Viðskipti erlent

Áhrifamikill fræðimaður

Skoski sagnfræðingurinn Niall Ferguson verður ræðumaður á hádegisverðarfundi Kaupþings á föstudaginn kemur. Erindi hans ber titilinn „Er hægt að halda í við alþjóðavæðinguna?“.

Niall, sem er prófessor í sögu við Harvard-háskóla, hefur verið nefndur meðal áhrifamestu sagnfræðingum nútímans. Meðal annars útnefndi tímaritið Time fyrir þremur árum hann einn af hundrað áhrifamestu manneskjum heims. Niall er mjög hægrisinnaður og skoðanir hans oft umdeildar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×