Viðskipti innlent

Gerðu lengsta samning í sögu Bundesligunnar

Eiður Þór Árnason skrifar
Philipp Max og Alfreð Finnbogason, leikmenn Augsburg.
Philipp Max og Alfreð Finnbogason, leikmenn Augsburg. AFP/NENT Group

Nordic Entertainment Group (NENT Group) hefur framlengt sýningarrétt sinn á þýsku Bundesligunni og verður sýnt frá þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á streymisveitunni Viaplay til ársins 2029.

Samningur NENT Group nær til Norðurlandanna, Eystrasaltslandanna og Póllands og felur einnig í sér einkarétt á sýningum frá þýska Ofurbikarnum og umspilinu um áframhaldandi sæti í Bundesligunni í lok tímabils.

Samkomulagið er lengsta sýningarsamkomulag sem bæði NENT Group og Bundesliga International hafa nokkurn tímann gert.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá NENT Group. Sænska fjölmiðlasamsteypan mun sýna beint frá fleiri en 300 leikjum í Bundesligunni og Bundesligu 2 á hverju keppnistímabili.

Ofurdeildarumræðan hafi styrkt þýska boltann

„Það eru mjög góðar fréttir að þýski boltinn sé með tryggt heimili á Íslandi. Fótboltinn í deildinni er skemmtilegur og deildin er full af stjörnum alls staðar af úr heiminum,“ segir Alfreð Finnbogason, leikmaður Augsburg, í tilkynningunni.

„Mesta fjörið er í Þýskalandi og Bundesligan er með flestu mörkin af topp deildunum. Ég held að atburðir síðustu viku með Ofurdeildina styrki þýska fótboltann til lengri tíma. Nánast öll liðin eru í eigu stuðningsmanna þar en ekki eigenda sem kannski hafa ekki áhuga á fótbolta,“ er haft eftir Hjörvari Hafliðasyni, yfirmanni íþróttamála hjá Viaplay á Íslandi. 

Ásamt því að sýna frá leikjum í Bundersligunni mun Viaplay bjóða upp á leiklýsingar og umfjöllun um leikina á íslensku.

Hrist upp í íslenskum fjölmiðlamarkaði

Viaplay hóf íþróttaútsendingar hér á landi í maí á síðasta ári og kom eins og stormsveipur inn í íslenskt fjölmiðlaumhverfi. Streymisveitan hefur síðustu ár sópað til sín íþróttasýningaréttum á hinum Norðurlöndunum og veitir nú íslenskum miðlum harða samkeppni.

Mikla athygli vakti þegar greint var frá því að NENT Group, móðurfélag Viaplay, hafi tryggt sér sýningarréttinn á leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á árunum 2022 til 2028. Er það í fyrsta sinn sem rétturinn fer til erlendra aðila.

Skiptar skoðanir eru um þróunina en Vísir fjallaði ítarlega um tilkomu Viaplay á íslenskan markað í febrúar.

Vísir og Stöð 2 Sport eru bæði í eigu Sýnar hf.


Tengdar fréttir

Viaplay sýnir landsleiki Íslands 2022-2028

Viaplay hefur tryggt sér sýningarrétt á undankeppni EM í knattspyrnu 2024, HM 2026 og EM 2028 auk Þjóðadeildarinnar sem fer fram 2023, 2025 og 2027. Þetta kemur fram í tilkynningu frá NENT Group.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,5
3
932
SKEL
2,21
1
278
KVIKA
1,5
9
215.324
SYN
0,78
3
12.800
REITIR
0,61
1
16.600

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-1,28
3
27.000
HAGA
-0,76
1
162
SVN
-0,71
2
9.279
VIS
-0,51
4
42.438
ARION
-0,27
5
137.455
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.