Viðskipti erlent

13 þúsund sagt upp hjá Chrysler

GettyImages

Bandaríski bílaframleiðandinn Chrysler tilkynnti í gær að fyrirhugað væri að segja upp 13 þúsund starfsmönnum í verksmiðjum í Bandaríkjunum. Þeir segja ástæðuna vera hversu erfitt Chrysler eigi orðið með samkeppni frá öðrum löndum.

Chrysler framleiðir ekki bara bíla í eigin nafni heldur eiga þeir líka Mercedes-Benz verksmiðjurnar. Aðal samdrátturinn verður í framleiðslu jeppa og pallbíla en sala í þeim flokkum hefur dregist verulega saman á síðustu árum þar vestra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×