Viðskipti erlent

Námarisar vilja kaupa álrisa

Álverð fer hækkandi og hlutabréf í Alcoa, stærsta álframleiðanda heims hækkuðu um rúm sex prósent í kauphöllinni í New York í gær. Vangaveltur eru um að fyrirtækið verði selt.

Tvö af stærstu námafyrirtækjum heims hafa nú borið víurnar í Alcoa og vilja gera yfirtökutilboð. Markaðssérfræðingar vestra telja þó ólíklegt að af yfirtöku verði. Fyrirtækin sem vilja nú kaupa sér álfyrirtæki eru BHP Billiton og Rio Tinto, fyrirtæki sem bæði grafa málma og önnur verðmæti úr jörðu víða um heim.

Áhugi fyrirtækjanna þykir til marks um sterka stöðu Alcoa á álmarkaðnum og þykir fyrirtækið álitleg langtímafjárfesting. Ef illa gengur að taka yfir Alcoa er talið líklegt að fyrirtækin fari heldur að bítast um Alcan sem af markaðssérfræðingum er talið mun líklegra að geti gengið í gegn.

Alcan rekur álverið í Straumsvík en Alcoa það sem nú er risið í Reyðarfirði. Álverð á heimsmarkaði hefur hækkað talsvert undanfarna daga og er verkfall námamanna í Gíneu ein aðal ástæðan fyrir því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×