Viðskipti erlent

Glitnir á höttunum eftir dönskum verðbréfamiðlurum

Ökonomisk ugebrev segir í morgun að Glitnir sé á hötttunum eftir verðbréfamiðlun í Danmörku eða hópi danskra miðlarar til starfa hjá sér. Haft er eftir Sveinung Hartvedt aðstoðarforstjóra Glitnis í Danmörku að það sé erfitt að komast inn á þennan markað en alls ekki ómögulegt fyrir bankann.

Þótt um sé að ræða dýra starfsmenn telur Hartvedt að slíkt muni ekki hindra bankann í áformum sínum. Skemmst er að minnast þess þegar FIH bankinn, í eigu Kaupþings banka, olli ókyrrð á þessum markaði er hann keypti til sín nokkra af lykilmönnum Alm. Brand Henton.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×