Viðskipti erlent

Sænska lögreglan rannsakar innherjaviðskipti í OMX

Efnahagsbrotadeild sænsku lögreglunnar hefur nú hafið rannsókn á innherjaviðskiptum í tengslum við yfirtökutilboð Nasdaq og Kauphallarinnar í Dubai á OMX sem íslenska kauphöllin er hluti af. Sænska fjármálaeftirlitið hafði áður rannsakað málið og ákvað í framhaldinu að láta málið í hendur lögreglunnar.



Samkvæmt frétt um málið á heimasíðu Dagens Industri mun lögreglan einbeita sér að því að rannsaka kaup á OMX-hlutabréfum frá 18. og 19. september s.l. og að tilkynningu um yfirtökuboð Nasdaq og Dubai. Eftir óskiljanlega hækkun á hlutabréfunum um 7% þann 19. september voru viðskipti með bréfin stöðvuð. Það var fyrst þann 20. september sem yfirtökuboðið var gert opinbert.

"Þarna voru viðskipti með stóra hluti og öflugar sveiflur á þeim," segir Robert Engstedt saksóknari í samtali við fréttastofuna TT.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×