að biðja þingið um meiri fjármuni til að örva efnahagslífið en frekari fjárútlátum yrði beint að þeim geirum sem væru í mestu kröggunum, þar á meðal til veitingastaða, hótela, ferðaþjónustu- og afþreyingarfyrirtækja, að sögn Reuters. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Verð á hlutabréfum á Wall Street hrundi meira en það hefur gert frá upphafsdögum kórónuveirufaraldursins um miðjan mars eftir að nýjum smitum fjölgaði á nýjan leik vestanhafs í dag. Seðlabanki Bandaríkjanna varaði við því í gær að efnahagsbati eftir dýpstu niðursveiflu í áratugi yrði hægur. Dow Jones-vísitalan lækkaði um meira en 1.800 stig í dag og S&P500-vísitalan um 5,9%. Slíkt verðhrun hefur ekki átt sér stað frá um miðjan mars þegar viðskipti voru ítrekað stöðvuð í kauphöllinni. Þrátt fyrir tugi þúsunda dauðsfalla og mestu efnahagsþrengingar í áratugi höfðu hlutabréfamarkaðir náð sér nær algerlega undanfarnar vikur. AP-fréttastofan segir að sérfræðingar hafi talið að viðsnúningurinn frá því í mars hafi verið ýktur og endurspeglaði ekki alvarlegt efnahagsástandið. Nýjum kórónuveirusmitum fjölgar nú í tæpum helmingi ríkja Bandaríkjanna. Sú þróun er að hluta til rakin til þess að ríki eru byrjuð að slaka á takmörkunum sem var komið á vegna faraldursins. Steve Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, varaði við því í dag að Bandaríkin gætu ekki látið faraldurinn stöðva hjól efnahagslífsins aftur. Hann sé tilbúinn að biðja þingið um meiri fjármuni til að örva efnahagslífið en frekari fjárútlátum yrði beint að þeim geirum sem væru í mestu kröggunum, þar á meðal til veitingastaða, hótela, ferðaþjónustu- og afþreyingarfyrirtækja, að sögn Reuters.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33