Fleiri fréttir

Stýrivextir hækka í Japan

Seðlabanki Japans hækkaði stýrivexti um fjórðung úr prósenti í dag og standa stýrivextir landsins nú í 0,50 prósentum. Þetta er önnur stýrivaxtahækkun seðlabankans á sex árum. Vextirnir voru núllstilltir fram á síðasta ár en þá hækkaði bankinn þá um fjórðung úr prósenti.

Stöðug notkun eykur endingu

Harðir diskar í tölvum eyðileggjast ekki þótt þeir séu mikið notaðir. Þvert á móti eru meiri líkur á því að harðir diskar í lítilli notkun eyðileggist. Þetta eru niðurstöður prófana þriggja verkfræðinga hjá bandaríska netleitarfyrirtækinu Google á hörðum diskum.

Rothschild-veldið verður til

Á föstudag verða liðin 263 ár frá fæðingu Mayers Amschel Rothschild, stofnanda banka, sem heitir í höfuðið á honum. Bankinn lagði grunninn að veldi Rothschild-fjöldskyldunnar sem allt fram til dagsins í dag er á meðal auðugustu fjölskyldna í heimi.

Tilbúinn fyrir geimferð

Ásókn hefur verið meðal efnaðra í ferð til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Fimmti ferðalangurinn er nú í startholunum.

Norska ríkið selur hlutabréf í Storebrand

Folketrygdfondet, opinber lífeyrissjóður í Noregi, hefur verið að minnka eignarhlut sinn í norska tryggingafélaginu Storebrand. Sjóðurinn átti 6,7 prósent þann 9. febrúar sem var hálfu prósentustigi minna en í byrjun mánaðarins.

Eldpipar í fornum réttum frumbyggja

Fimmtán fornleifafræðingar frá Bandaríkjunum og Kanada, sem rannsakað hafa íverustaði frumbyggja í Mið-Ameríku á vegum bandarísku Smithsonian-stofnunarinnar, segja margt benda til að fornar menningarþjóðir syðra hafi ræktað chili, eða eldpipar, sem þeir skáru niður og krydduðu mat sinn með fyrir allt að 6.100 árum.

Hægt að lengja lífið með líffærum

Hópi vísindamanna við Tókýó-háskóla í Japan hefur tekist að rækta agnarsmáar tennur á rannsóknarstofu og græða þær í tilraunamýs. Fyrstu niðurstöður benda til að tilraunin hafi tekist vel enda hafi tennurnar gróið fastar í músunum og haldið áfram að vaxa líkt og þær væru þeirra eigin. Þetta afrek er talið auka líkurnar á því að hægt verði að rækta heilbrigð líffæri á rannsóknarstofum og græða þau í fólk sem þurfi á slíku að halda.

Hart barist í Bretlandi

Breska verslanakeðjan Sainsbury er eitt heitasta umfjöll-unarefni fjölmiðla í Bretlandi vegna orðróms um yfirtöku.

Útilokar tryggingakaup

Björn Wahlroos, forstjóri Sampo Group, telur ólíklegt að fyrirtækið ráðist í kaup á öðru fjármálaþjónustufyrirtæki sem er með puttana í tryggingageiranum, svo sem skaða- og líftryggingum, og fjárfestingabankastarfsemi á borð við eignastýringu, verðbréfaviðskipti og eigna- og sjóða­stýringu. Þetta segir hann í viðtali við alþjóðaútgáfu Helsingin Sanomat.

Simbabve slær verðbólgumet

Verðbólgan í Afríkuríkinu Simbabve rauk í methæðir í síðasta mánuði þegar hún mældist 1.593,6 prósent á ársgrundvelli. Sé litið til hækkunar á milli mánaða jókst verðbólgan um 45,4 prósentustig frá því í desember. Að sögn hagstofu Simbabve munar mestu um hækkun á rafmagns-, gas- og öðru orkuverði milli mánaða.

Færri tóku tappann úr flöskunni

Áfengisdrykkjaframleiðandinn Diageo skilaði 1,3 milljarða punda hagnaði á síðasta ári. Það svarar til 172 milljarða íslenskra króna, sem er öllu betri niðurstaða en stjórnendur fyrirtækisins höfðu gert ráð fyrir. Svo svartsýnir voru þeir að tilefni þótti til að senda neikvæða afkomuviðvörun frá fyrirtækinu vegna hugsanlegs samdráttar í sölu á áfengum drykkjum í fyrra.

Airbus veitir afslátt

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus hefur ákveðið að veita taílenska flugfélaginu Thai Airways afslátt af átta A330 farþegaþotum frá Airbus. Ástæðan er tafir á afhendingu A380 risaþotnanna, sem er tveimur árum á eftir áætlun. Thai Airways hafði pantað sex risaþotur frá Airbus en hótaði að draga kaupin til baka ef flugvélaframleiðandinn veitti flugfélaginu ekki afslátt.

Vísbendingar um vatn á Mars

Miklar líkur eru á að vatn hafi eitt sinn flætt um sprungur undir yfirborði rauðu plánetunnar Mars. Þetta segir hópur vísindamanna við nokkra af helstu háskólum Bandaríkjanna í grein sem þeir birtu undir lok síðustu viku í vísindatímaritinu Science.

Sættir í risaskattamáli Merck & Co

Stjórn bandaríska lyfjarisans Merck & Co, eins af stærstu lyfjafyrirtækjum í heimi, hefur náð samkomulagi við bandarísk skattayfirvöld um greiðslu ógreiddra skatta á árabilinu 1993 til 2001. Greiðslan, með vöxtum og álögðum kostnaði, nemur 2,3 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 155,8 milljörðum íslenskra króna. Þetta er önnur stærsta einstaka skattgreiðsla sögunnar.

Skoða sölu á Chrysler

Fjöldi fyrirtækja um víða veröld hefur sýnt áhuga á að kaupa Chrysler-hluta bandarísk-þýska bílaframleiðandans DaimlerChrysler samkvæmt Wall Street Journal.

Hagnaður Wal-Mart upp eftir verðlækkanir

Hagnaður Wal-Mart verslunarkeðjunnar jókst um 9,8 prósent frá nóvember til loka janúar þegar fyrirtækið lækkaði vöruverð til að laða að viðskiptavini. Hækkun á fjórða ársfjórðungi síðasta árs er 340 milljónum bandaríkjadollara hærri en frá fyrra ári. Hagnaður á síðasta ársfjórðungi var 3,94 milljarðar dollara.

Leiðtogar ræða um uppsagnir Airbus

Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, funduðu í dag vegna yfirvofandi uppsagna hjá evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus. Airbus hefur festað að greina frá hagræðingu í rekstri félagsins en óttast er að tugþúsundir starfsmanna fyrirtækisins verði sagt upp á næstu þremur árum.

Warner býður í EMI

Bandaríski útgáfurisinn Warner Music hefur gert tilboð í útgáfufélagið EMI. Ekki er um yfirtökutilboð en ekki er ólíklegt að út í það verði farið, að sögn forsvarsmanna EMI. Tilboð sem þetta er enginn nýlunda því bæði fyrirtækin hafa ítrekað reynt að kaupa hvort annað á síðastliðnum sjö árum.

Airbus frestar tilkynningu um hagræðingu

Evrópsku flugvélasmiðirnir hjá Airbus hafa ákveðið að fresta því að tilkynna um fyrirhuguð hagræðingaráform hjá fyrirtækinu. Ástæðan er sú að ekki hafa náðst sættir við dótturfélög Airbus víðs vegar í Evrópu. Óttast er að tugþúsund starfsmenn fyrirtækisins missi vinnuna hjá Airbus.

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkar

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði að meðaltali um 30 sent á markaði og fór í rétt tæpa 59 dali á tunnu í dag eftir að mannræningjar slepptu úr haldi bandarískum olíuverkamönnum hjá þarlendum olíufyrirtækjum í Nígeríu. Þá ákvaðu Samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, sömuleiðis að mæla ekki með því á næsta fundi sínum að draga úr olíuframleiðslu.

ESB spáir minni verðbólgu í ár

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hefur uppfært hagvaxtarspá fyrir evrusvæðið á þessu ári. Þá eru horfur á minni verðbólgu en reiknað var með. Joaquín Almunia , sem fer með efnahagsmál innan framkvæmdastjórnar ESB, segir að gert sé ráð fyrir 2,4 prósenta hagvexti á evrusvæðinu. Það er 0,3 prósentustigum meira en fyrri spá hljóðaði upp á.

Forstjórinn hættir í sumar

Pelle Törnberg, forstjóri sænsku fríblaðaútgáfunnar Metro International, hefur ákveðið að láta af störfum í lok sumars. Törnberg er frumkvöðull á sviði dagblaðaútgáfu en hann, ásamt öðrum, ýtti fríblaðinu Metro úr vör á götum Stokkhólms árið 1995.

Dow Jones í methæðum

Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones fór í methæðir í gær eftir að Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði verðbólgu vera vera að hjaðna. Fjárfestar, sem greina af orðum bankastjórans að litlar líkur séu á hækkun stýrivaxta í bráðu, urðu hæstánægðir enda hækkaði vísitalan um 0,69 prósentustig og endaði í 12.741,86 stigum.

Bjórsala dróst saman í Evrópu

Áfengisframleiðinn Diageo skilaði 1,3 milljarða punda hagnaði á síðasta ári. Það svarar til rúmlega 172 milljarða íslenskra króna. Þetta er sjö prósenta samdráttur á milli ára og betri niðurstaða en ráð hafði verið gert í neikvæðri afkomuviðvörun sem fyrirtækið sendi frá sér fyrir skömmu. Fyrirtæki framleiðir drykki á borð við Smirnoff-vodka, Johnnie Walker-viskí, Gordon's Gin og Guinnes-bjór.

13 þúsund sagt upp hjá Chrysler

Bandaríski bílaframleiðandinn Chrysler tilkynnti í gær að fyrirhugað væri að segja upp 13 þúsund starfsmönnum í verksmiðjum í Bandaríkjunum. Þeir segja ástæðuna vera hversu erfitt Chrysler eigi orðið með samkeppni frá öðrum löndum.

Storebrand fór fram úr spám

Hagnaður norska fjármálafyrirtækisins Storebrand Group nam 1.469 milljónum norskra króna eftir skatta í fyrra sem eru um 17,4 milljarðar króna. Þar af var hagnaður félagsins, sem er að níu prósentum hluta í eigu Kaupþings, rúmir 5,8 milljarðar á fjórða ársfjórðungi.

Chrysler segir upp starfsfólki vegna samdráttar

Bílaframleiðendurnir DaimlerChrysler hefur ákveðið að segja upp 13.000 manns í Bandaríkjunum og í Kanada og loka einni verksmiðju fyrirtækisins í Delawer. Helsta ástæðan er samdráttur í rekstri fyrirtækisins en sala á nýjum bílum undir merkjum Chrysler dróst saman um 7 prósent vestanhafs.

Afrita auðveldlega af Blue Ray og HD-DVD

Það er orðið alþekkt að eftir því sem framleiðendur DVD og geisladiska búa til betri afritunarvarnir finna tölvuþrjótar leiðir til að komast í kringum þær. Nú er þegar kominn í umferð lykill sem fer framhjá afritunarvörnum á bæði Blue-Ray og HD-DVD diskum, öllum. Áður þurfti sérstakan lykil fyrir hvern einstakan Blue-Ray eða HD-DVD disk.

Thai Airways fær afslátt hjá Airbus

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus hefur ákveðið að veita taílenska flugfélaginu Thai Airways afslátt á átta A330 farþegaþotum frá Airbus. Ástæðan eru tafir á afhendingu A380 risaþotanna, sem er tveimur árum á eftir áætlun. Thai Airways hafði pantað sex risaþotur frá Airbus en hótaði að draga kaupin til baka ef flugvélaframleiðandinn veitti flugfélaginu ekki afslátt.

Google dæmdir fyrir höfundarréttarbrot

Google-fyrirtækið hefur verið dæmt fyrir brot á höfundarréttarlögum fyrir að hafa birt greinar og fyrirsagnir belgískra dagblaða án leyfis. Dómurinn gæti orðið til fordæmis um hvernig leitarvélar tengja á höfundarréttarvarið efni og fréttir á vefnum. Google ætla að áfrýja og segja þjónustu sína Google News algjörlega löglega. Belgíski dómarinn var þeim ekki sammála og sagði fyrirtækið endurvinna og birta efni án leyfis og slíkt væri höfundarréttarbrot.

Þjóðverjar kaupa hlut í indverskri kauphöll

Þýska kauphöllin í Franfurt, Deutsche Börse, hefur keypt fimm prósenta hlut í kauphöllinni í Mumbai á Indlandi. Erlendum aðilum leyfist ekki að kaupa stærri hlut í indversku fjármálafyrirtæki. Ekki liggur fyrir hvað Deutsche Börse greiddi fyrir hlutinn.

Námarisar vilja kaupa álrisa

Álverð fer hækkandi og hlutabréf í Alcoa, stærsta álframleiðanda heims hækkuðu um rúm sex prósent í kauphöllinni í New York í gær. Vangaveltur eru um að fyrirtækið verði selt.

Windows Vista blæs lífi í tölvusölu

Einstaklingsútgáfa Windows Vista, nýjasta stýrikerfisins frá Microsoft, sem kom á markað undir lok síðasta mánaðar, hefur orðið til þess að stórauka sölu á nýjum tölvum í Bandaríkjunum.

Aðdáendur Smith flykkjast á netið

Það er af sem áður var þegar aðdáendur stórstjarna fylktu liði að heimili nýlátinna stjarna til að votta samúð sína. Aðdáendur fyrirsætunnar og Playboy-kanínunnar Önnu Nicole Smith, sem lést í síðustu viku á sínu fertugasta aldursári, hafa hins vegar brugðist öðruvísi við, en þeir hafa í mun meiri mæli nýtt sér netið til hins ýtrasta, búið til vefdagbækur, blogg og aðrar vefsíður þar sem þeir tjá hug sinn til fyrirsætunnar, sem lést nú fyrir skömmu.

Kvikmyndakeppni á MySpace-síðunni

Netveitan MySpace hefur efnt til stuttmyndasamkeppni á netinu í samstarfi við bresku sjónvarpsstöðina Film4. Netverjar geta tekið þátt í keppninni, sem heitir MyMovie MashUp, með því að setja stuttmyndir sínar inn á vefsvæði MySpace.

Fyrsta Tarsan-myndin í bíó

Fyrsta kvikmyndin um ævintýri hvíta frumskógarkonungsins Tarsans var frumsýnd á þessum degi árið 1918. Leikstjóri myndarinnar var Bandaríkjamaðurinn Scott Sidney en með aðalhlutverk Tarsans fór Elmo nokkur Lincoln.

Nýtt stýrikerfi eftir tvö ár

Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft ætlar að setja nýtt stýrikerfi á markað eftir tæp tvö ár. Þetta sagði Ben Fathi, einn af framkvæmdastjórum þróunardeildar Microsoft, á ráðstefnu um tölvumál í San Francisco í Bandaríkjunum um síðustu helgi.

Tveggja ára leik loksins lokið

Maður nokkur í Bretlandi vann sér inn jafnvirði 13,2 milljóna íslenskra króna, þegar hann bar sigur úr býtum í leik í byrjun mánaðar sem á sér stað jafnt í raunheimi sem á netinu. Leikurinn, sem heitir Perplex City og hefur staðið yfir í tvö ár.

Bíður dóms vegna ruslpóst

27 ára maður að nafni Joshua Eveloff á yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi og sekt upp á jafnvirði allt að 17 milljónum íslenskra króna í Bandaríkjunum fyrir að senda margar milljónir af ruslpósti árið 2004. Tilgangurinn með póstsendingunum var að auglýsa hugbúnað sem gat stolið aðgangsorðum úr nettengdum tölvum.

Hagnaður Nasdaq 4,3 milljarðar króna

Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq skilaði 63 milljóna dala hagnaði á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Það svarar til 4,3 milljarða íslenskra króna og jafngildir þreföldun frá því á sama tíma árið 2005. Tekjur markaðarins tvöfölduðust á sama tímabili.

Metviðskiptahalli í Bandaríkjunum

Viðskiptahalli Bandaríkjanna nam 763,6 milljörðum bandaríkjadala á síðasta ári. Það svarar til 52.200 milljarða íslenskra króna og hefur hann aldrei verið meiri. Mestu munar um tíðar verðhækkanir á hráolíu á síðasta ári og aukinn innflutning á vörum frá Kína.

Metverðbólga í Zimbabve

Verðbólgan í Afríkuríkinu Zimbabve rauk í methæðir í síðasta mánuði þegar hún mældist 1.593,6 stig á ársgrundvelli. Sé litið til hækkunar á milli mánaða jókst verðbólgan um 45,4 prósent frá því í desember. Að sögn hagstofu Zimbabve munar mestu um hækkun á rafmagns-, gas- og öðru orkuverði á milli mánaða.

Heimabíóhljómur úr einum hátalara

Yamaha YSP-1100 er einn hátalari sem skilar raunhæfum heimabíóhljómi. Tækið endurvarpar hljóði af veggjum og gefur þannig þá tálheyrn að hljóðið komi aftan frá.

LSE hefur samvinnu við kauphöllina í Tókýó

Breska kauphöllin í Lundúnum (LSE) hefur ákveðið að efla samvinnu sína við kauphöllina í Tókýó í Japan í kjölfar þess að eigendur meirihluta bréfa í LSE ákváðu að taka ekki yfirtökutilboði Nasdaq í markaðinn á laugardag.

Vodafone kaupir indverskt farsímafélag

Breski farsímarisinn Vodafone hefur keypt 67 prósenta hlut asíska fjárfestingafélagsins Hutchison Whampoa í Hutchison Essar, fjórða stærsta farsímafélagi Indlands. Kaupverð nemur 11,1 milljarði bandaríkjadala, jafnvirði 753,8 milljörðum íslenskra króna. Vodafone hefur háð harða baráttu um hlutinn við fjölda farsímafélaga allt frá því fyrirtækið lýsti yfir áhuga á kaupum í indverska félaginu seint á síðasta ári.

Sjá næstu 50 fréttir