Viðskipti erlent

Gengi hlutabréfa Google sjöfaldast á þremur árum

MYND/AP

Gengi hlutabréfa í netfyrirtækinu Google fór í fyrsta skipti í sögunni yfir 600 Bandaríkjadali á hlut í dag.

Eftir því sem fram kemur hálffimmfréttum Kaupþings að bréfin hafi hækkað um 0,8 prósent í fyrstu viðskiptum á Nasdaq og fóru hæst í 601,45 bandaríkjadali á hlut.

Bent er á að þegar þegar Google fór í frumútboð fyrir þremur árum bauðst fjárfestum að kaupa hlutinn á 85 dollara og hafa bréfin því sjöfaldast á tímabilinu. Google uppfærði leitarvél sína í maí þegar netnotendum gafst kostur á að að sækja myndbönd af netveitunni YouTube, sem Google keypti í fyrra fyrir 1,65 milljarða bandaríkjadala.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×