Fleiri fréttir

Flugfélögin sem boða komu sína í sumar

Von er á allt að tuttugu flugfélögum með áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll í sumar. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að fyrsta júlí ætti að vera orðið nokkuð auðvelt að taka á móti ferðamönnum á Íslandi.

Gjaldeyrissölu vegna faraldursins hætt

Seðlabanki Íslands ætlar að hætt reglubundinni sölu á gjaldeyri á mánudaginn en salan hófst í september vegna áhrif kórónuveirufaraldursins á innlendan gjaldeyrismarkað. Bankinn hefur selt 453 milljónir evra, jafnvirði 71,2 milljarða króna frá 14. september.

Inn­flutningur á smokkum tók stökk í sam­komu­banni

Ríflega sex tonn af smokkum voru flutt inn til landsins árið 2020 og jókst magnið um 29,4% frá árinu á undan þegar innflutningur nam 4,6 tonnum. Miðað við að nettóþyngd hefðbundinnar Durex verju sé um 16,7 grömm má áætla að um 360 þúsund smokkar hafi verið innfluttir á síðasta ári.

Hagnaður Origo dregst saman

Hagnaður Origo nam 163 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi og dróst saman um 61,6% frá sama tímabili í fyrra þegar hann nam 425 milljónum króna. Tekjur drógust saman um 2,4% milli fjórðunga og nam sala á vöru og þjónustu 4,2 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2021.

Tap Icelandair tæpir fjórir milljarðar á fyrsta ársfjórðungi

Heildartekjur Icelandair drógust saman um 73 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og námu 7,3 milljörðum króna. Lækkun tekna er helst rakin til heimsfaraldurs covid-19 sem hélt áfram að hafa gríðarleg áhrif á starfsemi félagsins en sætaframboð dróst saman um 92 prósent á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Vegna áframhaldandi óvissu í ljósi heimsfaraldursins mun félagið ekki gefa út afkomuspá fyrir árið 2021.

Ógnvekjandi að sjá verðbólguna vaxa í miklu atvinnuleysi

Verðbólga hefur ekki verið meiri í átta ár og óttast forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins að grípa þurfi til vaxtahækkana sem muni bíta heimilin sérstaklega. Launaþróun spili stóran þátt og ógnvekjandi að sjá verðbólguna vaxa í miklu atvinnuleysi.

Getur tekið heilt ár að fá „hillupláss“ í Vínbúðinni

Ríkisvaldið þarf að rífa sig upp úr skotgröfum og laga regluverkið til að liðka fyrir innlendum bjórframleiðendum og brugghúsum. Þetta segir Ásmundur Sveinsson, eigandi KORS-heildsölu og Session Craft bar. Hann segir það geta tekið bjórframleiðendur allt upp í eitt ár að koma vörum sínum að hjá Vínbúðinni.

Sala Elko jókst um 25 prósent milli ára

Festi hagnaðist um 289 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 53 milljónir á sama tíma í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 1,5 milljarður króna samanborið við 1,0 milljarð á fyrsta ársfjórðungi 2020 sem jafngildir 47,5% hækkun milli ára.

Síminn hagnaðist um 2,8 milljarða króna

Hagnaður Símans nam 2,8 milljörðum króna á fyrsta árs­fjórðungi saman­borið við 762 milljónir króna á sama tíma­bili í fyrra. Hagnaður Símans af sölu upp­lýsinga­tækni­fyrir­tækisins Sensa til hins norska Cra­yon Group AS nam 2,1 milljarði króna á árs­fjórðungnum og skýrir því stærstan hluta hagnaðarins.

Gerðu lengsta samning í sögu Bundesligunnar

Nordic Entertainment Group (NENT Group) hefur framlengt sýningarrétt sinn á þýsku Bundesligunni og verður sýnt frá þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á streymisveitunni Viaplay til ársins 2029.

Bein út­sending: Ný­sköpunar­dagur Haga

Hagar hafa stofnað styrktarsjóðinn Uppsprettu sem verður kynntur á Nýsköpunardegi Haga sem fram fer í dag. Er nýja sjóðnum ætlað að stuðla að nýsköpun í matvælaiðnaði hér á landi. Markmið og tilgangur Nýsköpunardagsins er að hvetja til nýsköpunar og aukinnar sjálfbærni í matvælaiðnaði. 

Sautján þúsund án atvinnu í mars

17 þúsund einstaklingar voru atvinnulausir í mars síðastliðnum samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Jafngildir það 8,3% atvinnuleysi.

Samdi við lána­­drottna bróður síns sem vildi hætta í neyslu

Gísli Magnússon komst ungur í kynni við vímuefni og lenti í kjölfarið í miklum fjárhagserfiðleikum. Auk þess að takast á við fíknina þurfti hann að glíma við skuldirnar sem hann hafði safnað á meðan hann var í neyslu en þær voru að stórum hluta í formi smálána.

Fyrsta flug Play áætlað 24. júní?

Stjórnendur Play hafa ákveðið að fyrsta flug félagsins fari í loftið 24. júní næstkomandi, hefur ViðskiptaMogginn eftir heimildarmönnum. Samkvæmt sömu einstaklingum sé áfangastaðurinn „hernaðarleyndarmál“ en tilkynnt verði um hann á næstunni. 

Bein út­sending: Stjórnunar­verð­laun Stjórn­vísi af­hent

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi verða veitt í tólfta sinn við hátíðlega athöfn á Grand Hótel klukkan 16 í dag. Árlegu verðlaunin eru veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði og verður hægt að fylgjast með afhendingunni í beinu streymi hér á Vísi.

Nýja ofur­tölvan liður í að vernda ís­lenskuna

Gagnaversfyrirtækið atNorth, sem hét áður Advania Data Centers, hefur afhent sprotafyrirtækinu Miðeind eina öflugustu ofurtölvu landsins til afnota. Tölvan verður notuð í verkefnum á sviði máltækni og gervigreindar fyrir íslensku.

Kaup­máttur ráð­stöfunar­tekna jókst um 2,5 prósent í fyrra

Áætlað er að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 2,5% í fyrra samanborið við 2019. Þrátt fyrir samdrátt í launatekjum heimila árið 2020 er áætlað að ráðstöfunartekjur þeirra hafi aukist um 7,1% samanborið við fyrra ár. Gert er ráð fyrir því að ráðstöfunartekjur á mann hafi numið tæplega 4,2 milljónum króna í fyrra og aukist um 5,4%.

Opnar djassbúlluna Skuggabaldur við Austurvöll í sumar

Framkvæmdir eru hafnar við undirbúning opnunar nýs bars, veitinga- og tónleikastaðar við Austurvöll sem til stendur að opna í sumar. Það er enginn nýgræðingur í veitinga- og skemmtistaðabransanum sem stendur að opnun staðarins en Jón Mýrdal hefur til að mynda rekið skemmtistaðina Röntgen og Húrra.

Hlíðar­búar vilja smur­brauð í stað smur­olíu

Íbúar í Hlíðum vilja sjá veitingarekstur í gömlu smurstöðinni við Skógarhlíð og fá kaffi og kruðerí þar sem nú fæst bensín og smurolía. Á ýmist að skipta út einum svörtum vökva fyrir annan eða opna fjölorkustöð sem þjónar fýrum jafnt sem bílum.

Bar Ananas endurheimtir húsnæðið og opnar á ný

Bar Ananas opnaði á ný í kvöld í sama húsnæði og endranær, eftir að hafa legið í dvala í þrjú ár. Barinn, sem er á horni Klapparstígs og Grettisgötu, verður með nýju sniði og í takt við tímann; náttúruvín og kokteilar á krana, segir rekstrarstjóri.

Domino's svarar og sendir Spaðanum sneið

Orðsendingar hafa gengið á víxl á milli íslenskra flatbökurisa í dag. Lotan hófst með yfirlýsingum Þórarins Ævarssonar, stofnanda Spaðans, um að hann hefði í hyggju að setja Domino’s á hausinn á fimm árum.

Ætla að farga milljónum tonna kol­tví­sýrings í Straums­vík

Um sexhundruð ný störf eru sögð geta skapast með tilkomu kolefnisförgunarmiðstöðvar sem Carbfix, dótturfyrirtæki Orku náttúrunnar, ætlar að byggja í Straumsvík. Miðstöðin, sem á að taka við kolefni frá Norður-Evrópu, verður kynnt á opnum fundi á degi jarðar í dag.

209 milljóna tap Ríkis­út­varpsins

Ríkisútvarpið tapaði 209 milljónum króna eftir skatta á árinu 2020, samkvæmt rekstrarreikningi sem kynntur var á aðalfundi í dag. Afkoma Ríkisútvarpsins sé þannig neikvæð í fyrsta sinn frá árinu 2014 vegna kórónuveirufaraldursins.

Play birtir lista yfir stærstu hluthafa sína

Flugfélagið Play hefur birt lista yfir 16 stærstu hluthafana í félaginu. Félagið lauk nýlega hlutafjárútboði þar sem fjárfest var fyrir rúmlega fjörutíu milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði vel á sjötta milljarðs króna.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.