Viðskipti erlent

Royal Bank of Scotland vinnur slaginn um ABN Amro

Hópur kaupenda leiddur af Royal Bank of Scotland virðist vera búinn að vinna slaginn um hollenska félagið ABN Amro, eftir að breski bankinn Barclay´s dró kauptilboð sitt tilbaka á föstudag.

Gangi kaup skoska bankans eftir verða til ein stærstu viðskipti sögunnar en yfirtakan á ABN Amro er metin á 70 milljarða evra.

Hópurinn sem RBS leiðir hyggst skipta upp ABN Amro í nokkrar einingar. Belgíska fyrirtækið Fortis hyggst yfirtaka starfsemina í Hollandi, spænski bankinn Banco Santander ætlar sér starfsemi ABN Amro í Brasilíu og á Ítalíu en Royal Bank of Scotland tekur rest, þar með talið fjárfestingahluta ABN Amro.

RBS hópurinn hefur síðan í mars verið í harðri baráttu við Barclay´s um yfirráðin yfir ABN Amro.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×