Viðskipti erlent

Framleiðsla Aston Martin seld

Aston Martin Klassískt eintak af sportbílnum sem hefur leikið stórt hlutverk í mörgum myndum um njósnarann James Bond.
Aston Martin Klassískt eintak af sportbílnum sem hefur leikið stórt hlutverk í mörgum myndum um njósnarann James Bond.

Bandaríski bílaframleiðandinn Ford hefur ákveðið að selja framleiðslu á bresku eðalsportbílunum Aston Martin til hóps fjárfesta.

Hópinn leiða Dave Richards, fyrrverandi rallíkappi og forsvarsmaður kappakstursliðs Aston Martin, og John Sinder, ákafur unnandi Aston Martin-bíla og bílasafnari. Gert er ráð fyrir að kaupin gangi í gegn á öðrum ársfjórðungi þessa árs.

Verðmiðinn fyrir Aston Martin er 479 milljónir punda, jafnvirði 62,8 milljarða króna. Fjármálastofnanir í Bandaríkjunum og Kúveit fjármagna kaupin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×