Viðskipti erlent

Margir sitja um sænskan vodka

Þrír alþjóðlegir risar á áfengismarkaðnum eru sagðir hafa hug á að kaupa sænska ríkisfyrirtækið Vin & Spirit, sem framleiðir hinn geysivinsæla Absolut vodka. Þetta staðhæfir talsmaður sænsku ríkisstjórnarinnar, sem hefur farið með allt hlutafé í áfengisframleiðandanum í 90 ár.

Á stefnuskrá stjórnarinnar er að losa um eignir sænska ríkisins, þar á meðal áfengisframleiðsluna. Vonast stjórnin til þess að með einkavæðingunni komi um 150 milljarðar sænskra króna, jafnvirði rúmra 1.400 milljarða íslenskra króna, í ríkiskassann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×