Viðskipti erlent

Efast um kaup á FlyMe

Almar Örn Hilmarsson, forstjóri Sterlings, segir að takmarkaður áhugi sé frá bæjardyrum félagsins séð að taka yfir þrotabú sænska lággjaldaflug­félagsins FlyMe. Heimildarmaður Dagens Industri telur líklegt að skiptastjórinn, Rickard Ström, hafi Sterling til skoðunar sem nýjan eiganda og jafnvel Pálma Haraldsson í Fons sem var eitt sinn stærsti hluthafinn í FlyMe.

Talið er líklegt að fjóra til fimm milljarða króna þurfi til að hefja rekstur félagsins á ný.

„Það þarf talsverða fjármuni til að hefja rekstur FlyMe að nýju og samkeppnin er mikil. Við erum búnir að fara inn á 60-70 prósent af þeirra flugleiðum en það gæti verið spennandi að kaupa hluta úr þrotabúinu fyrir hagstætt verð, til dæmis netklúbbinn,“ segir Almar Örn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×