Fleiri fréttir Olíuverð hækkar vegna ótta um samdrátt Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á markaði í dag og fór í tæpan 61 dal á tunnu. Helsta ástæðan fyrir hækkuninni er sú að búist er við að olíubirgðir hafa minnkað nokkuð á milli vikna í Bandaríkjunum. Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna birtir vikulega skýrslu sína um olíubirgðir landsins síðar í dag. 7.3.2007 10:31 Markaðirnir að jafna sig Hlutabréfamarkaðir í Asíu jöfnuðu sig að nokkru leyti í gær en flestar vísitölur kauphalla hækkuðu lítillega eftir talsverðar lækkanir frá upphafi síðustu viku þegar markaðirnir tóku snarpa dýfu. Fjárfestar munu þó enn vera áhyggjufullir. 7.3.2007 09:05 Stefnt að hækkandi arði Finnska fjármálafyrirtækið Sampo Group kynnti nýja arðgreiðslustefnu á dögunum. Markmiðið er að arðgreiðslur aukist á milli ára sem samsvari 4-6 prósenta árlegri ávöxtun á nafnverð hlutafjár. 7.3.2007 06:15 Moody‘s metur Norvik Banka Sérfræðingar matsfyrirtækisins Moody‘s eru nú staddir úti í Lettlandi þar sem þeir kynna sér rekstur Norvik Banka áður en hann verður metinn í fyrsta sinn. Bankinn hét áður Lateko og er í meirihlutaeigu Straumborgar, félags Jóns Helga Guðmundssonar. 7.3.2007 06:15 NASA vantar fjármagn Fulltrúar Geimsferðarstofnunar Bandaríkjanna, Nasa, segja stofnunina vanta fjármagn til að rannsaka alla þá loftsteina og halastjörnur sem Jörðinni kann að stafa ógn af. Talið er að um 20,000 hluti sé að finna í sólkerfi okkar sem kunna að nálgast Jörðina í framtíðinni. Ætlun Nasa er að finna og rannsaka 90 prósent þeirra fyrir árið 2020. Í skýrslu sem Nasa lét vinna kemur fram að kostnaðurinn við þá vinnu yrði um einn milljarður bandaríkjadala. 6.3.2007 12:23 Markaðir aftur á uppleið Hlutabréfamarkaðir bæði í Asíu og Evrópu hafa tekið kipp upp á við í dag eftir talsverðar lækkanir síðustu vikuna. FTSE-vísitala kauphallarinnar í London hækkaði eilítið fljótlega eftir opnun í morgun og aðrar evrópskar vísitölur hækkuðu einnig. Nikkei-vísitalan í Japan hækkaði um rúmt prósent í dag en gærdagurinn var sá versti í Tokyokauphöllinni í níu mánuði. Þá hækkaði Hang Seng vísitalan í Hong Kong um 1.6% og SSE vísitalan í Shanghai um tæplega 2%. 6.3.2007 10:11 Minna tap í olíuleitinni Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum skilaði tapi upp á rúma 8,1 milljón danskra króna, jafnvirði rétt rúmra 96 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er nokkru minna tap en árið áður en þá tapaði félagið tæplega 10,4 milljónum danskra króna, sem jafngildir 123,3 milljónum íslenskra króna. 6.3.2007 00:01 EMI hafnaði Warner Music Stjórn bresku hljómplötuútgáfunnar EMI hafnaði í gær yfirtökutilboði bandarísku risasamstæðunnar Warner Music Group. Tilboðið hljóðaði upp á 260 pens á hlut, sem þýðir að EMI er metið á 2,1 milljarð punda, jafnvirði um 275 milljarða íslenskra króna. 6.3.2007 00:01 Lítil breyting á markaði í Bandaríkjunum Fjármálamarkaðir í Bandaríkjunum opnuðu fyrir skömmu. Lækkanir á vísitölum á mörkuðum í Asíu og í Evrópu virðast ekki hafa skilað sér vestur um haf enda hækkuðu helstu vísitölur á bandaríska markaðnum lítillega við opnun markaða. Greinendur eru ekki vissir um hvað dagurinn feli í skauti sér en vísa til orða Henry Paulsons, fjármálaráðherra, sem segist hafa tröllatrú á bandaríska hagkerfinu. 5.3.2007 15:21 Olíuverðslækkanir hafa áhrif í Noregi Gengi hlutabréfa í kauphöllinni í Osló í Noregi hefur ekki farið varhluta af lækkunum á helstu fjármálamörkuðum í Asíu og Evrópu í dag. Inn í spilaði reyndar heimsmarkaðsverð á hráolíu, sem hefur talsverð áhrif inn í norsku kauphölina, en það dró vísitöluna niður um 2,8 prósent. Gengi bréfa í Kauphöll Íslands hefur lítið breyst eftir því sem liðið hefur á daginn. 5.3.2007 13:18 HSBC skilaði methagnaði Alþjóðlegi bankinn HSBC, einn stærsti banki í Evrópu, skilaði 11,5 milljarða punda hagnaði á síðasta ári. Þetta jafngildir rúmum 1.500 milljörðum íslenskra króna sem er fimm prósenta hækkun á milli ára. Þetta er langt yfir væntingum greinenda enda metafkoma í sögu bankans. Á sama tíma varð bankinn að afskrifa um 5,4 milljarða punda á bandaríska fasteignalánamarkaðnum. 5.3.2007 09:59 Enn lækka markaðir í Asíu Hlutabréfamarkaðir í Japan tóku enn eina dýfuna þegar markaðir opnuðu þar eftir helgina en Nikkei-vísitala kauphallarinnar í Tokyo féll um þrjú og hálft prósent í dag. Samtals hefur vísitalan því lækkað um nær 8 prósent á einni viku. Þá veiktist staða japanska jensins gagnvart dollara. Ekki sér fyrir endann á lækkun markaða. Þá lækkuðu hlutabréf í kauphöllinni í Shanghai í Kína um nær 2 prósent í dag eftir að hafa tekið lítinn kipp upp á við fyrir helgi. 5.3.2007 07:14 BBC og YouTube í eina sæng BBC og YouTube hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér að YouTube býður nú myndskeið frá þremur sjónvarpsrásum BBC. Þá verður hægt að sjá viðtöl BBC við „fræga fólkið“, fréttir og eitthvað skemmtiefni. BBC mun að líkindum sjálft sjá um að hýsa myndskeiðin, en þeim verður veitt á síðu YouTube eins og öðrum myndskeiðum sem þar má sjá. 3.3.2007 15:43 Gengi bréfa í EADS á niðurleið Gengi hlutabréfa í EADS, móðurfélagi evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, hefur farið niður um 3,9 prósent eftir að fyrirtækið greindi frá því í gær að það hyggðist fresta þróun og framleiðslu á fraktflugvél af gerðinni A380. Fyrirtækið mun eftirleiðis einbeita sér að framleiðslu á farþegaþotu af sömu gerð sem stefnt er að komi á markað í haust. 2.3.2007 12:58 Lenovo innkallar rafhlöður Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo hefur ákveðið að innkalla um 205.000 rafhlöður sem fylgja IBM Thinkpad-fartölvum fyrirtækisins. Japanska tæknifyrirtækið Sanyo framleiddi rafhlöðurnar fyrir fyrirtækið. Innköllunin kemur til viðbótar þeirri rúmlega hálfri milljón rafhlaða undir merkjum Sony sem fyrirtækið innkallaði í fyrra. 2.3.2007 10:00 FlyMe í Svíþjóð gjaldþrota Sænska lággjaldaflugfélagið FlyMe ætlar að óska eftir gjaldþrotaskiptum. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Íslenska eignarhaldsfélagið Fons átti um skeið um tuttugu prósent hlut í félaginu. 2.3.2007 09:30 Hlutabréfaverð í Kína að rétta úr kútnum Hlutabréfaverð á kínverskum mörkuðum virðist vera að rétta úr kútnum eftir mikið hrun síðustu daga. Nú þegar líður að lokum kauphallarinnar í Shanghai fyrir helgina hefur vísitala hækkað um hálft annað prósent frá opnun í morgun. Nikkei-vísitala kauphallarinnar í Tokyo heldur að vísu áfram að lækka og hefur lækkað um 1,3 prósent frá opnun í morgun og samtals um nær sex prósent í þessari viku. 2.3.2007 07:59 Fá hálfsárseinkasöluleyfi í Bandaríkjunum Actavis hefur fengið samþykki bandarísku matvæla- og lyfjastofnunarinnar til að markaðssetja meltingarfæralyfið Ranitidine mixtúru þar í landi. 2.3.2007 05:45 M&S fylgist grannt með Sainsbury Stuart Rose, forstjóri Marks & Spencer, segir að fyrirtækið íhugi að leggja fram tilboð í Sainsbury, þriðju stærstu stórmarkaðakeðju Bretlands. „Eignir sem þessar koma ekki oft inn á markaðinn,“ sagði hann á miðvikudaginn og bætti við að eigendur M&S myndu álíta hann vera fífl ef hann skoðaði ekki málið. 2.3.2007 05:30 Markaðir enn á niðurleið Gengi hlutabréfa á helstu fjármálamörkuðum í Asíu og Evrópu hélt áfram að lækka í dag, þriðja daginn í röð eftir að SCI-vísitalan féll snarlega í Kína á þriðjudag eftir nokkrar hækkanir dagana á undan. Greinendur eru ekki á einu máli um það hvenær vísitölurnar rétta úr kútnum og telja að markaðurinn nái sinni fyrri stöðu ekki fyrr en um miðjan mánuðinn. 1.3.2007 16:12 Tölvuþrjótar skrefi á undan Ný tegund glæpamanna ryður sér til rúms. Þeir gera skipulagðar, fágaðar og arðbærar árásir á netnotendur. Þeir nota tegund hugbúnaðar sem kallast „malware" eða spilliforrit. Þannig plata þeir fólk til gefa sér upplýsingar eða stela þeim án þess að tekið sé eftir. 1.3.2007 16:00 Hagnaður Mörthu Stewart sexfaldast Fyrirtæki bandarísku sjónvarps- og lífsstílskonunnar Mörthu Stewart skilaði 16,2 milljóna dala hagnaði á síðasta ársfjórðungi í fyrra. Þetta jafngildir tæplega 1,1 milljarði íslenskra króna sem er tæplega sex sinnum meira en fyrirtækið skilaði á sama fjórðungi árið 2005. 1.3.2007 10:58 Enn lækka hlutabréf í Asíu Hlutabréf í Asíu halda áfram að lækka við upphaf viðskipta í dag og þannig hefur Hang Seng vísitalan í Hong Kong lækkað um 174 stig frá opnun í morgun sem jafngildir tæpu einu prósentustigi. Þá hefur Nikkei-vísitala kauphallarinnar í Tokyo lækkað um rúm 150 stig frá opnun eða um svipað hlutfall. 1.3.2007 07:49 Microsoft læra af Google Það var velgengni Google sem opnaði augu Microsoft fyrir þeim gríðarlegu fjármunum sem eru í húfi þegar kemur að auglýsingum á internetinu. Þetta sagði einn helsti hugbúnaðarhönnuður Microsoft á ráðstefnu í dag. Microsoft ætlar sér stóraukna markaðshlutdeild á vefnum á næstu árum en hingað til hefur meginþorri tekna fyrirtækisins komið í gegnum sölu á Windows-stýrikerfinu og skrifstofuhugbúnaði á borð við Word og Ecxel. 28.2.2007 16:13 Airbus segir upp tíu þúsund manns Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur tilkynnt að tíu þúsund störf verði lögð niður í Evrópu á næstu fjórum árum. Starfsmenn fyrirtækisins í Frakklandi munu verða verst úti, en þar missa 4.300 vinnuna. Í Þýskalandi munu 3.700 störf verða lögð niður, 1.600 í Bretlandi og 400 á Spáni. 28.2.2007 14:44 Væntingarvísitala niður í Bretlandi Væntingarvísitala í Bretlandi fór niður í febrúarmánuði þegar neytendur voru varkárari vegna efnahagsástandsins í landinu. Þrátt fyrir það virðast neytendur almennt vera jákvæðari gagnvart eigin fjármálum. Þetta kemur fram í mánaðarlegri könnun sem birt var í dag af fyrirtækinu GfK NOP. 28.2.2007 12:34 Hlutabréf falla enn í Evrópu og Asíu Hlutabréf héldu áfram að falla á heimsmörkuðum í dag eftir opnun kauphallanna í Asíu í nótt og Evrópu snemma í morgun. Í Bretlandi féll FTSE vísitalan um nærri tvö prósent við upphaf viðskipta og í Frakklandi féll Cac vísitalan um tvö prósent. 28.2.2007 08:53 Fengitími á norrænum fjármálamörkuðum Sænska hægri stjórnin hefur boðað stórfellda einkavæðingu, þar á meðal á eignarhlut í Nordea og fasteignalánabankanum SBAB. Af pólitískum ástæðum er talið ósennilegt að ríkið selji kjölfestuhlut í Nordea til útlendinga og vilji biðla til Wallenberg-fjölskyldunnar sem fer fyrir SEB. Danske Bank er sterklega orðaður við SBAB og skammt undan bíða Exista, Kaupþing og Sampo Group með digra sjóði sem hægt er að nýta til góðra verka. 28.2.2007 00:01 Apar kunna að nota spjót Vísindamenn telja miklar líkur á að tækniþekking hafi borist milli manna með svipuðum hætti og hjá öpum. 28.2.2007 00:01 Dow Jones hríðfellur Dow Jones vísitalan bandaríska lækkaði mest um 537 stig í dag eða rúmlega 4 prósent. Hún hefur þó eitthvað tekið við sér og er lækkunin nú rúmlega 370 stig eða tæp þrjú prósent. Ástæður fyrir þessu eru taldar vera líkur á því að bandarískt efnahagslíf gæti farið að hægja á sér. 27.2.2007 20:28 Fresta útkomu Apple-TV Raftækja- og tölvurisinn Apple hefur ákveðið að fresta útkomu nýs Apple-TV tengiboxs fyrir sjónvörp þar til um miðjan mars. Talsmaður fyrirtækisins segir ástæðuna vera að pökkun hafi tekið lengri tíma en áætlað var og því þurfi að fresta útkomu Apple-TV um nokkra daga. 27.2.2007 08:30 Wal-mart ryður sér veg í Kína Bandaríska verslanakeðjan Wal-Mart ætlar að borga um milljarð bandaríkjadala til að taka yfir stærstu verslanakeðju Kína. Sú keðja rekur yfir 100 stórverlanir í 34 kínverskum borgum undir nafninu Trust-mart. Ef af verður verður Wal-mart farið að reka þessar verslanir fyrir árið 2010. Kínverskur efnahagur hefur sprungið út á undanförnum árum og má telja að Wal-mart ætli að nýta sér það enn frekar en þegar rekur verslanarisinn þar yfir 70 verslanir með um 37 þúsund starfsmönnum. 27.2.2007 07:07 Breskir bankar endurgreiða ólöglegar greiðslur Bankar í Bretlandi gætu þurft að endurgreiða viðskiptavinum sínum allt að 7,2 milljarða sterlingspunda, eða rúmlega 900 milljarða íslenskra króna, vegna ólöglegra gjalda sem þeir hafa krafið viðskiptavini sína um. Gjöldin sem um ræðir eru greiðslur til banka þegar farið er yfir yfirdráttarheimild eða þegar ávísun er hafnað. 26.2.2007 21:45 Greenspan óttast niðursveiflu Alan Greenspan, fyrrum æðsti yfirmaður seðlabanka Bandaríkjanna, sagði í dag að bráðum myndi fara að hægja á bandarísku efnahagslífi. Hann sagði það hafa þanist síðan árið 2001 og að núna bentu merkin til þess að þenslan væri að stöðvast. 26.2.2007 20:30 BitTorrent ætla að selja löglegt efni Veffyrirtækið BitTorrent sem löngum hefur verið talið einn helsti óvinur Hollywood fyrir að hafa fundið upp torrent-skráaskiptastaðalinn hefur nú slegist í lið með kvikmyndaiðnaðinum og ætlar að fara að selja kvikmyndir og sjónvarpsþætti á vefsíðu sinni og dreifa þeim með torrent-tækninni. Einnig er ætlunin að selja tónlist og tölvuleiki á síðu BitTorrent. 26.2.2007 09:05 IBM styðja ekki Linux frá Oracle IBM-tölvuframleiðandinn segist ekki tilbúinn að tryggja að tölvur þeirra geti keyrt nýja útgáfu Linux-stýrikerfisins frá Oracle. Þetta þýðir að ef upp koma vandamál með keyrslu á nýja Linux á tölvum IBM er það vandamál Oracle, ekki IBM sagði talsmaður IBM í gær. 24.2.2007 17:03 BAE skilaði af sér góðu ári Tekjur breska hergagnaframleiðandans BAE Systems tæplega þrefaldaðist á síðasta ári. Mestu munar um aukna sölu á hergögnum til bandaríska hersins í fyrra og sölu félagsins á 20 prósenta hlut í evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus til EADS, móðurfélags Airbus. 24.2.2007 06:15 Byggðastofnun skilaði 10 milljónum í hagnað Byggðastofnun skilaði 10,1 milljón króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 272,2 milljóna króna hallarekstur árið 2005. Í ársuppgjöri stofnunarinnar segir að í vetur hafi á ný verið lagt fram á Alþingi frumvarp um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun en það hafi hins vegar ekki verið afgreitt. 23.2.2007 14:45 Merkel og Chirac ræða við EADS Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Jacques Chirac, forseti Frakklands, ætla að funda bráðlega með stjórnendum EADS, móðurfélagi evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, vegna fyrirhugaðra hagræðingaaðgerða félagsins. Gert er ráð fyrir að félagið segi upp tugþúsundum starfsmanna auk þess sem nokkrum verksmiðjum verður lokað. 23.2.2007 12:26 Gengi bréfa í Sanyo hrundi vegna rannsóknar Gengi hlutabréfa í japanska tæknifyrirtækinu Sanyo féll um heilt 21 prósent í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag eftir að fréttir bárust af því að fjármálayfirvöld í Japan hefðu fyrirtækið til rannsóknar. Grunur er sagður leika á að gögn í bókhaldi fyrirtækisins hafi verið fölsuð árið 2003. 23.2.2007 09:11 Borgaði Apple fyrir iPhone nafnið? Nú eru uppi kenningar um að Apple hafi borgað Cisco milljónir dala fyrir afnot af iPhone nafninu. Fyrirtækin hafa rifust um nafnið í nokkrar vikur þar til í dag að þau náðu samkomulagi um að Apple mætti nota nafnið. Cisco hefur notað iPhone sem vörumerki á internet símaþjónustu í nær sjö ár. 22.2.2007 20:50 Microsoft greiði himinháar skaðabætur Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum hefur dæmt Microsoft til að greiða einn og hálfan milljarð bandaríkjadala í skaðabætur til Alcatel-Lucent hugbúnaðarfyrirtækisins fyrir að hafa stolið einkaleyfisvörðu skráartegundinni mp3. 22.2.2007 22:08 Apple og Cisco ná sáttum Bandarísku tölvufyrirtækin Apple og Cisco hafa náð sáttum sem felur í sér að bæði fyrirtækin geta notað vörumerkið iPhone. Steve Jobs, forstjóri Apple, greindi frá því í síðasta mánuði að Apple ætli að setja margmiðlunarsímann iPhone á markað í haust. Forsvarsmenn Cisco Systems bentu hins vegar á að fyrirtækið hefði átt vörumerkið síðan árið 2000. 22.2.2007 16:20 Canon kynnir nýjar gerðir myndavéla Canon kynntu í dag til sögunnar fimm nýjar gerðir af stafrænum myndavélum fyrir almenning. Þá kynntu þeir einnig nýja gerð af stafrænni vél fyrir atvinnumenn, 10.1 megapixla 1D Mark III D-SLR. 22.2.2007 16:14 Hráolíuverð á uppleið Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði nokkuð í dag og fór í rúma 60 bandaríkjadali á tunnu eftir að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því í gær að umframbirgðir af olíu jukust minna er gert hafði verið ráð fyrir. Hráolíubirgðirnar jukust hins vegar meira en vænst var. 22.2.2007 16:01 Sjá næstu 50 fréttir
Olíuverð hækkar vegna ótta um samdrátt Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á markaði í dag og fór í tæpan 61 dal á tunnu. Helsta ástæðan fyrir hækkuninni er sú að búist er við að olíubirgðir hafa minnkað nokkuð á milli vikna í Bandaríkjunum. Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna birtir vikulega skýrslu sína um olíubirgðir landsins síðar í dag. 7.3.2007 10:31
Markaðirnir að jafna sig Hlutabréfamarkaðir í Asíu jöfnuðu sig að nokkru leyti í gær en flestar vísitölur kauphalla hækkuðu lítillega eftir talsverðar lækkanir frá upphafi síðustu viku þegar markaðirnir tóku snarpa dýfu. Fjárfestar munu þó enn vera áhyggjufullir. 7.3.2007 09:05
Stefnt að hækkandi arði Finnska fjármálafyrirtækið Sampo Group kynnti nýja arðgreiðslustefnu á dögunum. Markmiðið er að arðgreiðslur aukist á milli ára sem samsvari 4-6 prósenta árlegri ávöxtun á nafnverð hlutafjár. 7.3.2007 06:15
Moody‘s metur Norvik Banka Sérfræðingar matsfyrirtækisins Moody‘s eru nú staddir úti í Lettlandi þar sem þeir kynna sér rekstur Norvik Banka áður en hann verður metinn í fyrsta sinn. Bankinn hét áður Lateko og er í meirihlutaeigu Straumborgar, félags Jóns Helga Guðmundssonar. 7.3.2007 06:15
NASA vantar fjármagn Fulltrúar Geimsferðarstofnunar Bandaríkjanna, Nasa, segja stofnunina vanta fjármagn til að rannsaka alla þá loftsteina og halastjörnur sem Jörðinni kann að stafa ógn af. Talið er að um 20,000 hluti sé að finna í sólkerfi okkar sem kunna að nálgast Jörðina í framtíðinni. Ætlun Nasa er að finna og rannsaka 90 prósent þeirra fyrir árið 2020. Í skýrslu sem Nasa lét vinna kemur fram að kostnaðurinn við þá vinnu yrði um einn milljarður bandaríkjadala. 6.3.2007 12:23
Markaðir aftur á uppleið Hlutabréfamarkaðir bæði í Asíu og Evrópu hafa tekið kipp upp á við í dag eftir talsverðar lækkanir síðustu vikuna. FTSE-vísitala kauphallarinnar í London hækkaði eilítið fljótlega eftir opnun í morgun og aðrar evrópskar vísitölur hækkuðu einnig. Nikkei-vísitalan í Japan hækkaði um rúmt prósent í dag en gærdagurinn var sá versti í Tokyokauphöllinni í níu mánuði. Þá hækkaði Hang Seng vísitalan í Hong Kong um 1.6% og SSE vísitalan í Shanghai um tæplega 2%. 6.3.2007 10:11
Minna tap í olíuleitinni Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum skilaði tapi upp á rúma 8,1 milljón danskra króna, jafnvirði rétt rúmra 96 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er nokkru minna tap en árið áður en þá tapaði félagið tæplega 10,4 milljónum danskra króna, sem jafngildir 123,3 milljónum íslenskra króna. 6.3.2007 00:01
EMI hafnaði Warner Music Stjórn bresku hljómplötuútgáfunnar EMI hafnaði í gær yfirtökutilboði bandarísku risasamstæðunnar Warner Music Group. Tilboðið hljóðaði upp á 260 pens á hlut, sem þýðir að EMI er metið á 2,1 milljarð punda, jafnvirði um 275 milljarða íslenskra króna. 6.3.2007 00:01
Lítil breyting á markaði í Bandaríkjunum Fjármálamarkaðir í Bandaríkjunum opnuðu fyrir skömmu. Lækkanir á vísitölum á mörkuðum í Asíu og í Evrópu virðast ekki hafa skilað sér vestur um haf enda hækkuðu helstu vísitölur á bandaríska markaðnum lítillega við opnun markaða. Greinendur eru ekki vissir um hvað dagurinn feli í skauti sér en vísa til orða Henry Paulsons, fjármálaráðherra, sem segist hafa tröllatrú á bandaríska hagkerfinu. 5.3.2007 15:21
Olíuverðslækkanir hafa áhrif í Noregi Gengi hlutabréfa í kauphöllinni í Osló í Noregi hefur ekki farið varhluta af lækkunum á helstu fjármálamörkuðum í Asíu og Evrópu í dag. Inn í spilaði reyndar heimsmarkaðsverð á hráolíu, sem hefur talsverð áhrif inn í norsku kauphölina, en það dró vísitöluna niður um 2,8 prósent. Gengi bréfa í Kauphöll Íslands hefur lítið breyst eftir því sem liðið hefur á daginn. 5.3.2007 13:18
HSBC skilaði methagnaði Alþjóðlegi bankinn HSBC, einn stærsti banki í Evrópu, skilaði 11,5 milljarða punda hagnaði á síðasta ári. Þetta jafngildir rúmum 1.500 milljörðum íslenskra króna sem er fimm prósenta hækkun á milli ára. Þetta er langt yfir væntingum greinenda enda metafkoma í sögu bankans. Á sama tíma varð bankinn að afskrifa um 5,4 milljarða punda á bandaríska fasteignalánamarkaðnum. 5.3.2007 09:59
Enn lækka markaðir í Asíu Hlutabréfamarkaðir í Japan tóku enn eina dýfuna þegar markaðir opnuðu þar eftir helgina en Nikkei-vísitala kauphallarinnar í Tokyo féll um þrjú og hálft prósent í dag. Samtals hefur vísitalan því lækkað um nær 8 prósent á einni viku. Þá veiktist staða japanska jensins gagnvart dollara. Ekki sér fyrir endann á lækkun markaða. Þá lækkuðu hlutabréf í kauphöllinni í Shanghai í Kína um nær 2 prósent í dag eftir að hafa tekið lítinn kipp upp á við fyrir helgi. 5.3.2007 07:14
BBC og YouTube í eina sæng BBC og YouTube hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér að YouTube býður nú myndskeið frá þremur sjónvarpsrásum BBC. Þá verður hægt að sjá viðtöl BBC við „fræga fólkið“, fréttir og eitthvað skemmtiefni. BBC mun að líkindum sjálft sjá um að hýsa myndskeiðin, en þeim verður veitt á síðu YouTube eins og öðrum myndskeiðum sem þar má sjá. 3.3.2007 15:43
Gengi bréfa í EADS á niðurleið Gengi hlutabréfa í EADS, móðurfélagi evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, hefur farið niður um 3,9 prósent eftir að fyrirtækið greindi frá því í gær að það hyggðist fresta þróun og framleiðslu á fraktflugvél af gerðinni A380. Fyrirtækið mun eftirleiðis einbeita sér að framleiðslu á farþegaþotu af sömu gerð sem stefnt er að komi á markað í haust. 2.3.2007 12:58
Lenovo innkallar rafhlöður Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo hefur ákveðið að innkalla um 205.000 rafhlöður sem fylgja IBM Thinkpad-fartölvum fyrirtækisins. Japanska tæknifyrirtækið Sanyo framleiddi rafhlöðurnar fyrir fyrirtækið. Innköllunin kemur til viðbótar þeirri rúmlega hálfri milljón rafhlaða undir merkjum Sony sem fyrirtækið innkallaði í fyrra. 2.3.2007 10:00
FlyMe í Svíþjóð gjaldþrota Sænska lággjaldaflugfélagið FlyMe ætlar að óska eftir gjaldþrotaskiptum. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Íslenska eignarhaldsfélagið Fons átti um skeið um tuttugu prósent hlut í félaginu. 2.3.2007 09:30
Hlutabréfaverð í Kína að rétta úr kútnum Hlutabréfaverð á kínverskum mörkuðum virðist vera að rétta úr kútnum eftir mikið hrun síðustu daga. Nú þegar líður að lokum kauphallarinnar í Shanghai fyrir helgina hefur vísitala hækkað um hálft annað prósent frá opnun í morgun. Nikkei-vísitala kauphallarinnar í Tokyo heldur að vísu áfram að lækka og hefur lækkað um 1,3 prósent frá opnun í morgun og samtals um nær sex prósent í þessari viku. 2.3.2007 07:59
Fá hálfsárseinkasöluleyfi í Bandaríkjunum Actavis hefur fengið samþykki bandarísku matvæla- og lyfjastofnunarinnar til að markaðssetja meltingarfæralyfið Ranitidine mixtúru þar í landi. 2.3.2007 05:45
M&S fylgist grannt með Sainsbury Stuart Rose, forstjóri Marks & Spencer, segir að fyrirtækið íhugi að leggja fram tilboð í Sainsbury, þriðju stærstu stórmarkaðakeðju Bretlands. „Eignir sem þessar koma ekki oft inn á markaðinn,“ sagði hann á miðvikudaginn og bætti við að eigendur M&S myndu álíta hann vera fífl ef hann skoðaði ekki málið. 2.3.2007 05:30
Markaðir enn á niðurleið Gengi hlutabréfa á helstu fjármálamörkuðum í Asíu og Evrópu hélt áfram að lækka í dag, þriðja daginn í röð eftir að SCI-vísitalan féll snarlega í Kína á þriðjudag eftir nokkrar hækkanir dagana á undan. Greinendur eru ekki á einu máli um það hvenær vísitölurnar rétta úr kútnum og telja að markaðurinn nái sinni fyrri stöðu ekki fyrr en um miðjan mánuðinn. 1.3.2007 16:12
Tölvuþrjótar skrefi á undan Ný tegund glæpamanna ryður sér til rúms. Þeir gera skipulagðar, fágaðar og arðbærar árásir á netnotendur. Þeir nota tegund hugbúnaðar sem kallast „malware" eða spilliforrit. Þannig plata þeir fólk til gefa sér upplýsingar eða stela þeim án þess að tekið sé eftir. 1.3.2007 16:00
Hagnaður Mörthu Stewart sexfaldast Fyrirtæki bandarísku sjónvarps- og lífsstílskonunnar Mörthu Stewart skilaði 16,2 milljóna dala hagnaði á síðasta ársfjórðungi í fyrra. Þetta jafngildir tæplega 1,1 milljarði íslenskra króna sem er tæplega sex sinnum meira en fyrirtækið skilaði á sama fjórðungi árið 2005. 1.3.2007 10:58
Enn lækka hlutabréf í Asíu Hlutabréf í Asíu halda áfram að lækka við upphaf viðskipta í dag og þannig hefur Hang Seng vísitalan í Hong Kong lækkað um 174 stig frá opnun í morgun sem jafngildir tæpu einu prósentustigi. Þá hefur Nikkei-vísitala kauphallarinnar í Tokyo lækkað um rúm 150 stig frá opnun eða um svipað hlutfall. 1.3.2007 07:49
Microsoft læra af Google Það var velgengni Google sem opnaði augu Microsoft fyrir þeim gríðarlegu fjármunum sem eru í húfi þegar kemur að auglýsingum á internetinu. Þetta sagði einn helsti hugbúnaðarhönnuður Microsoft á ráðstefnu í dag. Microsoft ætlar sér stóraukna markaðshlutdeild á vefnum á næstu árum en hingað til hefur meginþorri tekna fyrirtækisins komið í gegnum sölu á Windows-stýrikerfinu og skrifstofuhugbúnaði á borð við Word og Ecxel. 28.2.2007 16:13
Airbus segir upp tíu þúsund manns Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur tilkynnt að tíu þúsund störf verði lögð niður í Evrópu á næstu fjórum árum. Starfsmenn fyrirtækisins í Frakklandi munu verða verst úti, en þar missa 4.300 vinnuna. Í Þýskalandi munu 3.700 störf verða lögð niður, 1.600 í Bretlandi og 400 á Spáni. 28.2.2007 14:44
Væntingarvísitala niður í Bretlandi Væntingarvísitala í Bretlandi fór niður í febrúarmánuði þegar neytendur voru varkárari vegna efnahagsástandsins í landinu. Þrátt fyrir það virðast neytendur almennt vera jákvæðari gagnvart eigin fjármálum. Þetta kemur fram í mánaðarlegri könnun sem birt var í dag af fyrirtækinu GfK NOP. 28.2.2007 12:34
Hlutabréf falla enn í Evrópu og Asíu Hlutabréf héldu áfram að falla á heimsmörkuðum í dag eftir opnun kauphallanna í Asíu í nótt og Evrópu snemma í morgun. Í Bretlandi féll FTSE vísitalan um nærri tvö prósent við upphaf viðskipta og í Frakklandi féll Cac vísitalan um tvö prósent. 28.2.2007 08:53
Fengitími á norrænum fjármálamörkuðum Sænska hægri stjórnin hefur boðað stórfellda einkavæðingu, þar á meðal á eignarhlut í Nordea og fasteignalánabankanum SBAB. Af pólitískum ástæðum er talið ósennilegt að ríkið selji kjölfestuhlut í Nordea til útlendinga og vilji biðla til Wallenberg-fjölskyldunnar sem fer fyrir SEB. Danske Bank er sterklega orðaður við SBAB og skammt undan bíða Exista, Kaupþing og Sampo Group með digra sjóði sem hægt er að nýta til góðra verka. 28.2.2007 00:01
Apar kunna að nota spjót Vísindamenn telja miklar líkur á að tækniþekking hafi borist milli manna með svipuðum hætti og hjá öpum. 28.2.2007 00:01
Dow Jones hríðfellur Dow Jones vísitalan bandaríska lækkaði mest um 537 stig í dag eða rúmlega 4 prósent. Hún hefur þó eitthvað tekið við sér og er lækkunin nú rúmlega 370 stig eða tæp þrjú prósent. Ástæður fyrir þessu eru taldar vera líkur á því að bandarískt efnahagslíf gæti farið að hægja á sér. 27.2.2007 20:28
Fresta útkomu Apple-TV Raftækja- og tölvurisinn Apple hefur ákveðið að fresta útkomu nýs Apple-TV tengiboxs fyrir sjónvörp þar til um miðjan mars. Talsmaður fyrirtækisins segir ástæðuna vera að pökkun hafi tekið lengri tíma en áætlað var og því þurfi að fresta útkomu Apple-TV um nokkra daga. 27.2.2007 08:30
Wal-mart ryður sér veg í Kína Bandaríska verslanakeðjan Wal-Mart ætlar að borga um milljarð bandaríkjadala til að taka yfir stærstu verslanakeðju Kína. Sú keðja rekur yfir 100 stórverlanir í 34 kínverskum borgum undir nafninu Trust-mart. Ef af verður verður Wal-mart farið að reka þessar verslanir fyrir árið 2010. Kínverskur efnahagur hefur sprungið út á undanförnum árum og má telja að Wal-mart ætli að nýta sér það enn frekar en þegar rekur verslanarisinn þar yfir 70 verslanir með um 37 þúsund starfsmönnum. 27.2.2007 07:07
Breskir bankar endurgreiða ólöglegar greiðslur Bankar í Bretlandi gætu þurft að endurgreiða viðskiptavinum sínum allt að 7,2 milljarða sterlingspunda, eða rúmlega 900 milljarða íslenskra króna, vegna ólöglegra gjalda sem þeir hafa krafið viðskiptavini sína um. Gjöldin sem um ræðir eru greiðslur til banka þegar farið er yfir yfirdráttarheimild eða þegar ávísun er hafnað. 26.2.2007 21:45
Greenspan óttast niðursveiflu Alan Greenspan, fyrrum æðsti yfirmaður seðlabanka Bandaríkjanna, sagði í dag að bráðum myndi fara að hægja á bandarísku efnahagslífi. Hann sagði það hafa þanist síðan árið 2001 og að núna bentu merkin til þess að þenslan væri að stöðvast. 26.2.2007 20:30
BitTorrent ætla að selja löglegt efni Veffyrirtækið BitTorrent sem löngum hefur verið talið einn helsti óvinur Hollywood fyrir að hafa fundið upp torrent-skráaskiptastaðalinn hefur nú slegist í lið með kvikmyndaiðnaðinum og ætlar að fara að selja kvikmyndir og sjónvarpsþætti á vefsíðu sinni og dreifa þeim með torrent-tækninni. Einnig er ætlunin að selja tónlist og tölvuleiki á síðu BitTorrent. 26.2.2007 09:05
IBM styðja ekki Linux frá Oracle IBM-tölvuframleiðandinn segist ekki tilbúinn að tryggja að tölvur þeirra geti keyrt nýja útgáfu Linux-stýrikerfisins frá Oracle. Þetta þýðir að ef upp koma vandamál með keyrslu á nýja Linux á tölvum IBM er það vandamál Oracle, ekki IBM sagði talsmaður IBM í gær. 24.2.2007 17:03
BAE skilaði af sér góðu ári Tekjur breska hergagnaframleiðandans BAE Systems tæplega þrefaldaðist á síðasta ári. Mestu munar um aukna sölu á hergögnum til bandaríska hersins í fyrra og sölu félagsins á 20 prósenta hlut í evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus til EADS, móðurfélags Airbus. 24.2.2007 06:15
Byggðastofnun skilaði 10 milljónum í hagnað Byggðastofnun skilaði 10,1 milljón króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 272,2 milljóna króna hallarekstur árið 2005. Í ársuppgjöri stofnunarinnar segir að í vetur hafi á ný verið lagt fram á Alþingi frumvarp um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun en það hafi hins vegar ekki verið afgreitt. 23.2.2007 14:45
Merkel og Chirac ræða við EADS Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Jacques Chirac, forseti Frakklands, ætla að funda bráðlega með stjórnendum EADS, móðurfélagi evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, vegna fyrirhugaðra hagræðingaaðgerða félagsins. Gert er ráð fyrir að félagið segi upp tugþúsundum starfsmanna auk þess sem nokkrum verksmiðjum verður lokað. 23.2.2007 12:26
Gengi bréfa í Sanyo hrundi vegna rannsóknar Gengi hlutabréfa í japanska tæknifyrirtækinu Sanyo féll um heilt 21 prósent í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag eftir að fréttir bárust af því að fjármálayfirvöld í Japan hefðu fyrirtækið til rannsóknar. Grunur er sagður leika á að gögn í bókhaldi fyrirtækisins hafi verið fölsuð árið 2003. 23.2.2007 09:11
Borgaði Apple fyrir iPhone nafnið? Nú eru uppi kenningar um að Apple hafi borgað Cisco milljónir dala fyrir afnot af iPhone nafninu. Fyrirtækin hafa rifust um nafnið í nokkrar vikur þar til í dag að þau náðu samkomulagi um að Apple mætti nota nafnið. Cisco hefur notað iPhone sem vörumerki á internet símaþjónustu í nær sjö ár. 22.2.2007 20:50
Microsoft greiði himinháar skaðabætur Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum hefur dæmt Microsoft til að greiða einn og hálfan milljarð bandaríkjadala í skaðabætur til Alcatel-Lucent hugbúnaðarfyrirtækisins fyrir að hafa stolið einkaleyfisvörðu skráartegundinni mp3. 22.2.2007 22:08
Apple og Cisco ná sáttum Bandarísku tölvufyrirtækin Apple og Cisco hafa náð sáttum sem felur í sér að bæði fyrirtækin geta notað vörumerkið iPhone. Steve Jobs, forstjóri Apple, greindi frá því í síðasta mánuði að Apple ætli að setja margmiðlunarsímann iPhone á markað í haust. Forsvarsmenn Cisco Systems bentu hins vegar á að fyrirtækið hefði átt vörumerkið síðan árið 2000. 22.2.2007 16:20
Canon kynnir nýjar gerðir myndavéla Canon kynntu í dag til sögunnar fimm nýjar gerðir af stafrænum myndavélum fyrir almenning. Þá kynntu þeir einnig nýja gerð af stafrænni vél fyrir atvinnumenn, 10.1 megapixla 1D Mark III D-SLR. 22.2.2007 16:14
Hráolíuverð á uppleið Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði nokkuð í dag og fór í rúma 60 bandaríkjadali á tunnu eftir að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því í gær að umframbirgðir af olíu jukust minna er gert hafði verið ráð fyrir. Hráolíubirgðirnar jukust hins vegar meira en vænst var. 22.2.2007 16:01