Fleiri fréttir

Barclays segist flytja höfuðstöðvar til Hollands

Breski bankinn Barclays ætlar að flytja höfuðstöðvar frá Bretlandi til Amsterdam í Hollandi gangi yfirtaka bankans á ABN Amro eftir. Þá hefur bankinn jafnframt sagt að ekki verði gerðar breytingar á æðstu stjórnendastöðum í ABN Amro, sem er stærsti banki Hollands.

Sýndarheimar 70 milljarða virði

Markaður fyrir hlutverkatölvuleiki sem fólk spilar yfir netið er talinn vera meira en 70 milljarða króna virði á ári. Talið er að markaðurinn muni enn vaxa og vera helmingi meira virði fyrir árið 2011. Þetta er niðurstaða sérfræðinga tæknitímaritsins Screen Digest. Milljónir manna um heim allan eyða töluverðum hluta af tíma sínum í þessum sýndarheimum, til að mynda eru um 7,6 milljónir spilara skráðir í leikinn World of Warcraft og þeim fjölgar um 1500 á dag. Með örðum orðum er þetta samfélag álíka fjölmennt og Búlgaría eða Sviss og fjölgar margfalt hraðar.

Fallni forstjórinn dæmdur fyrir svik

Takafumi Horie, stofnandi og fyrrverandi forstjóri japanska netfyrirtækisins Live-door, hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir umfangsmikil bókhaldssvik í Japan á föstudag. Réttarhöld í máli hans hafa staðið yfir í hálft ár en ríkissaksóknari fór fram á fjögurra ára dóm.

Nýbyggingum fjölgar í Bandaríkjunum

Byggingu nýrra fasteigna fjölgaði um níu prósent á milli mánaða í febrúar, samkvæmt nýlegum upplýsingum frá viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna. Þetta er langtum meira en greinendur gerðu ráð fyrir og þykir auka líkurnar á því að seðlabanki Bandaríkjanna ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum.

Yahoo komið með leitarvél fyrir farsíma

Bandaríska netfyrirtækið Yahoo kynnti í gær leitarvél fyrir farsíma með vafra. Með leitarvélinni, sem heitir OneSearch, þykir Yahoo hafa náð nokkru forskoti á netleitarfyrirtækið Google sem hefur í bígerð að búa til svipaðan hugbúnað fyrir farsíma.

Óbreyttir stýrivextir í Japan

Japanski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentustigum. Bankinn hækkaði vextina um 25 punkta í síðasta mánuði en það var önnur stýrivaxtahækkunin í Japan í sex ár.

Lyf AstraZeneca stóðst ekki prófanir

Gengi hlutabréfa í evrópska lyfjaframleiðandanum AstraZeneca féll um rétt rúm tvö prósent á markaði í dag eftir að eitt af hjartalyfjum fyrirtækisins stóðst ekki prófanir. Lyfið, sem á að nýtast fólki með kransæðasjúkdóma, var þróað af bandaríska fyrirtækinu Atherogenics. Gengi bréfa í bandaríska fyrirtækinu féll um heil 60 prósent í kjölfar fréttanna.

Olíuverð undir 57 dölum á tunnu

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag og fór undir 57 bandaríkjadali á tunnu. Ákvörðun Samtaka olíuútflutningsríkja (OPEC) að halda framleiðslukvótum aðildarríkjanna óbreyttum á hlut að lækkun á hráolíuverðinu. Greinendur segja enn óvissu um ástand efnahagsmála í Bandaríkjunum.

Sérstakt vefsvæði um málefni EES-samnings

Félagsmálaráðuneytið hefur opnað sérstakt vefsvæði, „Brussel-setrið", sem tileinkað er þeim málaflokkum EES-samningsins er verða félagsmálaráðuneytið. Það var Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sem opnaði vefsvæðið formlega fyrir skemmstu.

Sími fyrir fullorðna

Símafyrirtækið Emporia hefur sent frá sér nýja tegund farsíma, sem er sérstaklega ætlaður eldri borgurum. Síminn er sérstakur fyrir það að stafir á lyklaborði og skjá eru miklu stærri en í öðrum farsímum, og því auðveldari aflestrar. Hægt er að fá tvo skjáliti, svart og appelsínurautt, en á þeim skera stafirnir sig best úr. Þá eru aukaprógrömm afskaplega fá, síminn er eiginlega bara til þess að tala í.

A380 til Bandaríkjanna

Nýja Airbus A380 risaþotan lendir í fyrsta sinn í Bandaríkjunum í dag. Þetta er jómfrúrflug þotunnar yfir Atlantshafið. Flugið er á vegum þýska flugfélagsins Lufthansa, með um 500 farþega frá Frankfurt til New York og þaðan áfram til Chicago. Búist er við því að fyrstu vélarnir af þessari gerð verði afhentar flugfélögum í október, tveimur árum á eftir áætlunum.

Barclays og ABN Amro í samrunaviðræðum?

Fjölmiðlar í Bretlandi segja bankastjórn hins breska Barclays banka hafa átt í viðræðum við stjórn ABN Amro, eins stærsta banka Hollands. Sé horft til þess að bankarnir renni saman í eina sæng. Verði það raunin verður til risabanki með markaðsverðmæti upp á jafnvirði rúmra 10.400 milljarða íslenskra króna og 47 milljón viðskiptavini um allan heim.

Útiloka ekki verðfall á danska húsnæðismarkaðnum

Hugsanlegt er að fasteignaverð í Danmörku falli um allt að fjórðung á næstu árum að því er fasteignasérfræðingur við Viskiptaháskólann í Kaupmannahöfn segir í samtali við danska dagblaðið Berlingske Tidende í dag.

Bílar skiptist á upplýsingum

Brátt gætu nýir bílar verið útbúnir með búnaði sem leyfir ökumönnum að skiptast á upplýsingum um umferðarteppur og hættur í umferðinni. Tækjabúnaðurinn tengir saman tölvur í bílum með þráðlausu neti og leyfir ökumönnum að slá inn upplýsingar og eins greina bílarnir sjálfir upplýisingar á borð við meðalhraða og veghita. Þetta hjálpar öðrum ökumönnum að haga aksturslagi eftir aðstæðum og velja leiðir fram hjá umferðarhnútum.

Samstarfsmaður Blacks nær sáttum

David Radler, einn af fyrrum samstarfsmönnum kanadíska fjölmiðlajöfursins fyrrverandi, Conrad Blacks, sem eitt sinn stýrði einni af stærstu fjölmiðlasamsteypum heims, sættist á að greiða 28,7 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 1,9 milljarða íslenskra króna, til bandaríska yfirvalda vegna bókhaldssvika.

Vodafone skrifar undir á Indlandi

Forsvarsmenn breska farsímarisans Vodafone undirrituðu í gær formlegan samning um kaup á 67 prósenta hlut í indverska fjarskiptafélaginu Hutchison Essar. Félagið er fjórða stærsta fjarskiptafélag Indlands og þykir hafa opnað Vodafone dyrnar á einn af mest vaxandi farsímamörkuðum í heimi.

Berjast fyrir útbreiðslu HD-sjónvarps

Stöðugt eykst þrýstingur á sjónvarpsstöðvar og dreifingaraðila um að bjóða sjónvarp í svokölluðum HD-gæðum. Nú hefur hópur söluaðila hafið herferð í Bretlandi til að tryggja að HD staðallinn nái útbreiðslu. Tíðnin sem HD-gæðin þurfa hefur hins vegar verið seld fyrirtæki sem dreifir ókeypis sjónvarpi í hefðbundnum gæðum.

Markaðir jafna sig eftir dýfu

Helstu fjármálamarkaðir á Vesturlöndum og í Asíu hafa verið á uppleið eftir dýfu síðastliðna tvo daga. Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á mörkuðum í Bandaríkjunum í gær og í Japan í dag. Íslenski markaðurinn fór ekki varhluta af lækkanaferlinu en Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,13 prósent í gær.

Lítil breyting á bandarískum mörkuðum

Gengi hlutabréfa var svo til óbreytt við opnun markaða í Bandaríkjunum fyrir stundu. Þá hækkaði heimsmarkaðsverð á hráolíu en búist er við að Orkumálaráðneyti Bandaríkjanna greini frá því í vikulegri skýrslu sinni í dag að olíubirgðir hafi minnkað saman fimmtu vikuna í röð.

Methagnaður hjá Lehman Brothers

Bandaríski fjárfestingabankinn Lehman Borthers, fjórði stærsti fjárfestabanki vestanhafs, skilaði hagnaði upp á 1,13 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 76,83 milljarða íslenskra króna, á síðasta ársfjórðungi 2006. Þetta er metafkoma í sögu bankans.

Viðsnúningur hjá General Motors

Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors skilaði 950 milljóna dala, eða 64,6 milljarða króna, hagnaði í fjórða ársfjórðungi í fyrra samanborið við 6,6 milljarða dala, jafnvirði 448,7 milljarða króna, tap á sama tíma ári fyrr. Ljóst þykir að viðamikil endurskipulagning í rekstri fyrirtækisins og snörp beiting niðurskurðarhnífsins hafi skilað árangri á síðasta ári.

Hlutabréf lækka í Evrópu

Gengi hlutabréfa á helstu fjármálamörkuðum í Evrópu lækkuðu nokkuð í dag. Mesta lækkunin var á gengi bréfa í stórum fjármálafyrirtækjum á borð við Credit Suisse og Deutsche Bank. Lækkanirnar eru tengdar lækkunum á Wall Street í Bandaríkjunum í gær en íbúðalánamarkaðurinn vestanhafs dró helstu vísitölur niður í gær. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,92 prósent í Kauphöll Íslands í dag.

Slæm staða á bandaríska íbúðalánamarkaðnum

Vanskil á fasteignalánamarkaði og eignaupptaka vegna ógreiddra lána hafa ekki veri með verra móti í Bandaríkjunum í 37 ár, samkvæmt upplýsingum frá samtökum banka á íbúðalánamarkaði þar í landi. Samtökin segja ástandið sérstaklega slæmt enda hefur þetta haft áhrif á fjármálastofnanir á Wall Street í Bandaríkjunum.

Sjötíu milljarðar króna í arðgreiðslur

Stærstu fjármálafyrirtækin greiða út hærri arð en áður hefur þekkst. Þrjú félög borga yfir tíu milljarða til eigenda sinna. Ríkið fær yfir sjö milljarða króna í skatttekjur.

JP Morgan stærstur í vogunarsjóðum

Fjárfestingabankinn JP Morgan er heimsins stærsti eigandi vogunarsjóða samkvæmt tímaritinu Absolute Return. Eignastýringararmur fyrirtækisins óx um 74 prósent á síðasta ári sem rakið er til kaupa á Highbridge Capital Management árið áður. Eignir, sem bankinn var með í stýringu, námu 2.278 milljörðum króna.

Bresk líftækni á sterkum grunni

Líftæknifyrirtæki í Bretlandi byggja á sögulegum og föstum grunni. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson slóst í för með hópi blaðamanna undir lok síðasta mánaðar og kynnti sér stöðu og starfsemi líftæknifyrirtækja í nágrenni Cambridge á tveimur dögum.

Robert Tchenguiz flaggar í Sainsbury

Dótturfélag Tchenguiz Family Trust hefur eignast þriggja prósenta hlut í Sainsbury, þriðju stærstu stórmarkaðakeðju Bretlandseyja. Fyrir félaginu fer Robert Tchenguiz, verðandi stjórnarmaður í Existu og einn stærsti hluthafi þess félags.

Áhrifamikill fræðimaður

Skoski sagnfræðingurinn Niall Ferguson verður ræðumaður á hádegisverðarfundi Kaupþings á föstudaginn kemur. Erindi hans ber titilinn „Er hægt að halda í við alþjóðavæðinguna?“.

Efast um kaup á FlyMe

Almar Örn Hilmarsson, forstjóri Sterlings, segir að takmarkaður áhugi sé frá bæjardyrum félagsins séð að taka yfir þrotabú sænska lággjaldaflug­félagsins FlyMe. Heimildarmaður Dagens Industri telur líklegt að skiptastjórinn, Rickard Ström, hafi Sterling til skoðunar sem nýjan eiganda og jafnvel Pálma Haraldsson í Fons sem var eitt sinn stærsti hluthafinn í FlyMe.

Miðstöð líftækni í Bretlandi

Ein af mikilvægari miðstöðvum nýsköpunarfyrirtækja í líftækni í Bretlandi er án nokkurs efa Biocity-þyrpingin í Nottingham.

Framleiðsla Aston Martin seld

Bandaríski bílaframleiðandinn Ford hefur ákveðið að selja framleiðslu á bresku eðalsportbílunum Aston Martin til hóps fjárfesta.

Margir sitja um sænskan vodka

Þrír alþjóðlegir risar á áfengismarkaðnum eru sagðir hafa hug á að kaupa sænska ríkisfyrirtækið Vin & Spirit, sem framleiðir hinn geysivinsæla Absolut vodka. Þetta staðhæfir talsmaður sænsku ríkisstjórnarinnar, sem hefur farið með allt hlutafé í áfengisframleiðandanum í 90 ár.

Skaðabótamál höfðað gegn YouTube

Afþreyingarfyrirtækið Viacom, sem meðal annars rekur tónlistarsjónvarpsstöðina MTV, hefur höfðað skaðabótamál gegn myndbandaveitunni YouTube og fyrirtækinu Google, sem er eigandi hennar, fyrir brot á höfundarréttarlögum.

Methagnaður hjá Goldman Sachs

Bandaríska fjármálafyrirtækið Goldman Sachs skilaði 3,2 milljarða dala hagnaði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, sem lauk í enda febrúar. Hagnaðurinn jafngildir 215,9 milljörðum íslenskra króna og er methagnaður í sögu fyrirtækisins. Þetta er hins vegar þvert á spár greinenda sem gerðu ráð fyrir því að tekjur Goldman Sachs myndi dragast lítið eitt saman.

Viacom ætlar í mál við Google

Bandaríska fjölmiðlasamsteypan Viacom Media hefur tilkynnt að það ætli að höfða mál á hendur netfyrirtækisins Google vegna brota á höfundarrétti. Google keypti YouTube á síðasta ári og segir Viacom að netveitan hafi sýnt þar sjónvarpsefni sem verndað er með höfundarréttarlögum.Samsteypan krefst eins milljarða dala, jafnvirði 67,5 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur.

15 þúsund gestir á Tækni og vit 2007

Alls heimsóttu um 15 þúsund gestir stórsýninguna Tækni og vit 2007 sem lauk á sunnudag. Þar með voru um þúsund gestir viðstaddir opnun sýningarinnar. Athyglisverðasta vara sýningarinnar voru valin rafræn skilríki sem kynnt voru á vegum Auðkennis, Landsbankans og fjármálaráðuneytisins.

Sjónvarpsrás þar sem þú ert dagskrárstjóri og framleiðandi

Sjónvarpsrás sem hefur enga eiginlega dagskrárliði - Current TV - er nú að ryðja sér til rúms í Bretlandi. Sjónvarpsrásin nýtur sívaxandi vinsælda í Bandaríkjunum en Al Gore, fyrrverandi varaforseti er einn stofnenda stöðvarinnar. Í stað þess að sjónvarpa hefðbundnum framleiddum sjónvarpsþáttum og fréttum reiðir rásin sig á þátttöku áhorfenda og myndskeið sem þeir senda inn.

Hagnaður Aer Lingus minnkaði lítillega á milli ára

Hagnaður írska flugfélagsins Aer Lingus nam 90,4 milljónum evra, jafnvirði rétt rúmra 8 milljarða íslenskra króna, fyrir skatta á síðasta ári. Þetta er samdráttur upp á 1,3 prósent á milli ára og skrifast aðallega á hækkun á olíuverði. Barátta Aer Lingus við að verjast yfirtöku írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair hefur kostað félagið 16 milljónir evra, rúma 1,4 milljarða íslenskra króna.

Hagvöxtur í Japan umfram spár

Hagvöxtur mældist 1,3 prósent á fjórða ársfjórðungi í Japan í fyrra samanborið við 1,2 prósenta hagvöxt á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt útreikningum japönsku hagstofunnar. Þetta er ívið meira en greinendur höfðu gert ráð fyrir. Hagvöxtur mældist 5,5 prósent á ársgrundvelli í fyrra og hefur hann ekki verið meiri í þrjú ár.

Kínverjar framleiða farþegaþotur

Kínverjar ætla að hefja smíði á stórum farþegaflugvélum sem keppa muni við flugvélarisana á markaðnum, Airbus og Boeing. Flugvélarnar eiga að koma á markað árið 2020. Kínverjar eru þegar byrjaðir á framleiðslu á flugvélum af millistærð fyrir innanlandsflug en fyrsta flugvélin kemur á markað á næsta ári.

Fyrsta tapár hjá Airbus

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus skilaði tapi upp á 572 milljónir evra, jafnvirði 50,7 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta var fyrsta taprekstrarárið í sögu félagsins. Erfitt ár er að baki hjá Airbus, sem í tvígang greindi frá töfum á afhendingu A380 risaþotum frá félaginu.

Stýrivextir hækkaðir á evrusvæðinu

Evrópski seðlabankinn ákvað í gær að hækka stýrivexti um 25 punkta með það fyrir augum að draga úr verðbólgu á evrusvæðinu. Stýrivextirnir standa nú í 3,75 prósentum og hafa þeir ekki verið hærri í rúm fimm ár. Á sama tíma ákvað Englandsbanki að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Greinendur bjuggust flestir við þessum niðurstöðum.

Sala hjá Wal-Mart undir væntingum

Sala hjá bandarísku lágvöruverslanakeðjunni Wal-Mart var nokkuð undir væntingum greiningaraðila í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Þá var afkoman minni en fyrirtækið sjálft gerði ráð fyrir. Stjórn fyrirtækisins kennir veðurfari um dræma sölu enda dróst sala á fötum og húsbúnaði nokkuð saman á milli mánaða.

Stýrivextir hækka á evrusvæðinu

Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að hækka stýrivexti um 25 punkta með það fyrir augum að draga úr verðbólgu á evrusvæðinu, sem engu að síður hefur verið á niðurleið. Stýrivextirnir standa nú í 3,75 prósentum og hafa þeir ekki verið hærri í fimm og hálft ár. Fastlega var gert ráð fyrir þessari niðurstöðu.

Óbreyttir vextir í Bretlandi

Englandsbanki ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Stjórn bankans segir í rökstuðningi sínum fyrir ákvörðuninni að ekki sé loku fyrir það skotið að vextirnir verði hækkaði á næstu mánuðum. Þetta er í samræmi við spár.

Sjá næstu 50 fréttir