LEGO bað auglýsendur um að fjarlægja markaðsefni með lögguþema Sylvía Hall skrifar 4. júní 2020 14:29 LEGO lýsti yfir samstöðu með Black Lives Matter hreyfingunni á samfélagsmiðlum. Vísir/GEtty Leikfangaframleiðandinn LEGO hefur ákveðið að styrkja Black Lives Matter hreyfinguna um fjórar milljónir Bandaríkjadala, sem samsvarar rúmlega hálfum milljarði íslenskra króna. Þá sendi fyrirtækið tölvupóst á markaðsaðila þar sem þeir voru beðnir um að fjarlægja allar auglýsingar frá fyrirtækinu sem sýndi varning með lögregluþema. Í tölvupósti sem ToyBook hefur undir höndum og var sendur frá LEGO var beðið um að slíkt markaðsefni yrði fjarlægt í ljósi ástandsins vestanhafs. Í tölvupóstinum var að finna langan lista yfir varning sem fyrirtækið vildi ekki láta auglýsa, til að mynda varning tengdan lögreglunni og slökkviliðsmönnum. „Í ljósi nýskeðra atburða vill LEGO biðja um að neðangreindar vörur verði fjarlægðar af síðum og af markaðsefni eins fljótt og auðið er,“ stóð í tölvupóstinum. Got an email earlier from @Rakuten telling us to remove any ad links for @LEGO_Group products including a police theme.The products are still for sale, they just don't want them advertised.Challenging times. pic.twitter.com/sxdjyUXZmJ— Michael P Clark (@firstmentormike) June 3, 2020 Í svari LEGO til miðilsins segist fyrirtækið hafa beðið auglýsendur um að birta ekkert markaðsefni tengd fyrirtækinu til þess að sýna #BlackOutTuesday samstöðu, en herferðin vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum í fyrradag. Þetta hafi því átt við um allt efni frá fyrirtækinu, þó listinn taldi aðeins upp fyrrnefndan varning. „Við hörmum allan misskilning og munum sjá til þess að við séum skýrari með ætlun okkar í framtíðinni.“ Fyrirtækið birti yfirlýsingu á Twitter-síðu sinni í gær það sem það sagðist standa með svörtu fólki og þeirra baráttu gegn rasisma og óréttlæti. Enn væri langt í land og því gaf fyrirtækið fjórar milljónir Bandaríkjadala til hreyfingarinnar. „Við munum gefa fjórar milljónir til samtaka sem stuðla að því að styðja við svört börn og fræða öll börn um jafnrétti allra kynþátta.“ pic.twitter.com/gpWKJ8pr7V— LEGO (@LEGO_Group) June 3, 2020 Black Lives Matter Danmörk Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Neytendur eigi meira inni Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Leikfangaframleiðandinn LEGO hefur ákveðið að styrkja Black Lives Matter hreyfinguna um fjórar milljónir Bandaríkjadala, sem samsvarar rúmlega hálfum milljarði íslenskra króna. Þá sendi fyrirtækið tölvupóst á markaðsaðila þar sem þeir voru beðnir um að fjarlægja allar auglýsingar frá fyrirtækinu sem sýndi varning með lögregluþema. Í tölvupósti sem ToyBook hefur undir höndum og var sendur frá LEGO var beðið um að slíkt markaðsefni yrði fjarlægt í ljósi ástandsins vestanhafs. Í tölvupóstinum var að finna langan lista yfir varning sem fyrirtækið vildi ekki láta auglýsa, til að mynda varning tengdan lögreglunni og slökkviliðsmönnum. „Í ljósi nýskeðra atburða vill LEGO biðja um að neðangreindar vörur verði fjarlægðar af síðum og af markaðsefni eins fljótt og auðið er,“ stóð í tölvupóstinum. Got an email earlier from @Rakuten telling us to remove any ad links for @LEGO_Group products including a police theme.The products are still for sale, they just don't want them advertised.Challenging times. pic.twitter.com/sxdjyUXZmJ— Michael P Clark (@firstmentormike) June 3, 2020 Í svari LEGO til miðilsins segist fyrirtækið hafa beðið auglýsendur um að birta ekkert markaðsefni tengd fyrirtækinu til þess að sýna #BlackOutTuesday samstöðu, en herferðin vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum í fyrradag. Þetta hafi því átt við um allt efni frá fyrirtækinu, þó listinn taldi aðeins upp fyrrnefndan varning. „Við hörmum allan misskilning og munum sjá til þess að við séum skýrari með ætlun okkar í framtíðinni.“ Fyrirtækið birti yfirlýsingu á Twitter-síðu sinni í gær það sem það sagðist standa með svörtu fólki og þeirra baráttu gegn rasisma og óréttlæti. Enn væri langt í land og því gaf fyrirtækið fjórar milljónir Bandaríkjadala til hreyfingarinnar. „Við munum gefa fjórar milljónir til samtaka sem stuðla að því að styðja við svört börn og fræða öll börn um jafnrétti allra kynþátta.“ pic.twitter.com/gpWKJ8pr7V— LEGO (@LEGO_Group) June 3, 2020
Black Lives Matter Danmörk Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Neytendur eigi meira inni Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira